Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 15.03.1977, Qupperneq 24

Ægir - 15.03.1977, Qupperneq 24
Það þótti Ingvari strax sýnt, að hér væri um stórfellt tæki að ræða, sem valda myndi gerbyltingu í síldveiðum. Ingvar sendi fiskimálastjóra skeyti, hvort hann mætti ekki kaupa eina blökk til reynslu og fékk jákvætt svar. Hann fór síðan að leita uppi þá sem framleiddu blakkirnar. Það ætl- aði ekki að reynast auðvelt, þetta voru fram- takssamir náungar, sem komið höfðu sér fyrir í skúrum alllangt fyrir norðan bæinn og voru enn að þreifa sig áfram og þetta var naum- ast orðin regluleg framleiðsla. Þeir voru strax ákafir í að senda blökk til Islands og Ingvar tók heim með sér eina blökk, hina fyrstu kraftblökk, sem hingað kom. Það má bóka það í atvinnusögunni, að það var vorið 1956. Þessi fyrsta blökk fór um borð í Fanney, þó að hún nýttist aldrei þar um borð. Stur- laugur Böðvarsson á Akranesi fékk strax mik- inn áhuga á kraftblökkinni og Ingvar pantaði aðra blökk fyrir hann og það var blökkin, sem reynd var á Böðvari sumarið 1956 í Mið- nessjónum og aftur 1957, en Böðvar var of lítill til þessara tilrauna. Ingvar útvegaði einnig blökkina, sem Guð- mundur Þórðarson var með 1959, en þá fyrst lánaðist okkur kraftblakkarveiðin. Fyrstur með kraftblökk er bar árangur I bókinni ,,Mennirnir í brúnni“, 1. bindi, sem Ægisútgáfan gaf út, birtist kafli sá, setf hér fer á eftir. „Sjómannadagsblaðið hafði tal af Baldr' Guðmundssyni, útgerðarmanni, en skip hans „Guðmundur Þórðarson", sem er 200 tonna stálskip, varð fyrsta skipið til þess að innleið3 kraftblökkina hér á landi. Við höfum ekki fundið upp kraftblökkina' segir Baldur og brosir. Hún hafði verið notuð í allmörg ár í Bandaríkjunum og er þaðan upP' runnin. Annars er höfuðkosturinn við blökk' ins sá, og það sem mestu máli skiptir, síldarskipin losna við nótabátana og allt seU1 því fvlgir. Blökkin er staðsett í veiðiskipiuu sjálfu og dregur síldarnótina um borð í þa®' Útilokað væri að veiða hér syðra með söm11 aðferð og tíðkast fyrir Norðurlandi — me^ nótabátum, því þeir verða ekki notaðir nema þegar bezt er og blíðast. Þetta hefur veri® reynt, en hefur ekki borið árangur. Annars vil ég taka það fram, segir Baldu1’ að það er fyrst og fremst Haraldi Ágústssy111' skipstjóra á Guðmundi Þórðarsyni, að þakka' hversu vel tókst þegar í upphafi að nota blökkina. Haraldur hefur einmitt ritað Wa sér nokkuð um það efni, fyrstu tili’aunir sín31' og er rétt að það verði birt, en það hljóðar svo: „Þann 21. júní 1959 var lagt af stað flU Reykjavík á mb. Guðmundi Þórðarsyni 70 til síldveiða fyrir Norðurlandi með hring' nót. Útbúnaði var þannig háttað, að draga attl Guðmundur Þórðarson RE 70 102 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.