Ægir

Árgangur

Ægir - 15.03.1977, Blaðsíða 7

Ægir - 15.03.1977, Blaðsíða 7
EFNISYFIRLIT: ^i'amtíðarbúgrein, en gömul hugmynd 85 n£?™ar Jóhannsson Björn Jóhannesson °9 Jónas Bjarnason: Um sjóbleikju 86 RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 70. ÁRG. 5. TBL. 15. MARS 1977 av^rútvegurinn 1976: ónias Þorvaldsson: altfiskframleiðslan Fisk 1976 Jónas Jónsson: 111J ölsframleiðslan 1976 veislai' og haustloðnu- „arnar fyrir Vestur. e Norðurlandi 1976 Tilkynning til sjófarenda 94 96 98 98 Ný fiskiskip: Sæborg ÞH 55 99 Upphaf síldveiða með kraftblökk 101 ÚTGEFANDI: ,f|skifélag (slands höfn. ingólfsstræti S f MI 10500 RITSTJÓRN: MÁR ELÍSSON (ábm.) JÓNASBLÖNDAL AUGLÝSINGAR : GUÐMUNDUR INGIMARSSON UMBROT: gísli ólafsson PRENTUN: ÍSAFOLD Askriftarverð 2000 KR. PR. ÁRG KEMUR ÚT hálfsmánaðarlega Framtíðar búgrein, en gömul hugmynd „Um hitt er svo ekki að nefna, sem víða annars staðar er farið að tíðkast, að koma upp fiskakyni eða skelfiska- kyni á þeim stöðum, sem það hefur ekki áður verið, eða að láta fisk og skelfisk tímgast og fjölga kyni sínu, hvar sem manni lízt og hentugt þykir. Þessi list, sem fyrir nokkrum árum var fyrst reynd í Frakk- landi, hefur síðan verið tíðk- uð bæði í Danmörku og Nor- egi og víða annarsstaðar, og heppnazt ágætlega. Fiskurinn elskar þann stað, sem hann er fóstraður á, og þangað leit- ar hann, og þar tímgast hann þegar hann getur afkvæmi sitt, svo að auðsætt er, að mannleg umhyggja getur van- ið að sér, eða eins og tamið þessar skepnur eigi síður en aðrar“. Þannig farast Jóni Sigurðs- syni orð í „Lítilli fiskibók" sem hann tók saman handa ís- lenzkum fiskimönnum og gef- in var út í Kbh 1859. í þessari bók er Jón að hvetja landa sína til að nýta betur auðævi fiskimiðanna kringum landið, kenna þeim notkun ýmissa veiðarfæra. Jón var heima í þessu sem öðru, sem til nytja horfði fyrir landsmenn. En af þessu má sjá, að sú hugmynd að ala hér upp nytjafisk er ekki ný og menn hafa verið að fitja upp á henni allar göt- ur síðan þetta var eða í meir en 100 ár. Það var eðlilegt að þessi starfsemi leiddi til þess að fyrst væri byrjað að ala upp fisk í ám og vötnum, en samt gegnir nokkurri furðu, hvað við höfum verið seinir að taka við okkur af krafti í því efni að ala upp ýmsar fisktegundir í sjó og þá ekki sízt laxfiska þar sem sú bú- grein sýnist svo nærtæk. Ým- is ljón hafa þó þegar reynzt í veginum og ýmsa byrjunar- örðugleika þarf að yfirstíga. Sjór er hér ókyrr við ströndina og yfirleitt fullkaldur í þeim fjörðum, sem lognkyrrastir eru; það seinkar uppeldinu og gerir það dýrara. Hitastigið er hæfilegast við suðurströnd- ina en þar vantar skjólgóða firði. Aðalmöguleikinn til fisk- eldis hér við land felst náttúr- lega í gnægð heits vatns, sem hægt væri að leiða í kyrrlát sjávarlón. Óttinn við þorsk- þurrðina knýr okkur til að leita í fleiri fiskstofna í veið- um okkar en áður var, og von- andi verður hann þess valdandi að hafizt verði handa með eldi ýmissa fiska og þá fyrst og fremst laxfiska í sjó, en það mætti einnig vel huga að skel- fiskinum, krabbadýrum, kola o.fl. tegundum, sem sérfróðir menn teldu líklegt að ala mætti upp í sjó blönduðum heitu vatni.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.