Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Page 7

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Page 7
Guðmundur S. Alfreðsson, cand. jur.: DÖNSKU HEIMASTJÓRNARLÖGIN FYRIR GRÆNLAND Á haustfundi sínum 1972 samþykkti grænlenzka landsráðið, að til- lögu Jonathan Motzfeldt, að mæla með því við Grænlandsmálaráðu- neytið í Kaupmannahöfn, að stofnuð yrði nefnd, sem kanna skyldi leiðir til að auka hlutverk og ábyrgð ráðsins í framtíðarþróun mála á Grænlandi. Með stjórnarskrárbreytingu árið 1953 var Grænland inn- limað í Danmörku og nýlenduskipaninni (amk. að nafninu til) af- létt. Um þetta víðáttumikla og fjarlæga amt hafa þó gilt margvísleg sérfyrirmæli. Skv. 1. 76/1976 hafði landsráðið ákvarðanavald í þeim málaflokkum, sem dönsk lög fólu því. Slík framsöl, t.d. varðandi fá- tækra- og friðunarmálefni, voru fátíð. Grænlandsmálaráðherrann hafði vald til að ógilda ákvarðanir ráðsins, ef það fór út fyrir vald- svið sitt og ef samþykktir þess brutu í bága við lög. Ennfremur hafði ráðið ráðgjafar-, tillögu- og fyrirspurnarrétt varðandi dönsk lög og stjórnvaldsákvarðanir, sem snertu grænlenzka hagsmuni. 1 framhaldi af ofangreindum tilmælum landsráðsins setti Græn- landsmálaráðherrann í janúar 1973 á stofn heimastjórnarnefnd (hjemmestyreudvalget), sem í sátu 8 Grænlendingar: 5 landsráðs- fulltrúar, báðir grænlenzku þjóðþingsmennirnir og fulltrúi Sambands grænlenzkra sveitarfélaga. Þessi nefnd sendi í febrúar 1975 frá sér skýrslu um æskilega verkaskiptingu Grænlendinga og Dana, eins konar samningsgrundvöll. Meðal ástæðna, sem nefndarmenn töldu mæla með heima- eða sjálfstjórn, eru nauðsynin á að varðveita grænlenzk séreinkenni og menningu, ólík tungumál og tjáningarvandkvæði, land- fræðileg fjarlægð og samgönguerfiðleikar, vanmátturinn því samfara að horfa á allar meiri háttar ákvarðanir teknar í Kaupmannahöfn og athafna- og áhugaleysi grænlenzkra stjórnmálamanna vegna ónógra verkefna. 69

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.