Ægir - 01.11.1968, Blaðsíða 10
ÆGIR
364
meira en í norðausturhluta Atlantshafs-
ins á sama tímabili. Mest af þorskaflan-
um fæst á norðurhluta svæðisins eða bönk-
unum úti af Nova Scotia, Nýfundnalands-
miðum, Labrador og Vestur-Grænlandi.Við
Nova Scotia er talið að séu 4 mismunandi
þorskstofnar og eru þeir allir mikið nýttir.
Þorskveiðarnar við Nýfundnaland eiga
sér langa sögu og litríka og eru með þeim
mestu í heiminum. Á þessu svæði eru 5
mismunandi þorskstofnar: Labrador-Ný-
fundnalands-stofninn, Flemish Cap-stofn-
inn og svo stofnarnir á Stóra Fiskibanka,
St. Pierrebanka og við vesturströnd Ný-
fundnalands. Stærstur er stofninn við
Labrador-Nýfundnaland og fékkst úr hon-
um tæpur helmingur aflans á þessu svæði
á árunum 1960—’66. Það er tiltölulega
stutt síðan að farið var að nýta stofninn
við Labrador og má segja að ekki hefjist
veiðar á honum að neinu ráði fyrr en árið
1960.
Það er erfitt að áætla áhrif veiðanna á
stofninn við Labrador-Nýfundnaland,
bæði vegna þess hve fiskur vex mishratt á
þessu svæði, svo og vegna þess hve óreglu-
leg sóknin hefur verið í Labradorstofninn.
Þó virðist sem veiðin sé þegar komin upp
í 80% af æskilegum hámarksafla eða sé
jafnvel komin yfir mörkin.
Áhrif veiðanna á þorskstofnana fyrir
sunnan þetta svæði eru ekki jafnvel þekkt,
en ýmislegt bendir til þess að dánartalan
af völdum veiðanna sé orðin svo há, sem
æskilegt megi telja.
Veiðarnar við Vestur-Grænland byggj-
ast nú svo til eingöngu á þorski og á seinni
árum hefur þessi eina tegund verið um
90% af heildarveiðinni á þessu svæði. Við
Vestur-Grænland eru tveir þorskstofnar,
norðlægur og suðlægur, ogersásíðarnefndi
einnig við Austur-Grænland og eins og áð-
ur hefur verið nefnt, eru sum árin allveru-
légar göngur úr syðra stofninum við Vest-
ur-Grænland, bæði til Austur-Grænlands
og til íslands.
Þorskveiðin við Vestur-Grænland hefur
verið tiltölulega jöfn undanfarinn áratug
og verið undir og yfir 400 þúsund tonn a
ári. Annars eru all-verulegar sveiflui' i
stærð stofnsins, er orsakast að mestu leyti
af misjafnri stærð hinna einstöku árganga.
Þekking okkar á líffræði stofnsins á þessu
svæði má teljast góð og margt bendir til
þess að stofninn sé ofveiddur og að fást
myndi sama aflamagn og í dag, þótt heild-
arsóknin yrði lækkuð um allt að fjórðung-
Síldin kemur næst á eftir þorskinum i
aflamagni á Norðvestur-Atlantshafinu. Á
tímabilinu 1960—1966 jókst heildaraflinn
úr 180 þúsund tonnum í 425 þúsund tonn.
Á þessu tímabili var hlutur Kanadamanna
45% af heildarveiðinni. Rússar tóku
35% og Bandaríkjamenn 15%. Síldveiðin
fer næstum einungis fram á hafsvæðinu
fyrir utan Nova Scotia og Nýja England.
Á síðustu árum hafa Kanadamenn byrjað
að veiða síld í herpinót og hefur það haft
í för með sér mikla aukningu á veiði þeirra.
Síldarstofnarnir á Nova Scotia-svæðinu
eru ekki taldir vera mikið nýttir. Við NýJa
England eru aðallega tveir stofnar, stofn-
inn í Gulf of Maine, sem nýttur er af
Kanadamönnum og Bandaríkjamönnum og
stofninn á Georgebanka, en hann veiða
nær eingöngu Rússar, Austur-Þjóðverjar
og Pólverjar. Þessi stofn er mun stærri en
stofninn í Maine-flóa, en virðist einnig
vera mjög mikið nýttur.
Þriðji í veiðinni af nytjafiskunum H
þessu svæði er karfinn og hefur heildar-
veiðin verið tiltölulega jöfn eða kringum
220 þúsund tonn á ári á tímabilinu 1960-
’66. Veiðarnar á syðri hluta svæðisins, ser-
staklega Nova Scotia-svæðinu, standa H
gömlum merg og þær einkennast ekki at
hinum miklu árlegu sveiflum, sem eign
sér stað á veiðisvæðunum norðar. Hei
mætti nefna að árið 1958 fann íslenzk
rannsóknar- og leitarskip mjög auðug
karfamið úti af Labi’ador og Nýfundna-
landi og af þeim sökum jókst heildarafla-
magnið á þessu svæði úr 58 þúsund tonn-
um árið 1957 í 159 þúsund tonn árið lðuo
og árið 1959 komst það upp í 246 þúsund