Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1984, Síða 30

Ægir - 01.09.1984, Síða 30
Ásgeir Jakobsson: Koma Forsetans og fyrsti túrinn Sú hefur löngum verið venjan að geyma í Ægi ýmislegt sögulegt efni varðandi fiskveiðar okkar og sjávarútveg. í þetta rit leita menn, ef þeir vilja fiska upp sögulegan fróðleik um þennan atvinnuveg. Sagan af kaupunum á Jóni for- seta er löng og mikil og var ekki átakalaus. Hún er rakin ítarlega í Thors sögu Jensens, en þann sögulega atburð í lífi þjóðarinnar þegar Forsetinn kom er hvergi að finna á bókum. Hér verður nú sögð sú saga og eru heimildarmenn mínir þrír látnir valinkunnir menn, þeir Bergur Pálsson, Jón Tómasson og Þórður Sigurðsson — og er við hæfi að segja fyrst lítið eitt frá þeim sjálfum; þeir voru allir merkir sjómenn, og áttu sér allir um og yfir 50 ára togarasögu. Bergur var fæddur 30. mars 1874 á Viðborða á Mýrum í Suðursveit og ólst upp á Stöðvar- firði og Fáskrúðsfirði. Hann réðst á enskan línuveiðara 1899 og var á honum til 1901 að hann fór á enskan togara og var á enskum togurum þar til hann var ráðinn á Forsetann, þarsem hann lá búinn til ferðar heim íGlasgow um jóla- leytið 1906. Bergur var báts- maður á Jóni forseta til 1912 að hann fór í Stýrimannaskólann og lauk þaðan farmannaprófi 1914. Hann var stýrimaður á Skúla fó- geta þegar hann fórst á tundur- dufli viðTínárósa 1914, skipstjóri á togaranum Austra í þrjú ár, en lengst var hann stýrimaður hjá Aðalsteini Pálssyni á Belgaum. Bergur Pálsson var einstakur kjarnakarl, vel greindur og sjór af vísum og Ijóðum, enda stálminn- ugur, en mikið hörkutól sem sjó- maður og eru af honum margar sögur góðar, einkum urðu sum tilsvör hans fleyg. Bergur lést 1967. Jón Tómasson var fæddur 1889, 12. apríl, í Reykjavík og Reykvíkingur að annarri ætt en austan undan Eyjafjöllum að hinni. Jón byrjaði barnungur til sjós á Kútter Georg með Kolbeini Þorsteinssyni og var þar næst á Kútter Hafsteini með Jóni Ólafs- syni, en 1907, þá 17 ára, réðst hann hjálparkokkur á Forsetann. Hann tók farmannapróf 1912 og fór fljótlega til Englands og þar á enskan togara og tók enskt fljóta- próf, því að hann ætlaði að setjast að úti. Það varð þó ekki. Hann fluttist heim þegar honum bauðst skipstjórastaða á nýjum togara. Kaupin brugðust útgerðarmann- inum, en Jón ílentist hérlendis, og var lengst af stýrimaður eða skip- stjóri en síðast útgerðarstjóri. Óf langt er að rekja að gagni sögu Jóns Tómassonar, til þess var hún of fjölbreytt. Kunnast í hans ferli, að hann teiknaði togara, 1937- 38, miklu fullkomnari en þá gerðust, en íslenzk stjórnvöld synjuðu honum um leyfi til að , / láta smíða hann, og hafði P° aflað sér fjárhagsmöguleika utaf' lands til jíess. Jón Tómasson var mikið hraustmenni, enda hafð' hann iðkað aflraunir ungur; gl,nlt grísk-rómverska glímu við Sig" urjón á Álafossi og keppt vl° hann og Erling Pálsson í sv°' nefndu Nýjárssundi, en þá synW kapparnir í sjónum frá DurÞ; bryggju og að markalínu frammj á höfninni og svömluðu síðan n baka. Eitt nýjárssundið háðu þe,r í blindbyl. Jón lést 18. desember 1970. Þórður Sigurðsson var fædour að Meiðastaðakoti í Garði 23- október 1885, en var eins bræður hans, sem einnig urðu togaramenn, kenndur vl, Blómsturvelli í Garði. Þórðurfúr til sjós fermingarárið á 12 tonn3 mótorbát, svo á kútter Signp' með Ellert Schram, þá á ísabelH með Jóni bróður sínum og á f°r' setann í fyrsta túr 1907. Þar var hann bátsmaður þegar Bergnr Pálsson hætti 1910, en þátókjón bróðir Þórðar við skipstjórn á F°r' setanum, en Jón var einn af stofn' endum Alliance. Þórður var síðan á ýmsum togurum bátum þar til 1922 að hann réðs til Guðmundar Markússonar 11 Tryggva gamla og með Gu mundi var hann í 20 ár, eða þar 1 Jón Ólafsson sökk 1942. Þórðrjjj var áfram á togurum til 1952 a hann fór í land og réðst til neta 486—ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.