Ægir - 01.11.1968, Blaðsíða 12
366
ÆGIR
tonn, en féll síðan niður í 99 þúsund tonn
árið 1960.
Þetta er ágætt dæmi um hina almennu
þróun í karfaveiðunum yfirleitt. Á nýju
veiðisvæði nær veiðin hámarki á örfáum
árum, vegna þess að hún byggist að lang-
mestu leyti á stofni, sem ekki hefur verið
nýttur áður. Eftir það hraðminnkar bæði
heildaraflinn og aflinn á sóknareiningu og
helzt síðan stöðugur eftir að ákveðnu lág-
marki er náð.
Karfastofninn við Vestur-Grænland
virðist nú vera kominn á síðasta stig þeirr-
ar þróunar, sem hér hefur verið lýst. Á
tímabilinu 1960—’67 minnkaði heildar-
karfaveiðin á þessu svæði úr 60 þúsund
tonnum í 15 þúsund tonn og dagveiði
þýzkra togara af karfa á þessu svæði er
nú einungis 2.2 tonn á móti 8.8 tonnum
árið 1962. Ennþá er ýmislegt á huldu um
líffræði karfans, svo sem endurnýjun
stofnsins og göngur, en allt bendir hins
vegar í þá átt, að karfastofninn við Vest-
ur-Grænland sé nú ofveiddur og það er
áætlað að hámarksafli af karfa frá þessu
svæði geti ekki farið fram úr 25 þúsund
tonnum á ári.
Mestu karfaveiðarnar eiga sér nú stað
við Labrador og Nýfundnland og ætla
menn að þær megi aukast frá því sem nú
er.
Ýsan er fjórða í röðinni af nytjafiskun-
um á þessu svæði, en þó er hún hvorki til
við Vestur-Grænland né Labrador. Fram
til ársins 1965 voru það einungis Banda-
ríkjamenn og Kanadamenn er stunduðu
nokkra ýsuveiði að ráði á Georgebanka og
við Nova Scotia og Nýfundnaland voru
það einungis þessar tvær þjóðir og svo
Spánverjar er þar stunduðu ýsuveiðar. Síð-
asta áratuginn hafa ýsuárgangarnir á
norðurhluta Nýfundnalands verið mjög lé-
legir og af þeim sökum var veiðin komin
niður í 10 þúsund tonn árið 1966 á móti
67 þúsund tonnum árið 1960. Veiðin bygg-
ist að jafnaði aðeins á einum eða í mesta
lagi tveim árgöngum og það eru ekki horf-
ur á góðum árgöngum í bráð.
Árið 1965 byrjuðu Rússar að veiða ýsu
á Georgebanka og jókst veiðin þar mjög
það ár og hið næsta, en 1967 hrapaði afl-
inn niður aftur. Þetta er einna bezt þekkti
fiskstofn á öllu svæðinu og er talið að hann
sé nú alltof mikið veiddur.
Laxveiðarnar við Vestur-Grænland hafa
á undanförnum árum vakið all-mikla at-
hygli og úlfaþyt, þar sem ýmsir hafa látið
í ljós þá skoðun, að veiðarnar myndu
draga úr laxveiðinni í viðkomandi landi,
sérstaklega eftir að merktir laxar fóru að
finnast við Grænland. Síðan árið 1965 hef-
ur laxveiðin við vesturströnd Grænlands
verið nokkuð jöfn, eða um 1200-1300 tonn
á ári, en á seinustu árum hefur komið til
sögunnar nýtt atriði, en það eru úthafs-
veiðar á laxi við Vestur-Grænland, en sams
konar laxveiðar eru nú einnig að þróast
djúpt úti af Noregi og við Færeyjar. Merk-
ingar í Evrópu og Ameríku hafa leitt í
ljós að mestur hluti laxins, sem veiðist við
Grænland, er af kanadiskum uppruna, en
auk þessa hefur fengizt þar lax merktur i
ýmsum löndum, m.a. á íslandi, og lax
merktur við Grænland hefur þegar fengizt
í ám í Kanada, Skotlandi og Irlandi.
Rannsóknir á laxi þeim, sem veiðist við
Grænland, hafa leitt í ljós, að allir höfðu
þeir verið eitt ár í sjó og voru að byrja
annað árið í sjónum. Af þeim sökum get-
ur veiðin við Grænland ekki haft nein
áhrif á þann lax, sem kemur í árnar eftir
eitt ár í sjó. Fiskifræðingar álíta að veiðin
við Grænland geti ekki tekið meira en 100
tonn frá veiði viðkomandi lands heima fyr*
ir, en þó sennilega meira frá Kanada.
Kanadamenn hafa því áhyggjur af þess-
ari veiði, sérstaklega hinni nýbyrjuðu út-
hafsveiði og hafa lagt fram tillögur um að
banna hana algerlega, eða þá að halda
henni innan hæfilegra marka.
Þekking okkar á lífsháttum hinna ein-
stöku fiskstofna á þessu svæði, svo og
áhrifum veiðanna á þá, byggist á víðtækri
alþjóða-samvinnu, sem skipulögð hefur
verið af hinni s.k. Norðvestur-Atlantshafs-
fiskveiðinefnd eða International Com-