Ægir

Volume

Ægir - 15.03.1977, Page 26

Ægir - 15.03.1977, Page 26
blökkinni í gagnið eða á framfæri. Þeir, sem á eftir komu, hafa allir byggt á reynslu hans, og það hefur dugað“. Við þessa grein Baldurs er litlu að bæta, en þó er vert að geta þess, að Guðmundur Þórðarson var þrátt fyrir nokkra byrjunarerf- iðleika þriðja hæsta skip yfir flotann þessa síldarvertíð. Hversu lengi við hefðum beðið eftir þessu tæki, ef honum hefði mistekist, verður ekki fullyrt, en líklegt má telja, að það hefði getað dregist nokkuð, samanber Norð- menn, sem stóðu sumar eftir sumar og gláptu á aðfarirnar og Rússa, sem ljósmynduðu ís- lendinga frá öllum hliðum til að kynna sér þetta furðutæki. Við þessa frásögn Baldurs og Haraldar er því að bæta, sem ég hef heyrt og held að se rétt, að mannskapurinn hafi verið þreyttur á þessu tilraunaskaki með kraftblökkina og viljað að nótabátarnir væru teknir. Haraldur þrjóskaðist við og það mun hafa hjálpað honum, að veðurfar var óstillt og gaf lítið til veiða fyrir síldveiðiskipin með nótabáta, þessa síðustu viku í júní, svo að það var ekki frá miklu að hverfa. Þegar svo vinnu- og aflabrögðin fóru að ganga betur eftir breyt- ingar, sem gerðar voru í byrjun júlí, eyddist óánægja mannskapsins. Ásg. Jak. Ný fiskisldp Framhald af bls. 99 þilfarshús. Bómuvinda er af gerðinni HB 50, 0.5 t. í skip- inu er kraftblökk frá Rapp Fa- brikker af gerðinni 19 R og færavindur af gerðinni Elektra Hydro (vökvadrifnar), sam- tals 9 stk. Ilelstu tæki í stýrishúsi eru: Ratsjá: Kelvin Hughes 18/9, 64 sml. Seguláttaviti: Lilley & Gillie (þakátta- viti). Sjálfstýring: Sharp Skipper. Vegmælir: Ben, gerð Amphitrite. Miðunarstöð: Koden KS 510 Loran: Simrad LC 204, sjálfvirk- ur Loran C móttakari. Dýptarmælir: Simrad EQ 38 með 15x30 cm botnspegli og MA botnstækkun. Fisksjá: Simrad CI. Asdik: Wesmar SS 200. Talstöð: Sailor T 121/R105, 140 W SSB. Örbylgjustöð: Sailor RT 143. Auk ofangreindra tækja er National kallkerfi; vörður og tryllir frá Radiomiðun, Elekt- ra örbylgjuleitari og Sailor móttakari í lúkar. Af öryggiS' og björgunarbúnaði má nefna tvo 6 manna Viking gúmnh' björgunarbáta og Callbuoy neyðartalstöð. Skipstjóri á Sæborgu ÞH er Aðalsteinn Karlsson. 104 — Æ G I R 1

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.