Ægir

Volume

Ægir - 15.09.1974, Page 15

Ægir - 15.09.1974, Page 15
Minningarorð: t Loftur Bjarnason útgerðarmaður Við lát þess mæta manns, Lofts Bjarna- sonar, á íslenzkur sjávarútvegur á bak að sjá einhverjum sinna dugmestu athafnamanna og traustasta fulltrúa. Loftur Bjarnason útgerðarmaður lézt í Landsspítalanum aðfararnótt 15. júlí s. 1. eftir stutta sjúkdómslegu, 76 ára að aldri. Loftur rak um árabil umfangsmikla útgerð og var Þjóðkunnur fyrir störf sín á því sviði svo og fyrir félagsmálastörf innan sjávarútvegsins. Loftur fæddist á Bíldudal 30. apríl 1898. For- eldrar hans voru Bjarni Loftsson kaupmaður Þar og kona hans Gíslína Þórðardóttir. Loftur stundaði sjómennsku frá 12 ára aldri, og tók farmannapróf frá Stýrimannaskólanum 1916. Eftir það var hann stýrimaður á farskipum í nokkur ár. 1926 fluttist Loftur til Hafnar- fjarðar og setti á stofn fiskverkunarstöð, sem hann rak ásamt Geir Zoéga í 14 ár. Hann var einn af stofnendum útgerðarfélagsins Júní 1927, Útgerðarfélagsins Júpiter 1929 og Marz 1940. Framkvæmdastjóri Júpiters var hann til 1940 og Marz til 1945. Þá var hann einn af stofnendum útgerðarfélagsins Venusar 1936 og framkvæmdastjóri þess til dauðadags. Loftur var einn af stofnendum Hvals h.f. 1947, for- maður frá byrjun og framkvæmdastjóri frá 1950. Loftur Bjarnason starfaði mikið að félags- málum. Hann var bæjarfulltrúi í Hafnarfirði 1934-50. í stjórn Landssambands ísl. útvegs- manna 1944-1973, varaformaður frá 1947. í stjórn Félags ísl. botnvörpuskipaeigenda 1948- 73, þar af formaður frá 1959. í stjórn Sölu- sambands íslenzkra fiskframleiðenda sat Loft- ur um áraraðir. Þá átti hann einnig sæti í stjórn Hafrannsóknastofnunarinnar. Loftur var heiðursfélagi Fél. ísl. botnvörpuskipaeig- enda. Ótalin eru önnur afskipti Lofts af félags- málum utan sjávarútvegsins. Þessi upptalning á afrekum framkvæmda- mannsins Lofts Bjarnasonar segir mikið, en þó ekki nær allt. Hún sýnir dugnað hans og ósér- hlífni og hún skýrir að sínu leyti það traust, er samferðamenn hans og samstarfsmenn báru til hans. Og öll þessi. störf rækti hann af al- kunnri skyldurækni. Farsæll var hann og ráð- hollur. Aðra eiginleika hafði hann, sem ekki er minna um vert, frábært skopskyn, góðvild og orðheldni. Orð Lofts Bjamasonar voru jafn- gild skriflegum samningi. Mættu margir, yngri sem eldri, taka slíkt sér til fyrirmyndar. Hinn 11. maí 1939 kvæntist Loftur Sólveigu Sveinbjarnardóttur, kaupmanns á Isafirði, mannkostakonu, sem lifir mann sinn. Reyndist hjónaband þeirra farsælt og hamingjuríkt. Tveggja barna varð þeim auðið, sem bæði eru á lífi. Um leið og ég sendi ástvinum hans samúð- arkveðjur, og vissulega hryggjumst við að slíkum manni gengnum, má þó einnig minnast með gleði margra samverustunda, sem vissu- lega gera hvern mann betri, sem kost hefur átt að vinna og gleðjast með þeim ágætis- manni, sem Loftur Bjarnason var. M. El. Þegar Loftur Bjarnason var allur aðfarar- nótt 15. þ. m. lauk æviferli manns, sem teljast verður meðal hinna merkustu í atvinnulífi Is- lendinga á þessari öld. Ævistarfi Lofts hafa nú verið gerð svo rækileg skil af öðrum, að ekki verður þar um bætt, en ætlun mín með þessum fáu línum er að minnast vinar mins Lofts með nokkrum upprifjunum. Ég var enn í barnæsku, er mín fyrstu kynni af Lofti hófust. Hann var þá félagi föður míns Æ GIR — 271

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.