Ægir - 01.08.1988, Blaðsíða 8
404
ÆGIR
gera áður óseljanlegar fiskteg-
undir meira aðlaðandi, þá hefur
m. a. verið brugðið á það ráð, að
gefa þeim ný og aðlaðandi nöfn
og virðist það hafa borið góðan
árangur.8’
Til að kanna neysluvenjur eru
víða gerðar neytendakannanir.
Þótt slíkar kannanir geti gefið
mjög gagnlegar upplýsingar, þá
þarf að túlka niðurstöður þeirra
með varúð. Sérstaklega á þetta
við um fisk, vegna þess hve fjöl-
breytni afurðanna er mikil á mark-
aðnum og oft erfitt að gera
samanburð.
Mælanleg áhrif „heilsubylgj-
unnar" koma helst fram í niður-
stöðum neyslukannana þar sem
fólk er spurt um breytingar á
neysluvenjum. Niðurstöður eru
gjarnan á þá lund að fólk borði
minna salt, minna af mettuðum
fitum, minna kjöt og meira af
„léttri"fæðueinsog fiski ogfugla-
kjöti. í könnun sem gerð var í
Bandaríkjunum 1984 (tafla 2)
kom t. d. fram að helmingur neyt-
enda fc.ldi sig borða meiri fisk en
áður.9)
Út úr þessum og ýmsum öðrum
neytendakönnunum sem miða
að því að kanna fiskneyslu sér-
staklega má lesa ýmsan fróðleik
sem sjálfsagt hljómar kunnug-
lega: Fólk vill helst ferskan fisk
(þ.e. ófrosinn) og mikið er lagt
upp úrfiskréttum sem eru tilbúnir
á pönnuna, eða öllu heldur í
örbylgjuofninn. að öðru leyti
virðast þessar kannanir gefa til
kynna:
1) Fólk v/V/borða meiri fisk, heils-
unnarvegna.
2) Flestir kunna vel að meta
bragð af góðum fiski.
3) Fólki er mjög í nöp við sterka
fisklykt.
4) Algengt er að fólk sé fá-
kunnandi um matreiðslu á
fiski.
Þannig settu t.d. 42% neyt-
enda bragðgæði fisks í fyrsta sæti
þegar þeir voru spurðir um hvað
þeim líkaði best við fisk, en nán-
ast sama hlutfall, eða 43%, svar-
aði að það væri lyktin sem þeim
líkaði verst við í sambandi við
fisk.10)
Það er einkum athyglisvert að
um 75% af öllum fiski í Banda-
ríkjunum er neytt í veitinga-
húsum og virðist það m. a. standa
í sambandi við vankunnáttu fólks
við að matreiða fisk. Einnig virð-
ist það algeng skoðun þar vestra,
að sé fiskur matreiddur í heima-
húsi komi híbýli manna til með
að lykta af fiski í langan tíma á
eftir.
Hvað segir þetta? í stuttu máli,
þá virðist sú niðurstaða að margir
kvarti undan sterkri fisklykt renna
stoðum undir það álit margra, að
mikið sé af skemmdum fiski á
markaðnum. Margir hafa látið í
Ijós þá skoðun, að þetta sé ein
aðal ástæðan fyrir því að neyslan
vaxi mjög lítið í iðnríkjunum,
þrátt fyrir þá gífurlegu auglýsingu
sem fiskur hefur fengið sem sér-
lega holl og góð fæða. Niður-
staðan er því sú að fólk auki ekki
neyslu á fiski einungis vegna holl-
ustunnar, hannverðurlíkaaðvera
góður. Þó ber að taka það fram ao
þess eru mörg dæmi að hátt ver
fremur en skortur á gæðum hati
haldið aftur af aukinni markaðs-
hlutdeild. . ,
Að mikið sé af lélegum fiski a
markaði þarf ekki að koma a
óvart þegar haft er í huga hve vio-
kvæm vara fiskur er, bæði hva
varðar vinnslu og geymslu. Þegar
við bætist að hvert fiskiskip og
vinnslustöð þarf að meðhönd a
fjölda fisktegunda, sem hver er
með sín sérkenni þá er Ijóst a
það er vandasamt að viðhal 1 2 3 4
jöfnum og miklum gæðum. Ek'
er við öðru að búast en að krö nr
neytenda um staðlaðar vörur og
jafntframboð muni fremuraukas
á komandi árum, ekki hvað slS
með tilkomu vaxandi framleiðs
áeldisfiski.
Sjálfvirkni í gæðaeftirliti
og vinnslu -
En hvernig er fiskiðnaðurinn
stakk búinn til að mæta auknun
kröfum um gæði?
Mynd 3
Neysla á kjöti og fiski í
Bandaríkjunum 1982-1987
rj Fiskafuröir
O Svínakjot
m Fuglakjöt
O Nautakjot
'87 uSA
Naeonal FiBhaiies Insbtu®-