Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1984, Blaðsíða 30

Ægir - 01.09.1984, Blaðsíða 30
Ásgeir Jakobsson: Koma Forsetans og fyrsti túrinn Sú hefur löngum verið venjan að geyma í Ægi ýmislegt sögulegt efni varðandi fiskveiðar okkar og sjávarútveg. í þetta rit leita menn, ef þeir vilja fiska upp sögulegan fróðleik um þennan atvinnuveg. Sagan af kaupunum á Jóni for- seta er löng og mikil og var ekki átakalaus. Hún er rakin ítarlega í Thors sögu Jensens, en þann sögulega atburð í lífi þjóðarinnar þegar Forsetinn kom er hvergi að finna á bókum. Hér verður nú sögð sú saga og eru heimildarmenn mínir þrír látnir valinkunnir menn, þeir Bergur Pálsson, Jón Tómasson og Þórður Sigurðsson — og er við hæfi að segja fyrst lítið eitt frá þeim sjálfum; þeir voru allir merkir sjómenn, og áttu sér allir um og yfir 50 ára togarasögu. Bergur var fæddur 30. mars 1874 á Viðborða á Mýrum í Suðursveit og ólst upp á Stöðvar- firði og Fáskrúðsfirði. Hann réðst á enskan línuveiðara 1899 og var á honum til 1901 að hann fór á enskan togara og var á enskum togurum þar til hann var ráðinn á Forsetann, þarsem hann lá búinn til ferðar heim íGlasgow um jóla- leytið 1906. Bergur var báts- maður á Jóni forseta til 1912 að hann fór í Stýrimannaskólann og lauk þaðan farmannaprófi 1914. Hann var stýrimaður á Skúla fó- geta þegar hann fórst á tundur- dufli viðTínárósa 1914, skipstjóri á togaranum Austra í þrjú ár, en lengst var hann stýrimaður hjá Aðalsteini Pálssyni á Belgaum. Bergur Pálsson var einstakur kjarnakarl, vel greindur og sjór af vísum og Ijóðum, enda stálminn- ugur, en mikið hörkutól sem sjó- maður og eru af honum margar sögur góðar, einkum urðu sum tilsvör hans fleyg. Bergur lést 1967. Jón Tómasson var fæddur 1889, 12. apríl, í Reykjavík og Reykvíkingur að annarri ætt en austan undan Eyjafjöllum að hinni. Jón byrjaði barnungur til sjós á Kútter Georg með Kolbeini Þorsteinssyni og var þar næst á Kútter Hafsteini með Jóni Ólafs- syni, en 1907, þá 17 ára, réðst hann hjálparkokkur á Forsetann. Hann tók farmannapróf 1912 og fór fljótlega til Englands og þar á enskan togara og tók enskt fljóta- próf, því að hann ætlaði að setjast að úti. Það varð þó ekki. Hann fluttist heim þegar honum bauðst skipstjórastaða á nýjum togara. Kaupin brugðust útgerðarmann- inum, en Jón ílentist hérlendis, og var lengst af stýrimaður eða skip- stjóri en síðast útgerðarstjóri. Óf langt er að rekja að gagni sögu Jóns Tómassonar, til þess var hún of fjölbreytt. Kunnast í hans ferli, að hann teiknaði togara, 1937- 38, miklu fullkomnari en þá gerðust, en íslenzk stjórnvöld synjuðu honum um leyfi til að , / láta smíða hann, og hafði P° aflað sér fjárhagsmöguleika utaf' lands til jíess. Jón Tómasson var mikið hraustmenni, enda hafð' hann iðkað aflraunir ungur; gl,nlt grísk-rómverska glímu við Sig" urjón á Álafossi og keppt vl° hann og Erling Pálsson í sv°' nefndu Nýjárssundi, en þá synW kapparnir í sjónum frá DurÞ; bryggju og að markalínu frammj á höfninni og svömluðu síðan n baka. Eitt nýjárssundið háðu þe,r í blindbyl. Jón lést 18. desember 1970. Þórður Sigurðsson var fædour að Meiðastaðakoti í Garði 23- október 1885, en var eins bræður hans, sem einnig urðu togaramenn, kenndur vl, Blómsturvelli í Garði. Þórðurfúr til sjós fermingarárið á 12 tonn3 mótorbát, svo á kútter Signp' með Ellert Schram, þá á ísabelH með Jóni bróður sínum og á f°r' setann í fyrsta túr 1907. Þar var hann bátsmaður þegar Bergnr Pálsson hætti 1910, en þátókjón bróðir Þórðar við skipstjórn á F°r' setanum, en Jón var einn af stofn' endum Alliance. Þórður var síðan á ýmsum togurum bátum þar til 1922 að hann réðs til Guðmundar Markússonar 11 Tryggva gamla og með Gu mundi var hann í 20 ár, eða þar 1 Jón Ólafsson sökk 1942. Þórðrjjj var áfram á togurum til 1952 a hann fór í land og réðst til neta 486—ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.