Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 15.03.1977, Qupperneq 14

Ægir - 15.03.1977, Qupperneq 14
i Nokkrar athugasemdir fara hér á eftir í sambandi við þau takmörkuðu gögn sem tafla 5 greinir frá. a) Að sögn Jóns Sveinssonar voru allar bleikjurnar 80 sem veiddust í Lárós dagana 18.—19. júni smáar, (og efalítið fiskur sem var að ganga öðru sinni í sjó). Eldri og stærri fiskar hafa þá bersýnilega verið gengnir til sjávar. Má af þessu ráða, að fiskar á þessu aldursstigi muni einnig ganga seinna að sumrinu úr sjó í Lárvaðal en eldri og stærri fiskar. Þess má einnig geta, að í netin sem lögð voru í Héðinsfjarðarvatn 9. og 10. júlí festust fimm silfurgljáandi sjóbleikjuseiði, væntanlega á leið til sjávar. Gefur það auga leið, og er í samræmi við norska reynslu sem greint er frá í kafla I hér að framan, að þess- ir fiskar muni snúa aftur til árinnar eða vatnsins talsvert seinna að sumri en eldri sjóbleikjur á Héðinsfjarðarsvæðinu. b) Það vekur athygli í sambandi við veiði- athugunina í Fljótaá þ. 20. júní, að jafn- framt því að þá var talsvert ör bleikjuganga úr Miklavatni í sjó, var bleikja að byrja að sækja í vatnið úr sjó. Sams konar fyrirbæris verður vart í Hópsvatni dagana 3.—5. júlí. Þetta sýnir að fiskur sem náð hefur nokkurri stærð (sem hefur dvalist tvisvar sinnum eða oftar í sjó) er að ganga í sjó á vorin á tíma- bili sem spannar a. m. k. einn mánuð, cg væntanlega nokkru betur. Fiskarnir tveir, ný- runnir úr sjó, sem veiddust í Fljótaá þ. 20. júní hafa dvalist a. m. k. einn mánuð í sjó áður en þeir sneru aftur í ferskt vatn. Á sama hátt má ætla að fiskarnir sem voru að ganga í sjó sama dag (20/6) muni ekki hafa sótt aftur í Miklavatn fyrr en undir lok júlí- mánaðar. c) Af töflu 5 má ráða, að sjóbleikja gangi nokkru fyrr í Fljótaá og Hópsvatn en í Héð- insfjarðarvatn. Ástæður þessa verða ekki ráðn- ar af þeim gögnum sem eru fyrir hendi. Hugs- anlegt er að bleikjuganga úr ferskvatni í sjó hefjist síðar að vorinu á Héðinsfjarðarsvæð- inu, vegna þess að þar mun vatn hitna hæg- ar eða seinna á vorin en í Miklavatni og Hópsvatni. Einnig er hugsanlegt að sjó- bleikjustofninn í Héðinsfjarðarvatni hafi þá erfðanáttúru að dveljast lengra tímabil í sjó en bleikjustofnar Fljótasvæðanna. Þessum og þvílíkum spurningum verður þó aðeins svarað með frekari rannsóknum. d) Hér mætti bæta við þeirri athugasemd, 92 —ÆGIR að svo virðist sem bleikjugöngur úr sjó séu óreglulegar og að fiskurinn hafi tilhneigingu til að ganga í torfum. Þannig veiddust uto 100 sjóbleikjur á stöng að kvöldi 3. ágúst 1976 á litlu svæði rétt ofan við brú á Flóka- dalsá nokkru ofar Flókadalsvatns í Fljóturn- Næsta morgun var fiskurinn horfinn af þessu svæði, á leið til hrygningarsvæða ofar í ánrU- Er þetta í samræmi við bleikjugöngur í torf' um, sem um er rætt í kafla I hér að framan. e) Enda þótt gögn þau sem tafla 5 greinú frá séu mjög svo takmörkuð, töldu höfundai þessarar greinar gagnlegt að gefa til kynna með sjónhendingu, hvernig ætla má að göngU' venjum sjóbleikju sé háttað hér við land. ÞV> er línurit 3 látið fljóta hér með. Má raunat segja, að það sé í góðu samræmi við norskar niðurstöður. 10 20 1 1020 I 10 20 111 Maí Júní Júlí Xg. LÍnurit 3. Gönguvenjur «dóbleikju f) Klakstaðir sjóbleikju og uppeldisstaðir smáseiða. Um klakstaði sjóbleikju ræðir í kafla I he* að framan. Það virðist sennilegt, að fljótlega eftir ^ pokaseiðin sækja upp úr mölinni á vorin, lá11 þau berast með straumi í stöðuvötn, þar seú1 slík fyrirfinnast, og þar sem lífsskilyrði erU stórum betri en í köldum, átusnauðum og rn>s' jafnlega straumhörðum ám. Þetta atriði mul1 þó ekki hafa verið kannað hérlendis. Ekki mun heldur hafa verið kannað, hve' nær síðsumars eða að hausti sjóbleikja sseú11 úr stöðuvötnum í ár til að búast til hrygniu#,' ar. Varðandi þetta atriði greinir tafla 5 Þ'a því að í september 1975 veiddust í net í Hé®' insfjarðarvatni 6 sjóbleikjur, ein neðarleg3 J

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.