Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1984, Síða 20

Ægir - 01.09.1984, Síða 20
Og þá kemur að því hvernig best verður að nýta síldina. Síld sem matvara á í harðri samkeppni við margar aðrar fisktegundir s.s. makríl, sardínur, sardinelluro.fi. Síldin veiðist aðallega í Norður- Atlantshafi og er gert ráð fyrir að heildarsíldveiðarnar á þessum slóðum verði þær sömu fram til ársins 1986, þ.e. um 1,2 milljón- ir tonna. Hlutur Noregs í þessum veiðum hefur verið um 5,5% en ef frá þessum tölum er dregið það sem veitt var af síld í Eystrasalti, þ.e. um 450.000 tonn, verður hlutur Noregs um 10%. Til gam- ans má geta þess, að mesta fram- leiðsluþjóð á síld til manneldis í V.-Evrópu síðastliðin 5-6 ár, er Svíþjóð. Utan Norður-Atlantshafs- svæðisins er stærstu síldarstofn- ana að finna við N-Ameríku. Veiðin í Kyrrahafinu hefur á seinni árum verið um 200.000 tonn, en á Atlantshafsströndinni hefur veiðin á undanförnum árum verið frá 225.000—300.000 tonn. Til samanburðar má geta þess að veiðar á fiskstofnum, sem fara til samskonar framleiðslu og síld, s.s. ansjóvetu, varum 15 milljón- ir tonna og veiðin á makríl er árlega á bilinu 3-4 milljónir tonna. Rétt er einnig að geta þess að árleg framleiðsla á fiskmjöli er 4,5-5 milljónir tonna og um 1,5 milljónir tonna af lýsi. Svarar þetta til þess, að um 25 milljónir tonna af fiski sé sett í bræðslu af heildarheimsveiðinni, sem er talin vera að jafnaði um 70 millj- ónirtonna. Þaðernauðsynlegtað benda á að ekki svo lítill hluti þess mjöls og lýsis sem framleitt er í heiminum, fer til manneldis og kemur þetta kannski mörgum á óvart. Á tímabili sem spannar 50 ár í síldveiðisögu okkar, var að jafn- aði verkað milli 200—280.000 tonn af síld til manneldis í heim- inum, afgangurinn fór til bræðslu. Á þessu 50 ára tímabili var víða matarskorturogsíld ódýr matvara. Upp úr 1960 varð breyt- ing á síldarmarkaðnum sem lýsti sér í hraðminnkandi neyslu, sér- staklega í A-Evrópu, og á árunum 1961—1970, þ.e. áður en síld- veiðarnar urðu innan við 200.000 tonn á ári, var meðal- framleiðsla á síld til manneldis um 84.000 tonn, en heildarmeð- altalsveiðin var þá um 660.000 tonn. Eftir 1975 hefur verið óleyfilegt að setja síld í bræðslu og það einungis gert í undantekn- ingatilfellum. Staðreyndin er sú að markaðirnir fyrir síld til manneldis hafa allstaðar dregist stórlega saman. Og hver er svo framtíðin hvað varðar sölu á síld til manneldis? Á síðustu árum hafa menn stöðugt staglast á því að fiskist síld á ný megi ekki undir neinum kringumstæðum setja okkur í þá aðstöðu að verða að bræða hana. Er þetta raunhæft? Að mínu áliti er svo ekki. jafnvel á þeim árum þegar síld var með ódýrustu matvöru sem fáanleg var, og skortur var á matvöru, seldist aldrei meir en 200- 250.000 tonn af síld til manneld- is, eða 20% af veiðinni. í dag er kaupmáttur fólks miklu meiri og þar af leiðandi samkeppnin við aðrar matvörur harðari. Væri bara okkar síldarstofn í vexti og aðrir á niðurleið, væri e.t.v. möguleiki á að auka markaðs- hlutdeild okkar á síld, en svo er nú ekki fyrir að fara, þvert á móti. Bæði eru nú kominn á innflutn- ingshöft og hærri tollar en áður þekktust í mikilvægustu markaðs- löndunum innan EBE og frá 1978 hefur mikið magn af síld komið frá Kanada sem hefur haft það í för með sér, að verð á síld hefur fallið. Aðrar þjóðir svo sem Danir hafa tekið við hlutverki okkar í síldariðnaðinum og má t.d. geta þess, að í dag eigum við Norð' menn um 60 síldarflökunarvélar í öllu landinu, en í Danmörku er einn síldarverkandi með jatn' margar flökunarvélar. Einnig hefur síldariðnaðurinn í þessun1 löndum breytt neyslumyn5trl fólks. Smásíld og horsíld hafa mikið til tekið við af stórsíldinn'- Neytendur hafa vanist nýju bragði og þessu verður ekki auð' velt að snúa við. Það liggur 1 augum uppi að með vaxandi sílu' arstofnum verðum við að vinna hina gömlu síldarmarkaði aftur og finna nýja, og eins og IVst hefur verið hér að framan verður það torvelt. Og þá er það spurn' ing um, hve mikið af síld mögu' legt er að selja til manneldis. Aö nefna hærri tölu en 100.000 tonn væri mikil og óhófleg bjartsýni- Möguleikar á meiri síldarsölo er helst á þeim mörkuðum senl við erum ekki á í dag, þ.e. Japa11, Miðausturlöndum, Suðausturj Asíu og ekki síst A-Evrópu- mörgum þessara landa eru mi^ greiðsluerfiðleikar fyrir hendu sérstaklega í þeim mikilvægu5tu' í A-Evrópu. E.t.v. eru einnig þelt möguleikar fyrir hendi að hæ£ sé að nýta síldina á annan hátt e[1 hingaðtil hefurveriðgert, s.s. svl og hrogn. Þá er það spurning111, hvernig getum við fengið sen1 mest, atvinnulega séð, út úr silo ariðnaðinum, þ.e. að fullvinn*1 síldina hér heima. . Hvort sem mönnum líkar Pa° betur eða verr og hvort sem hæg verður að selja 100.000 er,a 300.000 tonn, þá verður bræða mikið magn af síld, et þegar síldarstofninn hefur náð sinni fyrri stærð. Við skulum ek, ert vera að hneykslast yfir Þv!j Síldarlýsi nýtistaðstórum hlutau manneldis og ef einhver vl kaupa og getur borgað mjölið má einnig vel nota þaö 476-ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.