Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1967, Blaðsíða 14

Ægir - 01.06.1967, Blaðsíða 14
192 Æ GIR Síldveiðamar 1966 Eftirfarandi skýrsla um afla báta á sumar- og haustsíldveiðum er að mestu leyti byggð á upplýsingum frá kaupend- um. Þar sem líkur benda til þess, að í sum- um tilfellum hafi gleymzt að tilkynna mót- tekinn afla, verður tækifærið notað til þess að brýna fyrir hlutaðeigandi aðilum, að sýna árvekni í skýrslugjöf, svo að afla- skýrslur megi verða sem allra réttastar, og ná þeim tilgangi sem þeim er ætlaður. Ef litið er yfir síldveiðar ársins má sjá, að Austurlandsveiðarnar lágu niðri frá því seint í janúar fram undir miðjan maí, en á Suðuriandsmiðum veiddist einhver síld alla mánuði ársins, þótt stundum væri magnið óverulegt. I vetrarvertíðarskýrslu, sem birtist á bls. 409—415 í 22. tölubl. Ægis, árið 1966, er að finna samanlagðan þann síldarafla skipa, sem fékkst sunnanlands á tímabil- inu 1. janúar til 31. maí og Austurlands- aflinn í janúarmánuði. Því hefur aflaskýrslan sem hér birtist inni að halda þann afla sem fékkst á Aust- fjarðamiðum frá því í maí til desember- loka, en Suðurlandsaflinn á skýrslunni fékkst á tímabilinu 1. júní til 31. desem- ber. Austurlandsveiðar hófust þann 12 maí, þegar Jón Kjartansson, STJ-111, fékk fyrstu síldina um 150 sjóm. ASA af Seley, og voru veiðarnar stundaðar óslitið eftir því sem gæftir leyfðu fram undir miðjan desember, en þá hættu flestir veiðum og héldu heimleiðis. Af alkunnum orsökum voru aflabrögð á Suðurlandsmiðum rýr, og á þeim slóðum stunduðu vart aðrir bátar veiðar en þeir, sem smæðar vegna eru óhagkvæmir til úthafsveiða. Aflahæsta skip vertíðarinnar var Gísli Árni frá Reykjavík, skipstjóri Eggert Gíslason, sem veiddi 12.692 lestir.Tvö önn- ur skip fengu yfir 10.000 lestir, Jón Kjart- ansson frá Eski- firði og Jón Garð- ar frá Garði. Alls tóku þátt í veiðunum 202 skip með hringnót, meðalstærð áhafn- ar 11,9 menn og meðalafli var 3.620 lestir á 174 úthaldsdögum. Auk þessa reyndu tveir togarar fyr- il' sél' með síldar- Eggert Gíslason. flotvörpu, en ár- Aflahæstur á sildveiðun- , . .um 1966. angur þeirrar til raunar var lítill. Árið 1965 tóku þátt í veiðunum 234 skip, meðalstærð þeirra var 145 rúmlestir, meðalstærð áhafnar 11,4 menn og meðal- afli 2.747 lestir á 163 úthaldsdögum. Þessar meðaltölur ber samt að skoða með töluverðri gagnrýni. Skýrari mynd af hlutunum mætti fá með því, að taka vegin meðaltöl með tilliti til úthaldsdaga, þótt þeir gefi e.t.v. ekki til kynna raunverulega fyrirhöfn við veiðarnar. Um hagnýtingu aflans er það að segja, að á bls. 110 í 6. tölubl. Ægis þessa árs, er að finna nákvæma sundurliðun eftir verk- unaraðferðum, og látið nægja að vísa til greina merktra II, III, V og VI. Aflinn skiptist þannig eftir mánuðum: % Maí ......................... 4.0 Júní ...................... 14.5 Júlí ...................... 10.2 Ágúst ..................... 20.8 September ................. 18.4 Október ................... 12.8 Nóvember .................. 14.2 Desember .................... 5.1 100.0 %

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.