Ægir

Årgang

Ægir - 15.03.1977, Side 10

Ægir - 15.03.1977, Side 10
en ganga ekki á haf út eins og laxinn. Merk- ingar hafa sýnt að yfirleitt fer bleikjan ekki lengra en 80—100 km frá árósum. Fæðuval bleikju í hafinu er fjölbreytt. Fyrst á vorin, þegar bleikjan kemur út í haf- ið, lifir hún einkum á rauðátu (Calanus fin- marchicus); rauðáta er krabbadýr, 2—3 mm langt. Þegar líður á sumarið verður minna um rauðátuna. Þá lifir bleikjan einkum á síldar- og þorskseiðum og smáum krabba- dýrum. Seinni hluta júní eða fyrri hluta júlí geng- ur sjóbleikjan aftur í árnar, eftir að hafa verið rúmlega mánaðartíma í sjónum. Þá snýr hver til síns heima, og hafa bleikjurnar þá jafnan synt fram hjá nokkrum árósum áður en þær koma til heimkynna sinna. Fyrir kemur þó að fiskar villist í aðrar ár. Yfir- leitt er það hrygningarfiskurinn sem fyrstur gengur í árnar, venjulega á tímabilinu frá júnílokum fram í miðjan júlí, og hefur þá dvalist um mánaðartíma í hafinu. Geldfiskur gengur venjulega í árnar frá miðjum júlí til júlíloka og er það oft tiltölulega vænn fisk- ur. Minnstu fiskarnir eru seiði sem fóru í fyrsta skipti til sjávar um vorið, og ganga þeir seinna að sumrinu, eða frá júlílokum til ágústloka. Þannig er bleikjan venjulega öll gengin í árnar í lok ágúst. í Kanada og á Novaja Semlja gengur sjóbleikja í ár um mánaðamótin júlí-ágúst eða um mánuði seinna en í Noregi. 1 sjónum fitnar og stækkar bleikjan mjög ört. Á því 4—6 vikna tímabili sem hún dvelst í sjó lengist bleikja, sem gengur til sjávar í fyrsta skipti, um 6—10 cm. Bleikja sem hef- ur hrygnt áður lengist venjulega ekki mikið vegna þess að hún er fremur mögur, þegar hún gengur til sjávar; hins vegar fitnar hún mikið. Vaxtarhraði sjóbleikju er lítið rann- sakaður. Þó virðist sem sjóbleikja á mismun- andi svæðum vaxi álíka ört. Ekki liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um það, hve stór, gömul og þung bleikjan getur orðið á hinum ýmsu svæðum. Þó má geta þess, að stærstu bleikjurnar sem fundust við bleikjurannsókn- ir í Kanada 1953 voru frá 80—84,5 cm (Gra- inger 1953). Hæsti aldur var 23 ár og mesta þyngd 4,8 kg. Á Svalbarða fannst sjóbleikja sem var 72 cm og 4,7 kg (Dahl 1926). í N- Noregi fór fram athugun á sjóbleikju, og mældust stærstu fiskarnir frá 57—60 cm, mesta þyngd um 4 kg en mesti aldur 16 ár. Yfirleitt verður bleikjan þó ekki þyngri en 1V2— 2 kg. Aldur fiska og árlegan vöxt má lesa af hreistri og kvarnasteinum. Þegar fiskurinn vex hratt, myndast breiðir hringir á hreistri og kvörnum, sumarhringir. Þegar fiskurinn vex hægt, verða hins vegar til mjóir hringir, vetrarhringir. Hreistrið sýnir ekki aldur fisksins, þegar hann er hættur að vaxa. Kvarn- arsteinar sýna hins vegar aldur fisksins, þó að hann sé hættur að vaxa. Auk þess er oft- ast hægt að sjá á kvarnarsteinunum, hve gamall fiskurinn var þegar hann hrygndi í fyrsta skipti, og einnig hve oft hann hefur hrygnt. Línurit 1 sýnir meðalvöxt bleikju og sjó- birtings í Salangenánni í Noregi. Annars veg- ar er um að ræða bleikju sem gengur til sjáv- ar í fyrsta skipti fjögurra ára gömul, og hins vegar bleikju sem gengur til sjávar í fyrsta skipti firnm ára görnul. Vöxturinn er mæld- ur eftir hreistri fisksins. Til samanburöai’ sjást á línuritinu strikaðar línur fyrir vaxt- arhraða sjóbirtings. Af því má sjá, að vaxtar- hraði fisksins eykst eftir að hann fer að ganga til sjávar. Vaxtarhraði sjóbirtings 1 sjónum er nokkru meiri en bleikjunnar. Það sést einnig á línuritinu að sjóbirtingurinn er minni en bleikjan, þó jafngamall sé, þegar hann gengur í fyrsta skipti til sjávar. Línu- ritið um vaxtarhraða sjóbirtings sýnir jafn- an árlegan vöxt eftir að fiskurinn gengur 1 sjó. Ástæða þess er sú að sjóbirtingurinn, 88 — Æ G I R

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.