Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1968, Qupperneq 18

Ægir - 01.11.1968, Qupperneq 18
372 ÆGIR ------ Erlendar fréttir v.__________________ Frá Bretlandi ViA'rwA'ur uin snmruua togarafyrirtwkja. Samkvæmt upplýsingum brezkra blaða fara nú fram viðræður milli Endurskipulagningarstofn- unar brezka iðnaðarins, sem er sjálfstæð ríkis- stofnun, og þriggja stærstu togarafyrirtækjanna í Bretlandi um hugsanlega sameiningu togara- reksturs þeirra í eina stóra samsteypu. Þetta nýja fyrirtæki mundi væntanlega hafa yfir að ráða flota 170—180 skipa. Fyrirtækin sem hér um ræðir, eru Associated Fisheries, Ross og Boston Deep Sea Fisheries. Viðræður þessar munu hafa staðið um nokkurt skeið, án þess þó að beinir samningar um ákveðin atriði milli fyrirtækjanna séu hafnir. Tilgangur viðræðnanna samkvæmt áðurnef.nd- um fréttum er að skapa nægilega stórt og sterkt fyrirtæki, sem leyfir fullnægjandi stjórnun með tilheyrandi rekstraráætlunum og rannsóknum og sem þarmeð í fullum mæli getur hagnýtt sér hagkvæmni stærðarinnar. 1 lok s.l. árs réðu umrædd félög um 63% þeirra togara, sem sækja fjarlæg mið, um 28% þeirra, sem skemmra sækja, svo sem að SA strönd ís- lands og til Færeyja, og um 20% þeirra skipa, er einkum stunda veiðar á nálægum miðum. Auk þess eiga þessi fyrirtæki báta, sem stunda dag- róðra eða á annan hátt fiska nærri landi. Associated eiga nú tæplega 80 skip sem mest- megnis stunda fjarlæg fiskimið. Ross samsteyp- an á rúmlega 50 skip, sem skiptast nokkurn veginn jafnt milli hinna þriggja höfuðflokka. Boston Deep Sea eiga um 60, mest smærri skip. Fiskiskipastóll þessarra þriggja fyrirtækja Iandaði á s.l. ári um 66% þess magns, sem landað var frá fjarlægum miðum í Bretlandi. Enda þótt allmikill áhugi ríki á þessu máli i Bretlandi, þarf að leysa mörg vandamál, áður en hugmynd þessi verður að veruleika. Þannig þarf að finna aðferð til að meta um- rædd skip til verðs. Eins og kunnugt er á brezk togaraútgerð almennt við mikla örðugleika að stríða. Kemur sú staðreynd til með að hafa áhrif á verðmætismat á skipum í hinum ýmsu flokkum- Ætlunin er, að einungis verði um útgerðar- rekstur að ræða. Þarmeð þurfa Ross og Asso- ciated að skilja útgerð frá öðrum rekstri. Boston Deep Sea er aftur á móti eingöngu útgerðarfyru'" tæki. Vandamálið í þessu tilfelli er að fá fyrir- tækin til að afsala sér nokkru af óskertum yfir' ráðarétti sínum um rekstur skipanna í þmrrl von, að sameiningin undir sérstakri sterkri stjorn bæti rekstursaðstöðu skipaflotans. Þá þarf að sannfæra einokunarnefndina, sem á sínum tíma neitaði Ross og Associated m11 leyfi til að sameinast. Ástæðan fyrir þein1 neitun var ótti við þá aðstöðu, sem samsteyPan mundi hafa í fiskveiðum en þó einkum fram- leiðslu og dreifingu sjávarafurða. Sá samsteypa togaraútgerðar, sem hér urn ræðir mundi hinsvegar fyrst og fremst beinast að útgerð en hvorki framleiðslu né verzlun. Er þaö trúlega von þeirra, sem að viðræðum þessum standa, að þarmeð þyki einokunarnefndinni ekki ástæða til afskipta. Hugsanlega mun öðrum togarafyrirtækjum gefinn kostur á að ganga í þessa samsteypu e af henni verður. Umræður þessar hafa vakið mikla athygú 1 Bretlandi og yfirleitt fengið hagstæðar undirtekt- ir. Þó telja ýmsir, þ. á m. samtök togaraeigenda, að þessar aðgerðir einar nægi ekki til að leysa vandamál útgerðarinnar; einnig þyrfti að leV®a ýmis vandamál í sambandi við landanir og soiu ferskfisks. Einkasalar hér á landi fyrir hin heimsþekktu „Lion“ vélaþétti. Framleiðendur: James Walker & Co. Ltd., Woking, England.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.