Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1991, Síða 58

Ægir - 01.06.1991, Síða 58
342 ÆGIR 6/91 Bíldudal með harm í hjarta, til þess hafði hann enga ástæðu. Ráðstöfun hans á eignunum bendir og til þess að hann hafi ætlað að nota þær sem eins konar stökkpa 11 til enn rneiri fram- kvæmda, annars staðar. Fjórði og síðasti hluti bókar- innar fjallar um ævi og athafnir Péturs eftir að hann fór frá Bíldu- dal. Þar segir fyrst og mest af Millj- ónafélaginu, sem reyndar hét formlega „P.l. Thorsteinsson & Co." Þetta er tvímælalaust athygl- isverðasti kafli bókarinnar, enda setur Asgeir þar t'ram nýjar skoðanir og dregur mjög í efa frá- sögn Thors Jensen um tilurð félagsins, sem skráð er í ævi- minningar Thors. Þar segir að Pétur hafi átt frumkvæðið að stofnun félagsins, en fengið Thor og dönsku peningamennina með sér. Ásgeir telur hins vegar, og færir ýmis rök fyrir skoðun sinni, að Thor hafi átt frumkvæði að stofnun Milljónafélagsins, fyrst og t'remst til að bjarga eigin skinni. Er hér vísað til heimilda, sem benda til þess að Thor hafi auðgast á félaginu og starfsemi þess. Saga Milljónafélagsins var sam- felldur hrakfallabálkur og satt er það sem hér segir, að enginn fór jafn illa út úr viðskiptunum og Pétur. Hann lagði allar eigur sínar í félagið, var ýtt út og stóð eítir eignalaus er fyrirtækið fór á haus- inn. Saga fyrirtækisins hefur enn ekki verið skráð et’tir traustum hei- mildum og þar til það hefur verið gert er erfitt að skera úr um, hvað hefur í raun og veru gerst. Mér þykir hins vegar fremur ótrúlegt að ekki megi finna skjöl og bókhalds- gögn félagsins í Danmörku, og væri þá trúlega skynsamlegast að hefja leitina í atvinnusögu Dana, Erhvervsarkivet, í Árósum. Danir eru ekki þekktir fyrir að henda slíkum gögnurn. Engin ástæða er þó til að bera brigður á framkomu Dananna og Thors við Pétur. Hún var á flestan hátt ódrengileg og sýnt að þar skaraði hver elda að sinni köku. Drengskapur hefur hins vegar sjaldan verið einkunn- aroð manna í stórviðskiptum og í jjessu félagi varð Pétur undir. Ég á hins vegar erfitt með að fallast á þá skoðun Ásgeirs, að Pétur hafi nán- ast verið blekktur til þátttöku. Engin nauður rak hann til að vera með og hafi hann, eins og Ásgeir neínir, haft grunsemdir um t'jár- hagsstöðu Thors Jensen er félagið var stofnað, má teljast íurðulegt að hann skyldi skilyrðislaust leggja fram allt sitt, hafi hann ekki haft trú á fyrirtækinu. Hér skal því ekki haldið frarn, að Pétur J. Thorsteinsson hafi átt t'rumkvæðið að stofnun Milljónar- félagsins, en fái sú skýring staðist, sem áður var sett frarn um brottför hans af Bíldudal, verður þátttaka hans í þessu óhappafélagi skiljan- legri en ella. Engum blöðum er um það að fletta, að í Danmörku hefur Pétur haft augun opin fyrir nýjum möguleikum í útgerð og öðrum atvinnurekstri og sjálfsagt rætt þau mál við ýntsa menn. Þegar stofnun Milljónarfélagsins komst á dagskrá hefur hann sv° eygt möguleika á þátttöku í nýju' öflugu stórfyrirtæki og þá genglir hann í leikinn af fúsurn og frjálsum vilja, leggur fram allar eigur s:n3r á Bíldudal, sem hann hefur að h indum ætlað að nota við stolnn11 nýs fyrirtækis hvort eð var, b leggur félaginu til nafn sitt að au '■ Þetta þykir mér miklu Iíklegri skyr ing en að Pétur hafi látið blekkjas til þátttöku. Með því að halda þvl fram er í raun gert lítið úr hygS indum hans og athafnasenn staðreynd að rekstur fyrirtaekisiu^ fór allur úr böndunum segir ekke um tildrögin að stofnun þess, eU Ijóst er að Pétur hefur ekki átta^ sig fyrr en um seinan. Þá ge's hann út og hóf nýjar framkvaem ir, byrjaði frá grunni. . Ekki leikur á tveim tungum a reynslan at’ Mi 11 jónarfélag'nL hefur reynst Pétri þungbær, senn' lega miklu þungbærari en bro förin af Bíldudal, og ég er san^ rnála Ásgeiri unt að eftir þetta hann ekki samur maður og áðL,r, Hann hefur að sönnu margt prjónunum síðustu tuttugu ár & , sinnar, kemur víða við sögu Sú Kútterinn Esther var í eigu Péturs 1911-1923 og var mikið happaskip. 5k/P5,C var lengst af Cuðbjartur Óiafsson. 24. mars 1916 bjargaði hann 38 mönnW1 4 árabátum i otsaveðri í Crundavíkursjó.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.