Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1974, Page 7

Ægir - 01.12.1974, Page 7
67. ÁRG. 20. TBL. 1. DES. 1974 Afsökunarbeiðni EFNISYFIRLIT: Afsökunarbeiðni 353 Heildaraflinn 1905—1973 354 Skipting' afla bátaflotans eftir veiðarfærum 1973 355 Fjöldi sjómanna á fiski- skipaflotanum 1973 355 Stóru togararnir 1973 356 Afli og aflaverðmæti árin 1970—’73 358 Hagnýting fiskaflans árið 1973 359 Framleiðsla sjávar- afurða 1970—1973 361 Magn og verð útflutn- ings eftir afurðaflokkum 363 Verðmæti útfluttra sjávarafurða til ein- stakra markaðssvæða 364 Verðmæti útfluttra sj ávarafurða til ein- stakra markaðslanda 365 Fjármunamyndun og fjármunaeign í sjávar- útvegi 366 Fiskiskipastóllinn í árslok 1973 367 Hagnýting fiskaflans í einstökum landshlutum og verstöðvum 1973 368 Yfirlit um lög og mál- efni sjávarútvegsins sett á Alþingi 1973—’74 374 Ný fiskiskip: Sólberg ÓF 12 378 Engey RE 1 380 ÚTGEFANDI: FISKIFÉLAG (SLANDS HÖFN. INGÓLFSSTRÆTI Sl’MI 10500 RITSTJÓRN: MÁR ELÍSSON (ábm.) JÓNAS BLÖNDAL AUGLÝSINGAR; GUÐMUNDUR INGIMARSSON UMBROT: GÍSLI ÓLAFSSON PRENTUN: (SAFOLD ÁSKRIFTARVERÐ 1000 KR. PR. ÁRG. KEMUR ÚT HÁLFSMÁNAÐARLEGA Hér birtist, vonum seinna, yfirlitsblað um afla árið 1973. Stóðu vonir til að hægt væri að koma blaðinu út fyrir ára- mót, en ýmsar samverkandi ástæður hafa komið í veg fyr- ir að það mætti takast. Hins vegar var búið að ráð- stafa þessu hefti fyrir þetta efni og ekki um annað að ræða, en halda sér við þá ákvörðun þótt tíminn sem tek- ið hefur að koma blaðinu út hafi dregist úr hömlu. Megin- ástæðurnar fyrir þessari töf eru tvennar: í fyrsta lagi eignaðist Fiskifélagið eigin tölvu á síðasta ári, sem hafði í för með sér breytingar á vinnsluháttum við úrvinnslu á aflaskýrslum. Áður, iog þar með árið 1973, var þetta verk unnið í tölvu Skýrsluvéla rík- isins. Ýmis tæknileg vanda- mál þurfti að leysa áður en hægt var að yfirfæra vinnslu- gögn úr tölvu Skýrsluvéla yf- ir á tölvu félagsins og annað enn þýðingarmeira var að villur komu í ljós í gögnum. Þessar villur voru það alvar- legs eðlis að talin var þörf á rækilegri endurskoðun áður en niðurstöður yrðu birtar. Reyndist sú endurskoðun afar tímafrek. Önnur ástæðan er að setn- ing blaðsins hefur tafist nokk- uð vegna anna í prentsmiðj- unni. Þar sem endurskoðun á vinnslugögnum frá árinu 1974 er komin vel á veg er þess að vænta, að ekki líði á löngu áð- ur en hægt verður að gefa út lokaniðurstöður fyrir árið 1974.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.