Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1967, Blaðsíða 8

Ægir - 01.06.1967, Blaðsíða 8
186 ÆGIR Stýr.imannaskólaiium slitið Stýrimannaskólanum í Reykjavík var sagt upp hinn 11. maí í 76. sinn. Við- staddir skólauppsögn voru aílmargir af eldri nemendum skólans. I upphafi gaf skólastjóri, Jónas Sig- urðsson, yfirlit yfir starfsemi skólans á skólaárinu og gat þess jafnframt, að þeir farmenn og fiskimenn, sem nú lykj u prófi, væru hinir síðustu, sem brautskráðust samkvæmt eldri lögum og reglugerðum. Á þessu skólaári komu til framkvæmda ný lög og reglugerðir fyrir Stýrimannaskól- ann. Samkvæmt þeim verða fiskimanna- prófin 2, þ.e. fiskimannapróf 1. stigs, sem tekið er upp úr fyrsta bekk fiskimanna- deildar, og fiskimannapróf 2. stigs, sem tekið er upp úr 2. bekk. Fiskimannapróf 1. stigs veitir skipstjórnarréttindi á fiski- skipum allt að 120 rúmlestum á heimamið- um. Fiskimannapróf 2. stigs veitir hins- vegar skipstj órnarréttindi á íslenzkum fiskiskipum af hvaða stærð sem er og hvar sem er. Farmannaprófin verða 3, þ.e. farmanna- próf 1. stigs, sem veitir sömu réttindi og fiskimannapróf 1. stigs, farmannapróf 2. stigs, sem veitir tímabundin réttindi sem undirstýrimenn á verzlunar- eða varðskip- um, farmannapróf 3. stigs, sem veitir skip- stjórnarréttindi á verzlunar- eða varð- skipum af hvaða stærð sem er og hvar sem er. Síðustu dagana í marz, meðan stóðu yfir skrifleg próf í yngri deildum, var haldið þriggja daga námskeið fyrir eldri deildir, þar sem eingöngu var kennd með- ferð og notkun fiskileitartækja. Kennarar á námskeiðinu voru Hörður Frímannsson, rafmagnsverkfræðingur, og Þorsteinn Gíslason, skipstjóri. Þá fluttu þar fyrir- lestra fiskifræðingarnir, Jón Jónsson og Jakob Jakobsson. Að þessu sinni luku 28 nemendur far- mannaprófi og 44 fiskimannaprófi. Við farmannaprófið hlutu 6 ágætiseinkunn, 17 fyrstu einkunn og 5 aðra einkunn. Við fiskimannaprófið hlutu 7 ágætiseinkunn, 28 fyrstu einkunn, 8 aðra einkunn og 1 þriðju einkunn. Efstur við farmannapróf var Vilmundur Víðir Sigurðsson, 7.68, og hlaut hann verðlaunabikar Eimskipafélags Islands, farmannabikarinn. Efstur við fiskimannapróf var Guðmundur Andrés- son, 7.56, og hlaut hann verðlaunabikar Öldunnar, Öldubikarinn. Hámarkseinkunn er 8. Bókaverðlaun úr verðlauna- og styrktar- sjóði Páls Halldórssonar, skólastjóra, hlutu eftirtaldir nemendur, sem allir höfðu hlotið ágætiseinkunn. Úr farmannadeild: Bjarni Jóhannesson, Guðmundur Kristins- son, Gunnar Örn Haraldsson, Ingvar Frið- riksson, Óskar Þór Karlsson og Vilmund- ur Víðir Sigurðsson. Úr fiskimannadeild: Erlendur Jónsson, Guðmundur Andrésson, Halldór Kristinsson, Jón Már Guðmunds- son, Pétur Hallsteinn Ágústsson, Reynir Jóhannsson og Þórður Eyþórsson. Bóka- verðlaun frá Skipstjórafélagi Islands fyr- ir hámarkseinkunina 8 í siglingareglum við farmannapróf hlutu: Bjarni Jóhannes- son, Gunnar Örn Haraldsson, Ingvar Frið- riksson, Vilmundur Víðir Sigurðsson og Ægir Björnsson. Skólastjóri ávarpaði síðan nemendur og óskaði þeim til hamingju með prófið.Benti hann þeim á ábyrgð og skyldur yfirmanna á skipum og brýndi fyrir þeim að viðhalda þeim fræðum, sem þeir hefðu lært við skól- ann, og tengja þau þeirri reynslu, sem þeir mundu öðlast í starfi. Þá ræddi hann nokkuð þá erfiðleika, sem að útgerðinni steðjuðu nú, m.a. vegna verðfalls sjávar- afurða á erlendum markaði. Benti hann þeim á þýðingu þess að vanda sem bezt meðferð afla, svo að verðmæti hans yrði sem mest. Þrátt fyrir nokkra örðugleika taldi hann, að þeir gætu þó litið björtum augum til framtíðarinnar, skipastóll þjóð- arinnar væri glæsilegur og nóg verkefni

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.