Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1968, Side 15

Ægir - 01.11.1968, Side 15
ÆGIR 369 ákvæði um möskvastærð, lágmarksstærð fisks er landa má o.fl., en stærstu átök okkar á þessu sviði var þó útfærsla land- helginnar árin 1952 og 1958. Þrátt fyrir heillavænleg áhrif beggja þessara aðgerða, teljum við að þörf sé á frekari friðun, t.d. smáþorsks, er sumstaðar elzt upp í all- verulegu magni utan 12 mílna landhelgi, og eru nú í gangi athuganir á því máli. Á árunum 1961—’65 var okkar hlutur í heildarþorskveiðinni við ísland 60% að meðaltali, en meðalársveiðin var 400 þús- und tonn og væri gripið til skömmtunar- aðgerða samkvæmt bandarísku formúlunni bæri okkur því tæplega 240 þúsund tonna ársveiði af þorski miðað við afla okkar á þessu tímabili og þá kannski 80 þúsund til viðbótar, sem strandríki eða alls 320 þús- und tonn á ári. Ég vil þó taka skýrt fram, að mér er ekki kunnugt um að nokkur ríkisstjórn hafi ennþá tekið afstöðu til þessarar til- lögu Bandaríkjamanna og nefni þetta að- eins sem dæmi um hugmyndir manna á þessu sviði. --------------------------------—--------- Frá Verðlagsráði sjávarútvegsins __________________________________________' Verð á síld <il söKunar. Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á síld til söltunar veiddri við Norður- og Austurland, þ. e. frá Rit norður um að Hornafirði, frá 1. október til 31. desember 1968. Hver uppsöltuð tunna (.neð 3 lögum í hring) ......... kr. 505.00 Hver uppmæld tuima (120 lítrar eða 108 kg) ....... — 371.00 Til skýringar skal það tekið fram, að við verð- ákvörðunina hefur þegar verið tekið frá gjald vegna kostnaðar við flutninga sjósaltaðrar síldar af fjarlægum miðum samkvæmt ákvæðum bráða- birgðalaga frá 10. maí 1968. Verðið er miðað við, að seljendur skili síldiimi í söltunarkassa eins og venja hefur verið á und- anförnum árum. Áður en gengið verður frá nokkru sam- komulagi um skömmtun fisks á Norðvest- ur-Atlantshafi, verður þó að koma til al- þjóðlegt eftirlit með þeim friðunaraðgerð- um, sem samþykktar kunna að verða á svæðinu. Hafa farið fram miklar umræð- ur um þetta atriði á alþj óðlegum vettvangi á undanförnum árum og hefur náðst sam- komulag um öll helztu atriði málsins. Með þessu alþjóðlega eftirliti mun verða út- rýmt hinni gagnkvæmu tortryggni, sem átt hefur sér stað hjá ýmsum þjóðum gagn- vart hinum ýmsu friðunarákvæðum, sem komið hefur verið í framkvæmd á undan- förnum árum. Afstaða okkar til þessara mála almennt, mótast mjög af því hve geysilega þjóðin er háð fiskveiðum. Við hljótum að halda fram sérstöðu þj óðarinnar á þessu sviði og að sérstakar reglur verði látnar gilda um ríki, sem ástatt er um eins og okkur, þar sem ákveðið heildarmagn af fiski sem veiða má myndi hafa í för með sér stöðnun á þjóðarframleiðslunni. Þegar gerður er upp síldarúrgangur frá sölt- unarstöðvum, sem kaupa síld uppsaltaða af veiði- skipi, skal viðhafa aðrahvora af eftirfarandi reglum: a. Sé síldin ekki mæld frá skipi, skal síldarúr- gangur og úrkastssíid hvers skips vegin sér- staklega að söltun lokinni. b. Þegar úrgangssiid frá tveimur skipum eða fleiri blandast saman í úrgangsþró söltunar- stöðvar, skal síldin mæld við móttöku til þess að fundið verði síldarmagn það, sem hvert skip á í úrgangssíldinni. Skal uppsaltaður tunnufjöldi margfaldast með 505 og í þá út- komu deilt með 371 (það er verð uppmældr- ar tunnu). Það, sem þá kemur út, skal dregið frá uppmældum tunnufjölda frá skipshlið, og kemur þá út mismunur, sem er tunnufjöldi úrgangssíldar, sem bátunum ber að fá greidda sem bræðslusíld. Þeim tunnufjölda úrgangs- síldar skal breytt í kíló með því að margfalda tunnufjöldann með 108 og kemur þá út úr- gangssíld bátsins talin í kílóum. Hluti söltun- arstöðvar miðað við uppsaltaða tunnu er eins og áður 25 kg.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.