Ægir

Árgangur

Ægir - 15.09.1974, Blaðsíða 13

Ægir - 15.09.1974, Blaðsíða 13
veiðum innan ótiltekinnar fjarlægðar, en síð- ar var tekið fram, að átt væri við 200 míl- ur. Alsír, Cameroon, Ghana, Ivory Coast, Kenya, Líberia, Madagaskar, Mauritius, Sene- &al og Sierra Leone, Sómalía, Súdan, Túnis og Tanzanía fluttu tillögu um 200 mílna efna- hagslögsögu og 10. ágúst 1973 flutti Pakistan tillögu um 200 mílna efnahagslögsögu. Yfirlýsingar og tillögur í undirbúnings- nefndinni hafa sýnt, svo ekki verður um villst að mjög viðtækur stuðningur er nú fyrir hendi í öllum hlutum heims við efna- hagslögsögu strandríkisins allt að 200 míl- um — í Mið- og Suður-Ameríku, Kanada, Afr- íku, Ástralíu, Asíu, Noregi og íslandi. Hafa verður í huga, að fjöldi þeirra ríkja, sem styðja þessar hugmyndir, er miklu meiri en fjöldi þeirra ríkja, sem formlega hafa flutt tillögur. Enginn vafi leikur því á því, að þriðja hafréttarráðstefnan mun miða störf sín við allt aðrar forsendur en ráðstefnurnar 1958 og 1960. Þróun þjóðaréttar hefir verið mjög hraðfara á undirbúningsstiginu og enda þótt á hinum fyrri ráðstefnum hafi mest fylgi verið við 12 mílna mörk, verður þriðja ráðstefnan að byggja starf sitt á þessari þróun. Aðalverkefni hennar verður að setja í samningsform efnahagslögsöguhugtakið, sem nú þegar hefur stuðning meirihlutans. Kröf- ur eru einnig fyrir hendi um yfirráð strand- ríkisins yfir hafsbotni umfram 200 mílur, svo og kröfur landluktra ríkja og þróunarríkja á sama svæði um réttindi innan efnahagslög- sögu. Engu að síður hlýtur meginreglan um efnahagslögsögu allt að 200 mílum að verða óumflýjanlegur hornsteinn í hinu nýja kerfi, sem nú hefur þróast. VII 1 réttarhöldunum fyrir alþjóðadómstólnum hafa ríkisstjómir Bretlands og Sambandslýð- veldisins Þýzkalands sett fram rök sín gegn lögmæti hinnar íslenzku reglugerðar frá 1972 Um 50 mílna fiskveiðimörk. Rökin eru svipuð hjá báðum aðilum. Að meginstefnu til er þar um tvö aðalatriði að ræða: Fyrra atriðið er, að fiskstofnar á íslands- svæðinu hafi verið mjög úthaldsgóðir og að þeir séu ekki í hættu. Ef hins vegar sé hægt að sýna fram á annað með vísindalegum rök- um þá sé það mál, sem fjalla beri um í tví- hliða samningum eða öllu heldur á vegum Norðaustur- Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar Þessi röksemd er ekki rétt. í fyrsta lagi er berum orðum tekið fram í samningnum um ofangreinda nefnd, að engin ákvæði hans hafi áhrif á skoðanir samningsaðila varðandi víðáttu landhelgi eða fiskveiðimarka. Ríkis- stjóm íslands gerði raunar fyrirvara þegar við fullgildingu sína á ofveiðisamningnum frá 1946 um að aðild íslands gæti ekki komið í veg fyrir framkvæmd landgrunnslaganna frá 1948. Sömu sjónarmið komu fram í ákvæðum samningsins um verndun fiskimiða í Norð- vestur-Atlantshafi (ICNAF) frá 1949 og samningnum varðandi Norðaustur-Atlants- hafið (NEAFC) frá 1959. Það er því ljóst, að Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndin er ekki sá aðili, sem ákveður fiskveiðimörk. Enn- fremur verður að leggja áherslu á, að hér er grundvallaratriðið ekki verndun fiskstofna. Af Islands hálfu hefir við fjölmörg tækifæri verið tekið fram, að ekkert sé því til fyrir- stöðu, að virtar séu alþjóðlegar meginreglur um verndun fiskstofna, einnig innan fisk- veiðimarkanna, og að styrkja beri starfsemi svæðastofnana á því sviði. Það er staðreynd, að verndarreglur þær, sem gilda innan íslensku fiskveiðimarkanna eru miklu strangari en þær reglur, sem fiskveiðinefndin miðar við. Hins vegar er villandi að tala um þolgæði fisk- stofnanna við ísland á grundvelli aflaskýrslna yfir langt tímabil. Alveg er þá horft fram hjá því, að tiltekinn afli krefst nú meiri fyrir- hafnar en áður var. Togarar nota nú margs- konar leitartæki og veiðitækni þeirra er nú miklu hagkvæmari en áður. Sú staðreynd, að þessi aukna veiðitækni hefur ekki leitt til meiri afla en áður, sýnir þegar öllu er á botn- inn hvolft, að fiskstofnarnir hafa rýrnað. En það sem um er að ræða hér er raunar ekki spurningin um verndarráðstafanir. Það, sem skiptir máli hér, er spurningin um hlutdeild í hagnýtingu auðlinda. Með öðrum orðum má segja, að allir geti verið sammála um, að innan tiltekinnar fjar- lægðar frá ströndum hafi strandríkið öll rétt- indi til veiða, en útlendingar engin. Spurningin er — og hefur alltaf verið — innan hvaða fjarlægðar? Það er kjarni málsins. Gera verð- ur glöggan greinarmun á verndarráðstöfunum annars vegar og hagnýtingu eða hlutdeild í hagnýtingu hins vegar. Spurningin um fisk- veiðimörk varðar ekki aðeins verndarsjónar- mið sem slík, heldur fyrst og fremst hagnýt- ÆGIR — 269

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.