Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1968, Page 3

Ægir - 01.11.1968, Page 3
ÆGIR RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 61. árg. Reykjavík 1. nóv. 1968 Nr. 19 Utgerð og aflabrögð VESTFIRÐINGAFJÓRÐUNGUR september 1968. Afli færabátanna varð yfirleitt heldur rýr í mánuðinum vegna þrálátra ógæfta, en þegar gaf til róðra fékkst oft ágætur afli. Margir færabátanna hættu því róðr- um snemma í mánuðinum. Er þetta lang- samlega lélegasta vertíð hjá færabátunum um árabil. Dragnótabátarnir fengu aftur á móti dágóðan afla fram eftir mánuðinum og sama er að segja um afla togbátanna. Hjá línubátunum var sáratregur afli all- an mánuðinn, 3—4 lestir í róðri. Tveir bátar frá Patreksfirði réru með þorskanet og söltuðu aflann um borð. Fengu þeir báðir ágætan afla, Vestri við Kolbeinsey og Helga Guðmundsdóttir við Vestur- Grænland. I september voru 119 bátar að einhverju leyti við róðra, en margir stopult, sérstak- lega handfærabátarnir. 80 bátar reru með handfæri, 24 með línu, 7 með troll, 6 með dragnót og 2 þorskanet. Varð heildarafli þessara báta í mánuðinum 1968 lestir, en var 1306 lestir á sama tíma í fyrra. Er aflinn á sumarvertíðinni þá orðinn 12.400 lestir, en var 8.846 lestir í fyrra. Er það aukin þátttaka stærri bátanna í veiðun- um, sem veldur þessari aflaaukningu, en þessir bátar stunduðu flestir síldveiðar á s.l. sumri. Afli í einstökum verstöðvum: Patreksfjöröur: Heildaraflinn í mánuð- inum var 252 lestir. 6 bátar stunduðu drag- nótaveiðar, 1 botnvörpuveiðar og 2 neta- veiðar. Af dragnótabátunum var Brimnes aflahæst með 58 lestir í 13 róðrum, Jón Þórðarson aflaði 46 lestir í botnvörpu og Vestri landaði 20 lestum af saltfiski, sem hann fékk í net við Kolbeinsey. Tálknafjöröur: Sæfari var eini bátur- inn, sem reri frá Tálknafirði í mánuðin- um. Hann aflaði 59 lestir í botnvörpu og lagði mestan hluta aflans upp á ísafirði. Bíldudalur: Pétur Thorsteinsson og Andri stunduðu botnvörpuveiðar, og afl- aði Pétur Thorsteinsson 94 lestir, en Andri fékk lítinn afla. 4 trillur fóru nokkra róðra með færi og fengu um 10 lestir. Þingeyri: Nokkrir færabátar stunduðu róðra í mánuðinum og fengu 37 lestir. Flateyri: Þaðan réru 9 bátar með línu og 3 með færi, og varð heildarafli þeirra 155 lestir. Aflahæstir voru Bragi með 44 lestir, Ásgeir Torfason 39 lestir og Hinrik Guðmundsson 23 lestir, en þessir bátar reru allir með línu. Suðureyri: Þaðan reru 3 bátar með línu og 13 með færi, og varð heildarafli þeirra í mánuðinum 176 lestir, en þeim afla var að mestu leyti landað í verstöðvunum við Djúp, þar sem frystihúsin á Suðureyri hættu bæði fiskmóttöku í byrjun mánaðar- ins. Aflahæstir voru Ólafur Friðbertsson

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.