Ægir - 01.05.1985, Side 40
SIGLINGAMALASTOFNUN RÍKISINS
HRINGBRAUT 121, PÓSTHÓLF 484, 127 REYKJAVÍK
VARÐANDI: Eignaskipti á skipum og bátum.
Af og til kemur það fyrir að eigendaskipti á skipum og bátum fara fram,
að því er virðist, án þess að kaupendur kanni til hlítar hvernig viðkom-
andi skip eða bátur standi gagnvart lögbundnum skoðunum.
Samkvæmt lögum um eftirlit með skipum nr. 52/1970 hvílir sú laga-
skylda m.a. á eiganda skips, að sjá til þess að lögskipaðar skoðana-
gerðir fari fram á skipi þ.e.a.s. að skip sé skoðað árlega.
Skylda þessi hvílir á öllum eigendum skipa og báta, sem eru lengri en
6 metrar.
Því miður virðist allt of algengt að eigendur skipa, sérstaklega minni
báta, fylgi ekki þessari lagaskyldu þrátt fyrir að skipin séu notuð. Um
ástand þeirra skipa, sem ekki eru færð til skoðunar, er að sjálfsögðu
lítið hægt að fullyrða.
Því er vakin athygli á þessu máli nú, að oft leita nýir eigendur skipa og
báta til Siglingamálastofnunar ríkisins, þegar kaup hafa orðið og ný
skoðun leitt í Ijós að ýmislegu er ábótavant, jafnvel hefur komið í Ijós
að bátar hafa gengið kaupum og sölum, sem ekki hafa verið viðgerð-
arhæfir. I slíkum tilvikum getur stofnunin engu áorkað hafi ekki farið
fram lögbundnar skoðanir á viðkomandi skipi. Þess vegna hefur stofn-
unin í dag birt meðfylgjandi auglýsingu öllum til viðvörunar og eftir-
breytni.
7. maí 1985.
Siglingamálastjóri.