Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1968, Side 14

Ægir - 01.11.1968, Side 14
368 ÆGIR Eins og áður hefur verið vikið að, hefur nefndin möguleika til þess að setja ákvæði um hámarksafla fyrir einstakar fiskteg- undir. Þetta er gott og blessað, en í fram- kvæmd myndi það hafa í för með sér skefjalausa samkeppni allra á móti öllum, þar til ársskammtinum væri náð og myndi þá hver liugsa um að ná sem mestu og er hætt við að slík samkeppni hefði í för með sér allverulega aukningu á reksturskostn- aðinum við veiðarnar. Einasta skynsam- lega lausnin að því er snertir skömmtun virðist því vera að úthluta ákveðnum skammti til hinna einstöku þjóða, er veið- ar stunda á svæðinu, en um þetta eru eng- in ákvæði í samningnum og ekki eru hugs- anlegar neinar aðgerðir á þessu sviði, fyrr en samningnum hefur verið breytt og þetta atriði fellt inn í hann. Lögðu Bandaríkjamenn því fram tillögu um þetta á síðasta ársfundi nefndarinnar í London í júní s.l., en nokkrar þjóðir töldu sig ekki geta fallizt á svo mikla breytingu á samningnum án frekari athugana og var málinu frestað til næsta aðalfundar, sem haldinn verður í júní næsta ár. Á sama fundi lögðu Rússar fram tillögu þess efnis, að frysta núverandi heildar- veiði í næstu 3 ár og skyldu hinar ein- stöku þjóðir skuldbinda sig til þess að fiska ekki meira á ári hverju, en þær gerðu að meðaltali þrjú síðastliðin ár. Ekki náði þessi tillaga Rússa heldur fram að ganga. Báðar þessar tillögur sýna að ^róun veiðanna á þessu svæði er farin að valda mönnum all-verulegum áhyggjum. Það er hins vegar mjög erfitt að gera sér grein fyrir hve langan tíma muni taka að koma á skömmtun veiðanna eins og hér hefur verið vikið að, enda uin að ræða ákaflega viðkvæmt atriði, bæði fjárhagslegt ogpóli- tískt. Til þess að gera lesendum nokkra grein fyrir málinu, ætla ég að nefna þær hug- myndir, sem Bandaríkjamenn hafa gert sér um framkvæmt þessa máls: Skömmtun skal einungis sett á veiðar þeirra fisktegunda, sem vísindalega er sannað að séu ofveiddar og skal hún endur- skoðuð á hverju ári með tilliti til fiski- fræðilegrar þekkingar okkar á ástandi fiskstofnanna. Aðeins skal veita 80 % af heildarskammt- inum til þeirra þjóða, sem stunda veiðar a svæðinu, en þau 20% sem eftir eru skal nota fyrir þjóðir er vildu hefja veiðar a svæðinu, eða þá fyrir þarfir strandríkis- ins, eins og getið verður hér á eftir. Skammtur hverrar þjóðar skal miðaðui' við veiðar hennar ákveðið 10 ára tímabih Forréttindi strandríkisins skulu vera eftirfarandi: Taka skal tillit til þeirrar aukningar er strandríkið telur sig geta gert á veiðum sínum og er talið að þau 20%, sem haldið er eftir af heildarskammt- inum eigi að nægja til þess að sjá fyni’ þörfum strandríkisins á þessu sviði. Sé talið nauðsynlegt að minnka heildar- skammtinn, skal minnkun hans hjá strand- ríkinu vera minni en hjáaðkomuþjóðunum. Hvernig samrýmast nú þessar tillögui' Bandaríkjamanna okkar eigin hugmyndum um vernd og hámarksnýtingu fiskstofn- anna, svo og hagsmunum okkarsemstrand- ríkis og þjóðar, sem í raun og veru á allt sitt undir veiðunum? Fyrst er því til að svara, að við erum ekki strandríki á þessu svæði og að veiðai’ okkar þar undanfarin ár hafa verið sára- litlar, þótt þær væru þýðingarmiklar fyrl1’ togaraútgerð okkar fyrir nokkrum árum- Hér er hins vegar um að ræða ákaflega þýðingarmikil veiðisvæði og er okkui' fyllsta nauðsyn á að gæta framtíðarhags- muna okkar þar eftir beztu getu. Einnig' má telja sennilegt, að verði komizt að ein- hverju samkomulagi um takmörkun veið- anna á þessu svæði, yrði það notað sem fyrirmynd um takmarkanir annars staðai’ í N.-Atlantshafi, þegar þess gerðist þörf- Grundvallarsjónarmið í allri okkar fisk- veiðapólitík hefur verið að reyna að tryggja hámarksnýtingu fiskstofnanna við Island. Við erum aðilar að ýmis konar al- þjóðasamtökum um vernd fiskstofnanna og höfum samþykkt margvísleg alþj óðleg

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.