Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Side 25

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Side 25
anna um „aktieselskaber“. Hætt er þó við, að munurinn eigi eftir að aukast, þar sem ljóst er, að aðild Dana að Efnahagsbandalagi Evrópu kemur til með að hafa margvíslegar breytingar í för með sér á lög- um um „aktieselskaber". Ástæðan er sú, að stjórn Efnahagsbanda- lagsins leggur ríka áherslu á að samræma lagareglur aðildarríkjanna um stór fyrirtæki, einkum végna fj ölþj óðlegra fyrirtækja, sem flest hafa valið rekstri sínum hefðbundið hlutafélagsform (,,aktieselskab“), enda er það rekstrarform eðlilegt í löndum, þar sem kauphallarvið- skipti þrífast. Breyting á rekstri fyrirtækja úr „aktieselskab" yfir í „anpartsselskab“ er tiltöluléga auðveld. Því má ætla, að mörg dönsk fyrirtæki muni grípa til þess ráðs, verði reglur Efnahagsbandalagsins of strangar og íþyngjandi. Hér á eftir verður getið nokkurra atriða, sem er skipað á annan hátt í „anpartsselskab“ heldur en í „aktieselskab". Upphæð hlutafjár Upphæð hlutafjár í „aktieselskab“ skal minnst vera 100.000.— dkr., en í „anpartsselskab" er lágmarkið 30.000.— dkr. Samkvæmt íslensku hlutafélagalögunum skal hlutaféð vera 2.000.000.— kr. hið lægsta sbr. 1. gr. Eigin hlutabréf „Aktieselskab“ má eiga 10% eigin hlutfjár, en ,,anpartsselskab“ leyfist slíkt alls ekki. 1 46. gr. íslensku hlutafélagalaganna segir, að „hlutafélag má aldrei sjálft eiga meira en 10% af eigin hlutafé“. Varasjóður 1 „aktieselskab" er skylt að leggja hluta af árságóða í varasjóð, og er 108. gr. 1. mgr. íslensku laganna efnislega samhljóða þessu ákvæði. Hins vegar er ekki lögð sú skylda á ,,anpartsselskab“ að leggja í vara- sjóð. Arðsúthlutun 1 lögum um „aktieselskaber“ eru ýmsar takmarkanir á arðgreiðslum til hluthafa. Eru þær efnislega svipaðar samsvarandi ákvæðum í ís- lensku hlutafélagalögunum, sbr. 42. gr. 2. mgr. 1. tl., 43. gr„ 106. gr„ 107. gr. og 109. gr. Engar takmarkanir á arðsúthlutun er hins vegar að finna í lögum um „anpartsselskaber". 87

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.