Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Qupperneq 24

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Qupperneq 24
ástæða til að gera slíka allsherjargreiningu, enda fer umfang rekstrar ekki alltaf eftir upphæð hlutafjár og allsherjargreining að þessu leyti myndi gera alla framkvæmd þessara mála miklu flóknari. Frumvarpinu er því ætlað að taka til bæði stórra og smárra fyrirtækja, sem rekin eru í formi hlutafélags. Á einstaka stað í frumvarpinu er þó tekið til- lit til þarfar fyrir mismunandi reglur, m.a. vegna stærðar hlutafélags.“ Það er bæði satt og rétt, sem í athugasemdum með íslenska frum- varpinu til hlutafélaga segir, að mest hliðsjón hafi verið höfð af dönsku hlutafélagalögunum við samningu frumvarpsins. Það gleymd- ist aðeins að geta þess, að í Danmörku eru í gildi tveir lagabálkar, er fjalla um félög með takmarkaða ábyrgð (hlutafélög), og að íslensku hlutafélagalögin eru sniðin eftir öðrum þeirra. Að mestu hefur verið horft framhjá ákvæðum hinna laganna. Þeir lagabálkar, sem mynda þannig til samans méginréttarreglur um hlutafélög í Danmörku, eru lög nr. 370 frá 13. júní 1973 um „aktieselskaber“ og lög nr. 371 frá 13. júní 1973 um „anpartsselskaber“. Sem sjá má hafa lögin fylgst að, þau voru gefin út sama dag, 13. júní 1973, og gengu bæði í gildi I. janúar 1974. 1 stuttu máli má segja, að lögin um „aktieselskaber“, sem líkjast íslensku hlutafélágalögunum, séu fremur ætluð fyrir stærri fyrirtæki með mörgum hluthöfum, en lögin um „anpartsselskaber“ séu sniðin fyrir hin rninni. I hvorugum lögunum er þó gert ráð fyrir takmörkunum á stærð félaganna. Þannig er ekkert, sem mælir gegn því, að jafnvel stærstu fyrirtæki séu rekin sem „anpartsselskaber“ og mjög lítil fyrirtæki sem „aktieselskaber“. II. MUNURINN Á „AKTIESELSKAB“ OG „ANPARTSSELSKAB“ I DÖNSKUM RÉTTI. Sem áður greinir hefur danski löggjafinn fremur ætlast til þess, að stór fyrirtæki með mörgum hluthöfum skyldu rekin sem „aktiesel- skab“. Þetta er þó ekki ófrávíkjanleg regla. Það, seni veldur því, að minni fyrirtæki kjósa heldur félagsformið „anpartsselskab“, er ein- faldari uppbygging og minni formkröfur. Ef lögin um „anpartssel- skaber“ og lögin um „aktieselskaber“ eru borin saman grein fyrir grein, kemur fljótt í ljós, að fyrrnefndu lögin eru stuttorð og gera smáatriðum lítt skil og gefa mönnum þannig frjálsari hendur um rekstrarformið. Samsvarandi greinar síðarnefndu laganna hafa ýtar- leg og ófrávíkjanlég fyrirmæli að geyma. I mjög mörgum atriðum er þó lítill sem enginn munur á þessum tveim lagabálkum, og víða í lögunum um „anpartsselskaber“ er vísað til hliðstæðra ákvæða lag- 86
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.