Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.05.1967, Qupperneq 15

Ægir - 01.05.1967, Qupperneq 15
ÆGIR 145 10. gr. 1 samráði við samtök framleiðsenda og þær lána- stofnanir, er sérstaklega starfa fyrir sjávarútveginn, lætur rikisstjórnin fram fara athugun á rekstrarað- stæðum og fjárhagslegri upphyggingu frystiiðnaðar- ins. Á grundvelli hennar verði gerðar tillögur, er miði að því að bæta rekstrargrundvöll frystihúsanna, svo sem með bættri uppbyggingu iðnaðarins, aukinni hráefnisöflun, tæknibreytingum og fjárhagslegri end- urskipulagningu. Til þess að greiða fyrir slíkum að- gerðum og í samhandi við þær er Ríkisábyrgðarsjóði heimilt að gefa eftir kröfur á einstök frystihús, ef slikt er óhjákvæmilegt til þess að koma þeim á við- unandi grundvöll, enda fallist aðrir kröfuhafar einnig á eftirgjafir, eftir þvi sem eðlilegt þykir. Allar til- lögur um eftirgjafir á kröfum rikissjóðs skulu lagðar fyrir fjáiveitinganefnd til samþykktar. Heimilt er fjármálaráðherra að gefa eftir greiðslur stimpil- og þinglýsingagjalda vegna eigendaskipta, sem þurfa að eiga sér stað í sambandi við þessar aðgerðir. 11. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Jafnframt eru úr gildi felld lög nr. 16 16. apríl 1966, um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins. ÁTHUGASEMDIR VIÐ LAGAFRUMVARPIÐ Það hefur verið ljóst síðan á s.l. hausti, að mjög alvarleg viðhorf væru að skapazt í sjávarútvegi landsmanna, og þá ekki sízt i freðfiskframleiðslunni, vegna mikils verðfalls á erlendum mörkuðum. Á veg- um yfirnefndar Verðlagsráðs sjávarútvegsins hafa ver- ið gerðar ýtarlegar athuganir á afkomu frystihúsanna og afkomuhorfum þeirra. Þessar athuganir sýna, að afkoma frystihúsanna var tiltölulega góð á árunum 1964 og 1965, einkum þó siðara árið, og miklu betri en hún hafði verið á árunum ]>ar á undan. Stafaði þessi bætta afkoma bæði af hækkandi verðlagi er- lendis og umbótum í rekstri. Áætlanir fyrir árið 1966 sýna hins vegar, að afkoman hefur versnað mikið á þvi ári. Kemur þar til hin mikla hækkun á fiskverði í ársbyrjun 1966, sem fiskiðnaðurinn tók á sig að um það bil tveimur þriðju hlutum, og aukinn til- kostnaður vegna launahækkana á árinu. Fyrir áhrif- utn fiskverðshækkunarinnar hafði að sjálfsögðu verið gert ráð, þegar fiskverð var ákveðið með samþykki fiskkaupenda i janúar 1966. Nú bættist það hins veg- ar við. að þorskafli minnkaði á árinu 1966, og frysti- húsin fengu af þeim sökum minna hráefni en áður, og enn fremur að hin hagstæða verðlagsþróun snerist til ltins verra, þegar koin fram á mitt árið. Um ára- mótin var talið, að verðið á frystum fiskafurðum væri orðið um 11% lægra en meðalverð ársins 1966 og frekari verðlækkanir væru framundan. Þessar nið- urstöður sýndu, að frystiiðnaðurinn var ekki fær um að greiða hærra fiskverð á árinu 1967 en hann hafði gert á árinu 1966. Þær sýndu einnig, að frystiiðnað- urinn mundi ekki vera fær um að standa af eigin rammleik undir verðfallinu. Var því ljóst, að ekki yrði komizt hjá viðtækum ráðstöfunum af hálfu rikis- valdsins, bæði til þess að tryggja eðlilega útgerð vél- báta til þorskveiða og einnig til þess að tryggja rekst- ur frystihúsanna. Frá þvi að fiskverð var ákveðið í byrjun árs 1966 og þar til fiskverð var ákveðið nú í ársbyrjun 1967, hafði útgerðarkostnaður aukizt nokkuð og kjör sjó- manna á þorskveiðum versnað i samanburði við aðrar sambærilegar starfsgreinar, þar sem þeir höfðu ekki notið verðlagsbóta á laun. Nauðsyn bar til, að fisk- verð gæti hækkað til þess að jafna þann mismun, sem þannig hafði orðið á kjörum sjómanna á þorsk- veiðum og annarra starfsgreina, og einnig til þess að draga úr áhrifum hækkunar útgerðarkostnaðar. Áður en til ákvörðunar fiskverðsins kom gaf ríkis- sjóður yfirnefnd Verðlagsráðs til kynna, að hún væri reiðubúin að beita sér fyrir þvi, að greidd yrði á ár- inu 1967 8% viðbót á verð landaðs fisks, annars en síldar og loðnu. Með tilliti til þessarar yfirlýsingar ákvað yfirnefndin, að fiskverð skyldi standa óbreytt frá því, sem verið hafði á árinu 1966. Sú viðbót, sem rikisstjórnin vildi beita sér fyrir að greidd yrði, svarar um það bil til hækkunar kaupgreiðsluvísitölu frá því fiskverð var ákveðið í upphafi árs 1966, þar til það var ákveðið nú. Ætlunin er, að þessi viðbótar- greiðsla skiptist þannig, að 5% viðbót verði greidd mánuðina marz og april, en 11% aðra mánuði árs- ins. 1 þessu frumvarpi er farið fram á heimild Al- þingis til þess að inna þessar greiðslur af hendi. Eftir að fiskverð hafði verið ákveðið tók rikisstjórn- in upp viðræður við fulltrúa frystihúseigenda um að- gerðir til stuðnings frystihúsunum. Ríkisstjórnin taldi frá upphafi, að leita ætti lausnar á vandamálum frystihúsanna annars vegar í bættri uppbyggingu iðnaðarins og fjárhagslegri endurskipulagningu hans, en hins vegar í því, að byrðinni af verðfallinu væri að nokkru létt af frystihúsunum. Um þessi tvö atriði liafa viðræður ríkisstjórnarinnar og frystihúsanna snúizt að undanförnu, og hefur í þeim viðræðum náðst samkomulag um þær aðgerðir, sem þetta frum- varp felur i sér. Það samkomulag hafa Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og frystihús á vegum Sambands isl. samvinnufélaga síðan staðfest. 1 sérstöku fylgiskjali er nánari grein gerð fyrir hugmyndunum unt endurskipulagningu lnaðfrystiiðn-

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.