Ægir

Årgang

Ægir - 15.09.1974, Side 8

Ægir - 15.09.1974, Side 8
svæðum innan endimarka landgrunnsins við ísland. í athugasemdum við frumvarpið að lögunum er að finna öll þau atriði, sem eru grundvöllur stefnu ríkisstjórna Islands í þess- um málum. 1 fyrsta lagi að sjálf landhelgin skuli ekki færð út vegna fiskveiðanna til þess að siglingafrelsi sé ekki heft. I öðru lagi, að sérstök lögsaga yfir fiskveiðum utan land- helgi sé nauðsynleg. I þriðja lagi, að víðátta þeirrar lögsögu skuli miðuð við þær aðstæð- ur, sem máli skipta á staðnum. Og í fjórða lagi, að landgrunnssvæðið beri að skoða sem eina umhverfisheild. Sjónarmið þessi voru end- urtekin þráfaldlega á þeim árum, sem fóru í hönd. Það er ljóst, að með lögunum frá 1948 var lagður lagalegur grundvöllur fyrir út- færslu fiskveiðimarkanna innan tiltekins ramma, þ. e. landgrunnssvæðisins. Stefnan var að færa út fiskveiðimörkin innan þess ramma með hliðsjón af þróun þjóðaréttarins. Útfærsla fiskveiðimarkanna í 4 mílur á ár- unum 1950 og 1952, í 12 mílur árið 1958 og í 50 mílur 1972 var í öllum tilvikum byggð á landgrunnslögunum frá 1948 og fól í sér framkvæmd í áföngum með hliðsjón af þróun alþjóðalaga. IV Hitt atriðið, sem ég vék að, var, að mál- inu skyldi framfylgt á alþjóðavettvangi. Það var ljóst, þegar lögin frá 1948 voru sett, að framkvæmd þeirra myndi ekki samrýman- leg samningnum frá 1901 og að nauðsynlegt væri að vinna ötullega að þróun þjóðarrétt- ar. Samningnum frá 1901 var því sagt upp árið 1949 í samræmi við ákvæði hans sjálfs og féll hann úr gildi árið 1951. Ennfremur flutti sendinefnd íslands á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna tillögu um, að alþjóða- laganefndinni skyldi falið að fjalla um haf- réttarmálin í heild. Tillaga þessi var samþykkt og alþjóðalaganefndin vann að þessu verk- efni fram til ársins 1956, þegar hún skilaði skýrslu sinni til Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Árið 1951 kvað Alþjóðadómstóllinn upp dóm í fiskveiðimáli Breta og Norðmanna. Hið beina grunnlínukerfi Noregs var þar staðfest og samþykkt. Einungis lögmæti grunnlínukerf- isins var til úrskurðar, því að Bretland hafði ekki mótmælt fjögurra mílna landhelgi Nor- egs. Um þá skoðun Breta, að 10 mílna regla í flóum væri áskilin að alþjóðalögum, sagði dómstóllinn: „Dómstóllinn telur nauðsynlegt að taka fram, að enda þótt 10-mílna reglan hafi verið tekin upp af sumum ríkjum bæði í löggjöf þeirra og samningum og enda þótt hún sé notuð i nokkrum gerðardómum varðandi þessi ríki, hafa önnur ríki notað önnur mörk. 10-milna reglan hefur því ekki öðlast gildi almennrar reglu þjóðaréttar." Þar sem dómstóllinn sagði þetta um annað höfuðatriðið í 1901-kerfinu, virðist mega telja, að svipuð sjónarmið mundu þá einnig hafa gilt um hitt höfuðatriðið, þ. e. þriggja mílna regluna. Hvað sem því líður, voru fiskveiðimörk Islands, sem þegar árið 1950 höfðu verið færð út í fjórar mílur frá bein- um grunnlínum fyrir Norðurlandi, færð út árið 1952 í fjórar mílur frá beinum grunn- línum umhverfis landið. Svo sem áður segir, starfaði alþjóðalaga- nefndin að hafréttarmálum frá 1949 til 1956. Á þessu tímabili sendi nefndin ríkisstjórn- um við og við frumdrög til umsagnar. Rikis- stjóm íslands notaði þessi tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við nefndina. Þannig sendi ríkisstjórn íslands nefndinni svohljóðandi athugasemdir hinn 5. maí 1952: „2. Skoðunum ríkisstjórnar íslands varð- andi lögsögu yfir fiskveioum má lýsa þannig á grundvelli fenginnar reynslu: Rannsóknir á íslandi hafa greinilega leitt í ljós, að landið hvílir fótstalli eða land- grunni, sem í útlínum sínum fylgir lögun landsins sjálfs, en síðan tekur við dýpi út- hafsins í eiginlegum skilningi. Á þessum stalh er að finna ómetanleg fiskimið og hrygning- arstöðvar, sem íslenzka þjóðin byggir afkomu sína á. Landið sjálft er hrjóstrugt og flytja verður inn nær allar lífsnauðsynjar og greiða fyrir þær með útflutningi sjávarafurða. Ma með sanni segja, að fiskimiðin undan strönd- um sé ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir íslenzku þjóðina, því að þau gera landið byggilegt- Ríkisstjórn Islands telur sér heimilt og raun- ar skylt að gera allar nauðsynlegar ráðstaf- anir á einhliða grundvelli til að varðveita þessar auðlindir og gerir það svo sem fram kemur í hjálögðum fylgisskjölum. Ríkisstjórn- in telur það fráleitt, að hægt sé að meina 264 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.