Ægir

Árgangur

Ægir - 15.11.1970, Blaðsíða 9

Ægir - 15.11.1970, Blaðsíða 9
ÆGIR 331 Hið stærðfræðilega líkan veitir möguleika á því að gera árlega áætlun um hina heppilegustu fiskvinnslu, að gera nákvæma vísindalega áætl- un um fiskveiðar. Líffræðin hefur safnað ótölulegum grúa af staðreyndum, segir V. S. Smirnof, og getur stund- um ekki hagnýtt sér þær með nægilega góðum árangri. Til þess þyrfti of mikið vinnuafl og tíma. Tölvur hafa margfaldað möguleika líffræð- innar og fengið vísindamönnum í hendur tæki sem þeir geta notað til að leysa fljótt og réttilega hin flóknustu vandamál. APN. Kynblöiidnn slyrjiiimar. Enginn hópur dýra er gæddur þeim eiginleika í eins ríkum mæli og fiskar að kynblöndun milli mismunandi tegunda komi fyrir án þess að mað- urinn grípi inn í. En oftast nær hefur kynblönd- un í för með sér, að þeir hætta næstum því eða alveg að auka kyn sitt. Sannleikurinn er sá, að tegundirnar hafa smám saman einangrazt, og milli þeirra hefur risið ein- hvers konar ósýnilegur veggur, sem hindrar þá £ að æxlast frjálst. Þessi einangrun stafar af mismunandi venjum, heimkynnum og ýmsum öðr- um aðstæðum. En slík einangrun er ekki alltaf trygging fyrir því, að kynblöndun geti ekki átt sér stað. Þess vegna myndast ný hindrun, sem er fólgin í því, að kynblendingarnir hætta að æxlast á eðlilegan hátt og líkumar á kynblöndun milli mismunandi kynblendinga verða hverfandi. En þegar fyrrnefnda hindrunin hefur gert sítt gagn, er sú síðarnefnda oftast óþörf. Litningar hinna mismunandi tegunda, sem blandast, ákvarða það hvort kynblendingurinn verður ófrjór eða frjósamur. Sovézku vísinda- konurnar N. A. Timofejeva og E. V. Serebrja- kova hafa komizt að athyglisverðum niðurstöðum varðandi afstöðuna milli litninga ýmissa styrju- tegunda og kynblendinga þeirra. Það kom í ljós, að sjóstyrjan, sem er aðallega sjávarfiskur, og smástyrjan sem aðallega heldur sig í ám, hafa líkan litningafjölda og litningagerð, þótt þessar tegundir séu af mismunandi ættum. Sjóstyrjan, sem er stór fiskur og getur vegið allt að 1,5 lestum er af Husonættinni, en smástyrjan af Acipens- ættinni. Smástyrjan hefur hins vegar allt aðra litningagerð og litningafjölda en aðrar tegundir af Acipensætt. Þess vegna eru blendingar af styrju og smástyrju ófrjórri en blendingar af sjóstyrju og smástyrju. Blendingar af styrju og smástyrju eru tiltölu- lega algengir, en hins vegar blandast sjóstyrjan aldrei smástyrjunni, án þess að maðurinn grípi inn í æxlunina. Þegar eiginleikar sjóstyrju og smástyrju bland- ast saman, koma fram kynblendingar, sem geta lifað bæði í söltu og ósöltu vatni og vaxa þar að auki miklu hraðar en smástyrjan. Jafnvel í tjörn- um með lélegu æti, þar sem vaxtarskilyrði eru slæm, eru slíkir kynblendingar orðnir % kg. að meðaltali eftir 2 ár, en smástyrjan nær hins vegar ekki þeirri þyngd fyrr en eftir 5—6 ár. Eftirlætisfæða kynblendinganna er framan af ævinni fiðrildalirfur, en síðar þróast rándýrs- eiginleikarnir, sem þeir erfa frá sjóstyrjunni, og þeir byrja að nærast á stærri dýrum eins og froskum og smáfiskum. Ennfremur býr þessi kynblendingur yfir þeim eiginleika að verða snemma kynþroska. Hjá sjóstyrjum verða karl- fiskarnir kynþroska eftir 16 ára aldur, en kven- fiskarnir eftir 12 ára aldur. Hjá kynblending- unum eru kvendýrin orðin kynþroska 4 ára og karldýrin 2—3 árum síðar. Árið 1963 var 41.300 kynblendingsseiðum sleppt út í mynni Don. Asov-fiskveiðistofnunin rann- sakaði náið atferli fiska á þessu svæði, m. a. kynblendinganna. Það kom í Ijós, að kynblend- ingarnir héldu sig fyrst í stað í Don, en eftir nokkrar vikur færðu þeir sig yfir í Taganrov- víkina á Asovshafi. Þeir voru 16,4% af öllu ung- viði af styrjutegund í eystri hluta víkurinnar, þar sem saltmagn sjávarins er minna. Það er athyglisvert, að kynblendingarnir líktust báðum foreldrum sínum ekki bara í útliti heldur lika hvað heimkynni snerti. Smástyrjan heldur sig £ Don og sjóstyrjan í Asovshafi, en kynblending- arnir völdu sér heimkynni i Taganowikinni. í Taganowík er gott og mikið æti og því vex fisk- urinn hratt. Eftir hálft ár vegur hann að meðai- tali 0,5 kiló, eftir 1 ár voru sumir þeirra orðnir 1 kg. og eftir hálft annað ár voru þeir orðnir 2—3 kíló. Sovézkir vísindamenn mæla eindregið með rækt- un þessarar tegundar, þar sem hún gefur miklar vonir efnahagslega séð og leysir ennfremur ýmis vandamál í sambandi við hrygningu í ánum, en þau eru að verða mjög aðkallandi vegna raforku- veranna sem hafa truflandi áhrif. APN. Skipastól Sovólríkjanna. Sovézki fiskiskipastóllinn er nú orðinn nær 6 millj. brúttórúmlestir. Heildarfiskafli þein-a nemur rúmlega 6 millj- ónum lesta á ári. Áætlað er að 3500 til 4000 stór skip landi 90% heildaraflans, en 10% komi frá skipum, sem einvörðungu stunda veiðar á grunn- miðum. í Sovétríkjunum eru uppi áætlanir um að smíða um 1500 fiskiskip á næstu fimm árum. Skip þessi verða smíðuð í skipasmíðastöðvum margra landa, auk Sovétríkjanna sjálfra, svo sem í báðum hlut- um Þýzkalands, Póllandi, Japan, Englandi, Hol- landi, Finnlandi og Norðurlöndum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.