Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1981, Side 22

Ægir - 01.10.1981, Side 22
um skipt í tvo hópa, sem hvor um sig stóð sex stundir í senn. Út af þessu var þó brugðið, ef mikill var afli. Þá voru oftast báðar vaktir á þilfari í einu, meðan hrotan stóð. Þannig áttu tveir menn auðvelt með að skiptast á um sömu kojuna. Þegar legið var við land urðu menn hins vegar að ná samkomulagi um það, hvernig skipta skyldi fletinu. Ærið óþrifalegt mun oft hafa verið i ibúðum skipverja, einkum ef mikill var afli og menn óðu út og inn slorugir upp yfir haus. Ekki þarf heldur að efa, að vart hefir lifrarfbrælan haft mjög bætandi áhrif, þó segja mér gamlir hákarlamenn, að mest hafi það farið eftir því, hve margir munntóbaks- menn voru á hverju skipi, á hvaða stigi þrifnaður- inn var. Um mataræði hákarlamanna er það að segja að það var að mestu leyti skrínukostur, hangikjöt, saltkjöt, harðfiskur og bræðingur til viðbits. Helztu brauðtegundirnar voru hagldabrauð og skonrok, en pottbrauði hætti til að mygla. Mikil framför var það, þegar farið var að hafa kabyssur í skipunum, en þá gátu menn velgt sér kaffi og te og soðið grauta. Þá tíðkaðist það einnig mjög er á leið, að hákarlamenn gátu drýgt kost sinn með því að kaupa, eða jafnvel stela eggjum vestur á Hornströndum. Mun þetta hafa verið eina nýmetið, sem völ var á. Yfirleitt mun það hafa verið föst regla, að útgerðin legði til kaffi, svo og grjón í grauta. Ekki er mér fullkunnugt um það, hvort útgerðin lagði einnig til eldsneyti það, er brennt var í kabyssunum, en það mun oftast hafa verið svörður ellegar spýtnarusl. Ef hins vegar mikið lá á að kveikja upp þótti mjög gott að stinga lifrarbita i kabyssuna, það þótti fljótvirkast. TILVITNANASKRÁ. 1) D. I. III, 287 — 290. 2) Saga íslendinga VII, 405. 3) Þorsteinn á Skipalóni, 245. 4) Þorsteinn á Skipalóni, 245. 5) Skútuöldin I, 358. 6) Þorsteinn á Skipalóni, 274—75. 7) Þorsteinn á Skipalóni, 282. 8) Skútuöldin I, 367—68. 9) Þorsteinn á Skipalóni, 302. 10) Þorsteinn á Skipalóni, 302. 11) Norðri, október 1855. 12) Sbr. Arnór Sigurjónsson: Einars saga Ásmundssonar I, 180. 13) Norðri 20 . marz 1858. 14) Landshagsskýrslur Bókmenntafélagsins llbd., 558. 15) Norðri 15. október 1858. 16) Norðri 24. apríl 1861. 17) Skútuöldin I, 439. 18) Theódór Friðriksson: Hákarlalegur og hákarlamenn. 19) Norðanfari, fréttagreinar og skýrslur frá Bræðsluhúsunum árin 1872—73. 20) Skútuöldin I, 512. 21) Norðanfari, janúar 1874. 22) Fróði 1882. HEIMILDASKRÁ. Arnór Sigurjónsson: Einars saga Ásmundssonarf I — II, 1. Rvík. 1957 — 1959.’ D.I. Diplomatarium Islandicum. íslenzkt Fornbréfasafn. III- Kh. 1896. Frásögn Egils Jóhannssonar skipstjóra á Akureyri og bréf frá honum til höfundar. Fróði, blað á Akureyri. Gils Guðmundsson: Skútuöldin I — II. Rvík. 1944 — 1946. Kristmundur Bjarnason: Þorsteinn á Skipalóni I — II. Rvík. 1961. Norðanfari, blað á Akureyri. Norðri, blað á Akureyri. Rit þess íslenzka Lærdóms—Lista Félags, 7. bd., Kh. 1787. Skýrslur um landshagi á íslandi II. bd. Kh. 1861. Theódór Friðriksson: Hákarlalegur og Hákarlamenn. Rvík. 1933. Þorkell Jóhannesson: Saga íslendinga VII, Rvík. 1950. Þorkell Jóhannesson og Bergsteinn Jónsson: Tryggvi Gunnarsson I — II, Rvík. 1955—1965. Sjaldséðir fiskar Framhald af bls. 577. Viðbót við sjaldséð fiska 1979: Á meðan verið var að ganga frá handriti þessarar greinar fréttist um sjaldséða fiska sem veiðst höfðu 1979 en misstu af skráningu þá. Þessir fiskar voru: Stóra brosma Urophycis tenuis (Mitchill, 1815). 1 stk., 110 cm, 26. júní, SA-land. Sandhverfa Psetta maxitna (Linnaeus, 1758). ' stk., 63 cm, júní, Breiðamerkurdjúp. 1 stk., 62 cm> júní, SA-land. 1 stk., 56 cm, júlí, Breiðamerkur' djúp. 542 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.