Ægir - 15.11.1970, Blaðsíða 8
330
ÆGIR
8------------------------------------8
Erlendar fréttir
8------------------------------------0
Frá Sovétríkjunum
Hér fara á eftir tvær greinar, sem Ægi hafa
borizt frá Sovétríkjunum. Fjallar sú fyrri um
rannsóknarstörf og tilraunir á sviði fiskiræktar,
þ. e. kynblöndun tveggja styrjustofna, en styrjan
hefur talsverða efnahagslega þýðingu í Sovét-
ríkjunum, en eins og kunnugt er eru hrogn henn-
ar notuð í hinn víðfræga rússneska kavíar, sem
ekki hver sem er hefur ráð á að neyta.
Hin greinin fjallar um gerð reiknilíkans til að
ákvarða stærð fiskstofna og kanna áhrif ýmissa
þátta á afkomu stofnsins. Gerð slíkra líkana hef-
ur færzt mjög í vöxt undanfarin ár en eftir að
tölvur komu til sögunnar hefur reynzt framkvæm-
anlegt að taka með í reikninginn mikið magn af
upplýsingum. Hefur notagildi líkananna vaxið í
hlutfalli við aukna þekkingu á gerð þeirra og
úrvinnslumöguleikum. M. a. nota mörg stærri
fyrirtæki þessa tækni við gerð áætlana um fjár-
festingu og rekstur og kanna áhrif ýmissa að-
stæðna á fyrirtækið.
Þessi tækni hefur víða verið notuð við mat á
fiskstofnum. Er í því sambandi rétt að geta, að
Bandaríkjamenn hafa gert líkan af lúðustofni
sem heldur sig í Kyrrahafinu. Hefur líkan þetta
reynzt vel til þess, og er það nú m. a. notað tiT
að ákvarða aflamagn á hverju ári.
Væri vert að reyna að setja upp áþekkt líkan
fyrir íslenzka fiskstofna þar sem þegar er fyrir
hendi mikið magn af upplýsingum, um ýmsa
stofna til að moða úr. Mætti með þessu móti fá
veiðihorfur úr einstökum stofnum eitthvað fram
í tímann, en það hefur mikla þýðingu gagnvart
fjárfestingu og öðrum efnahagslegum ráðstöf-
unum til lengri tíma. Jafnvel þótt útkomunni
skakki talsvert mikið til eða frá, er það engu að
síður betra en engar upplýsingar.
J. Bl.
Reiknilíkau fyrir aflaspn.
Það er sagt að ekki verði fiskurinn talinn i
sjónum. En er það nú rétt? Það er komið á dag-
inn, að málshátturinn gamli er úreltur. Nú á
dögum er ekki aðeins hægt að telja fiskafjöld-
ann í tilteknu vatni, það er m. a. s. hægt að ákveða
aldur þeirra og þyngd. Og ekki aðeins þeirra,
sem eru á sundi í viðkomandi vatni núna, heldur
jafnvel þeirra sem verða á lífi eftir ár, eftir fimm
ár eða tíu. Neðansjávarhjarðimar eru orðnar
sýnilegar næstum því jafngi'einilega og fjár-
hjarðir í högunum. Óteljandi fiskfjöldi hefur
birzt fyrir augum líffræðinga og stærðfræðingo.
Það er samvinna tveggja vísindagreina, sem hef-
ur leitt til þess, að fiskurinn er nú sýnilegur í
djúpunum og í tímanum.
í líffræðideild Vísindaakademíu Sovétríkjanna
í Úral kynntist ég V. S. Smirnof doktor í líffræði
og E. D. Gurvitsj verkfræðingi sem persónugera
hér samvinnu líffræði og stærðfræði. Samstarf
þeirra að undanförnu hefur leitt til þess, að þciv
sköpuðu í sameiningu stærðfræðilegt líkan af
þróun og breytingum á stofni laxategundarinnav
„erjapuska“ í Obfljóti.
Stærðfræðingar hafa sínar hugmyndir uin
líkön. Líkön þeirra eru ekki smáeftirmyndir af
vélum eða einhverjum fyrirbrigðum, heldur for-
múlur, keðja af jöfnum. í stað hinna og þessava
tákna setja þeir ákveðnar þekktar staðreyndir
og þá getur stærðfræðilíkanið gefið nákvæma
mynd af þróun fiskstofnsins. Og það sýnir hana
nákvæmlega með tilliti til lífsskilyrða og breyt-
inga í umhverfi fisksins. Forsendurnar eru stað-
reyndir sem líffræðilegar rannsóknir hafa leitt
í ljós. Af niðurstöðum þeirra má draga upp mynd
af ástandinu eins og það er t. d. í mynni Ob,
og þar kemur fram bæði þéttleiki og magn gróð-
urs og lífvera í fljótsmynninu.
Þessi stærðfræðilega mynd er síðan sett í tölvu,
sem „leikur“ framvinduna í tíma, og „spáir“
fyrir framtíðina, dregur upp mynd af líklegii
framvindu þeirra tegunda sem verið er að rann-
saka. Úr tölvunni fá vísindamenn síðan pappírs-
strimil sem er þéttsettur tölum. Úr þessum töl-
um má síðan lesa fjölda fiskanna, þunga þeirru
og aldur. Og spáð er fyrir hvert ár sérstaklega
mörg ár fram í tímann, t. d. næsta áratug.
Þannig er dregin upp mynd af framtíð þes3-
arar tegundar í Ob, sem er stöðugum breytingum
undirorpin í samræmi við lögmál líffræðinnav.
Og af þessari mynd má dæma um allt sem er að
gerast og muni gerast við hin raunverulegu skil-
yrði í djúpunum.
Ákvarðað er hve fiskurinn vex hratt og þrosk-
ast í sumarbyrjun, þegar hann tekur út örastan
þroska. Reiknað er út hvernig hinir ýmsu aldurs-
flokkar fisksins eru háðir ætinu í umhverfi han£-
Reiknað er út hve hrygning verði mikil 1 sam-
ræmi við fiskafjölda í hinum þroskaðri árgöng-
um. Reikna má út hve mikil hrygningin verði a
hverju ári og hve mörg seiði komist upp og hve
mikið þau þroskist og þyngist á hverju ári.
En eru forspár tölvunnar réttar? Getur ekki
verið að henni skjátlist og hið stærðfræðilega likau
sé ekki í samræmi við veruleikann? Vísindamem1.
lögðu til gvundvallar líffræðilegar staðreyndir
um ástand fisksins síðastliðin 25 ár og mötuðu
tölvuna á þeim og létu hana segja fyrir um
ástandið eins og það er nú. Niðurstöðumar voru
síðan bornar saman við skýrslur fiskirannsókn-
arstöðvarinnar á sama tímabili. Frávikið vari>
aldrei meira en 10 prósent á annan hvom veg-
inn. Það er ekki sem verstur árangur..