Alþýðublaðið - 26.06.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.06.1923, Blaðsíða 2
s AlfiýðnhraaðgerSln framleiöir að allra dómi bezta brauðiu í bænum. Notar að eins bezta mjöl og hveiti frá þektum erlendum mylnum og aðrar vöiur frá helztu firmum í Ameríku,. Englandi, Danmörku og Hollandi. Alt efni til brauð- og köku- gerðar, smátt og stórt, eru beztu vörutegundirnar, sem á heimsmarkaðinum fást. Kauplækkunar' tilræðið. „Hvaðan alda sjá rennr.“ >Glögt fæ ek séð, hvaðan alda sjá rennr<, sagði Þorgils Hölluson, er hann hafði verið gintur til að vinna verk, er eng- in nauður rak hann til að vinna, í von um ávinning, er honútn hyggnari maður gaf honum von um, en sá jafnframt ráð til að láta hann verða af. Ekki er ólíklegt, að einhverjum togaraeigendsnna finnist nokkuð likt sitt hlutskifti, ef þau ráð takast, sem mikil líkindi eru til að séu hið eiginlega tilefni til kauplækkunar-tih æðidns við sjó- mannastéttina. Um fjárhagslegan ávinning fyr- ir þá, sem neinu nemur, getur ekki verið að ræða. Sumir geta því til, að það sé fram komið til þess að afla togaroeigendunum tylliástæðu fyrir þv( að hafa tog- ana bundna yfir sumarið; þeir telji víst, að enginn sjómaður vilji lita við smánarkaupinu, og ætli sér síðan að hafa sér til af- sökunar, að þeir fái engan mann; þeir verði þvf að láta togarana liggja bundna. Aðrir halda því fraœ, að und- irrót tilræðisins sé öll önnur. Það skal ekkert um það fullyrt, hvað hæft. sé í máli þeirra, en eftir at- vikum virðist rétt, að j»að koœi fram. Þið er einkenni á félagsskap auðvaldsmanna, að vald einstak- linganna i honum fer eftir því, hversu fésterkir þeir eru, gagn- stætt því, sem er í öðrum félags- skap, að ráðin fara eitir parsónu- legu valdi. Þesa vegna eru þess mýraörg' dæmi, að til dæmis í félögum atvinnurekénda hafa eia- göngu ráðið hagsmunir þess at- vinnurekandins, sem mest hafði umleikis, og ráðstafanir féiags- skaparins farið eftir því, sem honum gegndi bezt, eins þótt það færi í þveran bága við hags- muni smærri atvinnurekendanna. Hefir það oft orðið til þess, að þeir hafa orðið að gefast upp og selja fyrirtæki sín, en hinir þá komist að góðkaupum á öllu saman, bæði fyrir það, að þeim hefir gengið betur, þótt méð til- styrk hinna smærri væri, og hitt, að þeir hafa vitaskuld meira lánstraust, sem mikið hafa um- leikis, þótt ekki séu tiltölulega auðugri en aðrir, sem yfir minna ráða. Ástandið er nú svo í herbúð- um togaraeigendanna, að mörgum þeirra er mjög hætt við falli. þeirra mesta nauðsyn er því að afla sem mests til þess að geta annað skuidakröfunum. Einkum er þeim það áríðandi, sem litlum útvegi ráða, því fyrir þá er hætt- an mest á harðri eftirgöngu eftir skuldunum vegna þass, að þeir draga færri með sér í fallið en hinir. Fyrir þá gildir binding tog- aranna sama sem aukning á skuldunum'. Samt ákveður félag þeirra — að vísu ekki að binda þá, heldur — að gera kröfu, sem hefir þ&ð í för með sér ó- hjákvæmilega, ef við hana er staðið. Það er kunnugt hér, að áhrifa trá hf. >Kveldú!fi< hefir gætt mjög í ályktunum >Félags ís- lenskra botnvörpuskipaeigenda<. Það er talið víst, að kauplækk- unarkra^an í vetur hafi verið runnin utidan rifjum framkvæmda- stjóra hf. >Kveldúlfs<, þar sem Ólafur Thors er einna ráðríkast- ur og framgjarnastur og líklega einna fróðastur um starfsaðferðir auðvaldsins. Það er einnig talið víst, að þetta útgerðarfélag hafi ráðið méstu um kröfu þá, sem nú er gerð, hvort sem það nú er af því, að forráðamenn þess álíti, hún sé bjargráð fyrir útveginn yfirleitt eða á bak við liggja aðrar stærri ráöagsrðir. Hitt vitá menn, að hf. >Kve!d- i úiíur< er það togarafélaganna, sem einna best stendur sig og þvf þolir bezt dálítið vaxtatáp í bi!i, sem mest hefir umleikis og því er öruggast fyrir því, að ekki verði hart gengið eftir skuldunum, því af þvi mundi leiða svo stórkostlegt hrun, þar sem lélagið eða eigenduA þess stunda auk útgerðarinnar bæði verzlun og landbúnað. Hér sknl ekkert um það sagt, hvort féiagið hafi nokkra >bak- þanka< um að stilla svo tii, að komist verði bráðlegá áð góð- kaupum á fleiri togurum, en hinu verður ekki neitað, að á- stæðum geti trauðlá verið betur skipað til þess en nú er, þótt ráðað væri e'tir þaulhugsaðri ráðagerð. — Meira á morgun. Framleiðslutækin eiga að vera þjóðareígn. Hljððfæraskólinn. Fyrsta prófið í hljóðfæraskól- anum, sem stofnaður var í haust, var haldið í Iðnó 14, júní að viðstöddu skólaráðiuu, nokkr- um gestum, hijómlætðum og hljómelskum, og nemendum skólans. Á prófinu komu fram flest tíðkanleg hljóðfæri. Meðal annars má neína blást- urssvéit 4 manna (Eggert Jó- hannesson, Pétur Heigason, Ósk- ‘ar Jónsson og Tómas Alberts- son), sem b!és hreint og hljómþýtt. Karl Runólísson sýndi okkur, hvað hann hafði lætt á >Cornet<. Lelkni hans og önnur meðferð er virðingarverð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.