Ægir - 01.05.1967, Page 19
ÆGIR
149
Samandrcgió yfirlit
1966 1965
Flutningaskip Fjöldi Br. rúml. Fjöldi Br. rúml.
_ _ 4 7440
Sementsflutningaskip 1 1041 _
Síldarflutningaskip 1 2462 1 2505
Hvalveiðiskip - - 1 631
Dráttar- og lóðsbátar 1 7 1 27
Skemmtisiglingaskip _ - 1 14
Flóabátur 1 180 _
Björgunarskip 1 139 _ _
Olíuflutningarbátur 1 81 - -
Fiskiskip:
A smíðuð innanlands 3 578 2 108
B — erlendis 11 3245 10 2525
Samtals 20 7733 20 13.250
Farþega- og flutningaskipum fækkaði um fjögur á árinu. Katla og Hekla voru seldar til Grikklands, Skjaldbreið
var seld til Bretlands og Hamrafell var selt til Indlands. Samtals var stærð þessara skipa 14.641 brúttó rúmlest og
munaði þar mest um Hamrafellið, sem var 11,488 brúttó rúmlestir. Togurum fækkaði um fimm. Fylkir og Jón for-
seti voru seldir til Bretlands, Pétur Halldórsson, Akurey og Bjarni Ólafsson voru seldir tilNoregs. Þorsteinn Þorska-
hítur (nú Sigurey) er nú talin með fiskiskipum. Eru þá 32 togarar á skipaskrá, samtals 22.876 brúttó rúmlestir. Af
þessum 32 togurum voru 6 ekki gerðið út síðasliðið ár og 4 voru með minna en 150 úthaldsdaga.
Skip, strikuð út af skipaskrá sl. ár voru 45 að tölu, samtals 19.441 brúttó rúmlestir. Af þeim voru 9 seld úr landi,
samtals 17.982 brúttó rúmlestir, 12 skip sukku eða fórust, samtals 652 brúttó rúmlestir og 24 skip, samlals 807 brúttó
rúmlestir, voru talin ónýt og strikuð út af skipaskrá.
LÖG UM RÁÐSTAFANIR VEGNA
sjAvarútvegsins
(Framhald af bls. 147).
banka, þyrftu einkaaðilar, sem fyrirtækin skulda,
einnig undir vissum kringumstæðum að gefa eftir
skuldir, eða breyta þeim í hlutafé. önnur hlutafjár-
aukning gæti einnig verið nauðsynleg og eðlileg.
7 ímaselning.
Erfitt er um það að segja, hversu langan tima sú
athugun og sá undirbúningur tillagna, sem að fram-
an er lýst, myndi taka, og enn erfiðara er að tíma-
seþa framkvæmd tillagnanna. Nauðsynlegt er þó að
setja sér ákveðin markmið í þessu efni. Athugunin
ætti að hefjast sem allra fyrst, og henni ætti að
Ijúka innan nokkurra mánaða. Ætti þá að reynast
unnt að ganga frá heildartillögum á grundvelli at-
hugunarinnar fyrir lok þessa árs og hefja um leið
framkvæmd tillagnanna. Á hinn bóginn er þýðingar-
mikið, að lánasjóðir og viðskiptabankar fari sem allra
fyrst að miða aðgerðir sinar við þau markmið, sem
athugunin beinist að, og hafi samráð við þá, sem að
athuguninni standa, um lánveitingar sínar á þessu
ári. Mætti í þessu skyni hraða sumum þáttum athug-
unarinnar og einnig beina henni í fyrstu að sérstök-
um stöðum, þar sem skjótra aðgerða er þörf. Með
þessu móti gætu þær ráðstafanir, sem hér eru til
umræðu, þegar farið að hafa nokkur áhrif á yfir-
standandi ári, þótt þeirra gætti ekki að fullu fyrr en
á árinu 1968 eða síðar. Þeim tilmælum verði beint
til lánastofnana, að ekki verði gripið til innheimtu-
aðgerða gegn fyrirtækjum, á meðan athugun á fjár-
hag þeirra fer fram, enda séu ekki fyrir hendi sér-
stakar aðstæður, er geri slíkar aðgerðir nauðsynlegar.
THE BELFAST ROPEWORK COIHPAIMY LTD., Belfast,
IMorður-lrlandi.
Framleiða allskonar kaðla, botnvörpugarn, netja-
garn, seglgarn, bindigarn, fiskilínur, botnvörpur
o. fl., úr manillu, sísal, grasi, mjúkum hampi, Teryl-
ene, Nylon og öðrum þekktum gerfiefnum.
BELFAST-verksmiðjan er stærsta fyrirtæki heims-
ins í sinni grein, og hefur selt framleiðsluvörur sín-
ar til íslands í áratugi.
Einkaumboðsmenn: V. Sigurðsson & Snæbjörnsson h. f.