Ægir

Árgangur

Ægir - 15.09.1974, Síða 5

Ægir - 15.09.1974, Síða 5
RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 67.ÁRG. 14.TBL. 15. SEPT. 1974 Flest orkar tvímælis EFNISYFIRLIT: Plest orkar tvímælist þá gei-t er 261 Hans G. Andersen sendiherra: Fiskveiðimörk íslands og hugtakið efnahagslög- saga 262 Minningarorð: Loftur Bjamason útgerð- armaður 271 Útgerð og aflabrögð 273 Erlendar fréttir: Brýnt verkefni 277 Útfluttar sjávarafurðir í júlí 1974 og 1973 278 Ný fiskiskip: Vingþór NS 341 280 ÚTGEFANDI: FISKIFÉLAG [SLANDS HÖFN. INGÓLFSSTRÆTI SÍMI 10500 RITSTJÓRN: MÁR ELlSSON (ábm.) JÓNAS BLÖNDAL AUGLÝSINGAR: GUÐMUNDUR INGIMARSSON UMBROT: GlSLI ÓLAFSSON PRENTUN: [SAFOLD ÁSKRIFTARVERÐ 750 KR ÁRGANGURINN KEMUR ÚT HÁLFSMÁNAÐARLEGA þá gert er AUir eru sammála um, að það þurfi að hafa stjórn á fisk- veiðum til að vernda fiskstofn- ana fyrir ofsókn. Menn grein- ir hins vegar á um það, hvaða leiðir eigi að velja, og hverjir eigi að hafa stjórnina með höndum. Eðlilegt sýnist að fiskifræðingar séu áhrifamikl- ir í þessari stjóm, en þar sem inn í málið blandast ýmis fél- agsleg sjónarmið, er vonlegt að ýmsir fleiri aðilar telji sig þurfa að hafa hönd í bagga með þeim. Undir flestum kringumstæðum verður það því uppgjör milli margvíslegra sjónarmiða og hagsmuna til hvaða ráða gripið verður hverju sinni. Samkvæmt hinni nýju fiskveiðilöggjöf, sem samþykkt var á Alþingi haust- ið 1973 eftir miklar og harðar fæðingahríðir, og loks tangar- íæðingu þegar hvorki gekk ná rak, er Hafrannsóknastofnun- inni fengið all mikið vald til stjómunar veiðunum, þó að samþykki sjávarútvegráðherra þurfi jafnan til aðgerðanna. Fiskifræðingum er áreiðan- lega mikill vandi á höndum að gæta nægjanlegrar friðunar með sem minnstum óþægind- um og fjárhagstjóni fyrir þá, sem friðunin bitnar mest á hverju sinni. Hér er ekki verið að leggja dóm á neina einstaka eða tiltekna framkvæmd, held- ur einungis verið að benda á þann vanda, sem Hafrannsókn- arstofnuninni sé á höndum í þessu efni. Skyndiaðgerðir í friðunarmálum geta komið illa við marga aðila og oft þá sem sízt mega við því. Það er áreið- anlega mjög nauðsynlegt, að reynt sé að forðast að stöðva flota, sem er fullbúinn til veiða. Menn eru búnir að eyða tíma sínum og fjármunum eða stofna til skulda við undir- búninginn, og þá er ógott, ef það kemur að sunnan skipun um að ekki megi hefja veið- ar á áður leyfðum tíma. Ekki dugir þó að skirrast við slíku, ef um ótvíræða nauðsyn er að ræða til friðunar. Sú spurning vaknar hins vegar, þegar frið- að er til almennings heilla, og friðunin bitnar á fámennum hópi fiskimanna, hvort ekki eigi þá að bæta þeim skaðann af almannafé og í hvaða mæli það eigi að vera, og þyrfti máski að endurskoða þá lög- gjöf, sem fyrir er með hlið- sjón af því að skyndifriðanir verði tíðari en verið hefur.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.