Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1981, Blaðsíða 24

Ægir - 01.10.1981, Blaðsíða 24
Rofabörð eru talandi vottur um jarðvegseyðingu. Ljósm: Sveinn Runólfsson landgrœðslustjóri. Skilgreina má nú loftmengun sem óeðlilega mikið magn í andrúmsloftinu af einhverjum þeim efnum, loftkenndum, fljótandi eða föstum, sem hættuleg geta verið eða angrandi fyrir manninn eða aðra aðila lífríkisins eða valdið geta tjóni á einn eða annan hátt. Náttúruleg loftmengun Loftmengunin getur átt sér náttúrulegar orsakir eða verið af manna völdum. Sem dæmi um náttúrulega loftmengun má nefna moldrok og sandbylji, saltmengun lofts við sjávar- strendur og eldfjallagjósku. Uppblástur hefur verið mikill á landi okkar allt frá fyrstu öldum byggðar og er nú eitt af meiri háttar vandamálum, sem við eigum við að stríða. Vindar hafa þannig blásið jarðvegi af stórum hlut- um landsins þótt sumt af fokefnunum hafi nýst aftur við myndun jarðvegs á öðrum landssvæðum. Mörg dæmi eru þess, að fokefni berist mjög langan veg. Foksandur frá Sahara eyðimörkinni hefur t.d. litað snjóbreiður rauðar í Alpafjöllum og talið er að um 10 miljónir tonna af rauðleitu ryki frá Sahara hafi fallið á Englandi árið 1903. Saltmengun sjávarlofts er okkur ekki síður kunn. Hún á þátt í því, að ryðmyndun og málm- tæring er víða mikil á landi okkar og veldur stundum gróðurskemmdum og rafmagnstruflunum. Um margra ára skeið lét Veðurstofan safna úrkomu hvers mánaðar á Rjúpnahæð við 544 — ÆGIR Reykjavík og efnagreina ýmis snefilefni í henni. Mesta klórmagnið sem mældist í úrkomu eins mánaðar samsvaraði 80 kg á hektara lands og er þar um geysimikið magn að ræða. Verstu saltveður á suðvestan og vestanverðu landinu koma í vestan ofsaveðrum, þegar loftið er komið yfir Grænland og síðar Grænlandshaf. Loft er þá oft óstöðugt án þess að úrkoma fylgi að ráði og getur mikil salt- mengun þá borist langt inn í landið, sest á rúður og einangrara raflína og valdið þar skammhlaupi. Meiri háttar eldgos eru óhemju mikilvirkar uppsprettur loftmengunar og má af innlendum gosum minna á Skaftáreldana 1783 auk ýmissa gosa á þessari öld. Um Skaftárelda ritar Hannes Finnsson biskup m.a. í ritgerð sinni ,,Um manna- fækkun af hallærum“: “Mistrið var sífellt og mikið, er því síður var að undra sem það var óvenjumikið um alla Norður- álfuna. Vikur, sandur og brennisteinn féll þá á jörð, svo peningur um hásumarið gekk hungraður og eirði hvörgi. Af þessari brennisteins rigningu varð svo mikið, að efst i Biskupstungum í Árness- sýslu, sem liggur nokkrar þingmannaleiðir frá þeim stað í Skaptafellssýslu, hvar eldsuppkoman var, voru granir og lagklaufir á nautpeningi gular af því, sem við þær loddi.” Þess er að geta, að við eldgos verður ekki ein- ungis loftmengun vegna öskuryks og eiturefna eins og t.d. flúors sem öskunni geta fylgt, heldur losnar einnig úr læðingi mjög mikið magn af ýmsum loft- tegundum, þegar hraunkvikan kemur upp á yfir- borðið. Lofttegundir þessar eru innibyrgðar í hraunkvikunni undir miklum þrýstingi djúpt í jörðu. Þegar upp á yfirborðið kemur og þrýsting- urinn minnkar skyndilega, losna lofttegundirnar og berast út í andrúmsloftið. Oft bindast þær súr- efni loftsins og logatungur stíga hátt í loft upp við eldgígana. Meðal lofttegunda þessara eru t.d. klór- og brennisteinssambönd. Á eldgosatímum getur Is- land þannig verið stórframleiðandi þessara efna, t.d. brennisteinstvíildis. Þá er rétt að nefna mengun af völdum gresju- og skógarelda, en við þá berst feikna mikið af reyk og fíngerðum öskuefnum upp í andrúmsloftið. Hér tengist að vísu náttúruleg mengun og mengun at mannavöldum, því að sumir þessara elda kvikna af eldingum en aðra verður að skrifa á reikning mannsins. Þau fyrirbæri, sem nú hafa verið nefnd, mynda meginhluta þeirra náttúrulegu örsmáu kjarna, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.