Ægir - 01.09.1984, Síða 28
Myndi slík „bið" sýnu skaðlegri
en sóun á nokkru af almannafé í
sambandi við gagnslausar merk-
ingar. „Biðin" myndi gefa úthafs-
veiðunum svigrúm til að spilla
fremur en orðið er íslenskum
laxám og viðhalda kverkataki á
hinum unga íslenska hafbeitar-
iðnaði. Því ber að leggja þegar af
þær örmerkingar vegna Færeyja-
veiðanna, sem hér hafa verið
gerðar að umtalsefni.
V. Ályktanir
í stuttri samantekt langar mig til
að koma á framfæri við íslensk
stjórnvöld eftirfarandi athuga-
semdum og tillögum:
1. Að ályktun Alþingis frá 14.
mars 1983 verði höfð að leiðar-
Ijósi í sambandi við málsmeðferð
og framkvæmdir af opinberri
hálfu, er varða verndun og við-
gang laxastofnsins.
2. Að af íslands hálfu verði þegar
tekið fyrir örmerkingar laxaseiða
vegna úthafsveiða Færeyinga.
3. Að Norður-Atlantshafs lax-
verndunarstofnunin og skrifstofa
hennar í Edinborg verði af Islands
hálfu nýtt svo sem ástæður leyfa
til að stofna til samvinnu allra
laxalanda við norðanvert Atlants-
haf um að standa sameiginlega
að veiðikvótasamningum við
Færeyinga og Grænlendinga.
Jafnframt legg ég til, að matsað-
ferðir um áhrif úthafsveiðaá laxa-
gengd heimalandanna verði
byggðar á þeim grundvallar-
atriðum sem rætt er um í töflu I í
kafla II hér að framan.
Ég vek ennfremur athygli á eftir-
farandi:
1. Árið 1981 gerði Efnahags-
bandalagið samninga við Færey-
inga um hámarksveiðar þeirra
fyrir vertíðina 1981—82 (750
tonn) og vertíðina 1982-83 (625
tonn). Mér er ókunnugt um hvort
þessi samningurhefurveriðfram-
lengdur, og ef svo er með hvaða
breytingum. í þessari samnings-
gerð voru Noregur, Svíþjóð og
ísland ekki höfð með í ráðum. Að
þessu leyti er þessi samningur
harla fráleitur, með því að nefnd
þrjú lönd - þar á meðal Noregur,
sem er mesta framleiðsluland
laxaseiða í Evrópu - eru ekki að
spurð. Og skilja má af fréttatil-
kynningu íslenska sjávarútvegs-
ráðuneytisins að loknum nýlega
afstöðnum fiskveiðisamningum
við Færeyinga, að þeir (Færey-
ingar) haldi sig nú við 625 tonna
ársveiði skv. samningi við EBE,
og virðist sem þessari „tilkynn-
ingu" hafi ekki verið mótmælt af
íslands hálfu. Þetta vekur athygli
á þeim íslenska heimóttarhætti
og handahófi, sem enn er áber-
andi á þessum vettvangi.
2. Það er ekki „náttúrulögmál",
að Færeyingum líðist að hirða
skv. upplýsingum þeirra sjálfra -
án nokkurs alþjóðlegs eftirlits -
um þessar mundir sem svarar til
um 250.000 laxa á ári (um ^
sinnum meira en sem nemer
stangveiði íslendinga), en a,
kalla allur þessi lax á uppruna 1
laxalöndum Evrópu. Hér þnrW
laxalöndin að semja sameig1'1'
lega um veiðikvóta á grundvel1
66. greinar Hafréttarsáttmálans-
3. Þaðerengin söguleghefðfyrir
Færeyjaveiðunum, en um þe^1
atriði gegnir nokkuð öðru ma'
varðandi úthafsveiðarGrænlenm
inga.
4. í útvarpsfrétt frá sjávarútveg5'
ráðuneytinu að afloknum nýle@'
um fiskveiðiumræðum við F3^'
eyinga var þess getið, að FsereV'
ingar myndu reiðubúnir til a
draga úr núverandi laxafla (62;r
tonn á ári) smám saman, eftir þ'1
sem laxeldi í sjókvíum við F^r'
eyjar færist í aukana. Mátti heh1
skilja, að Færeyingar hefðu sjáb'
dæmi í þessu et'ni, samnings3®'
staða íslenskra stjórnvalda enna
veik vegna umsagna Veiðimál3'
stofnunarinnar í þessu samband1-
Þó hefði væntanlega máttand3era
eilítið og vekja opinberlega at
hygli á umræddri ályktun Alþ'n^
is og þeim grundvelli sem hun
byggirá.
Það getur íöllu falli naumasttaH ,
eðlilegt, að Færeyingar kon11
fram í þessu máli eins og „sá sen1
valdið hefur", svo og að þeir ley
sér að klappa á kollinn á forsvars
mönnum íslenska lýðveldisins-
484—ÆCIR