Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Side 26

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Side 26
Lán og- ábyrgðir Reglur um heimildir til að veita lán til hluthafa, stjórnarmanna og framkvæmdastjóra, eða setja tryggingar fyrir þá, eru strangari, þeg- ar um er að ræða ,,aktieselskab“ heldur en þegar „anpartsselskab“ á í hlut. Ákvæði þessa efnis er að finna í 112. gr. íslensku laganna um hlutafélög. Formkröfur Stofnendur „aktieselskab“ skulu vera þrír hið fæsta, í „anparts- selskab“ nægir einn. 1 báðum félagsformunum er nóg, að hluthafi sé aðeins einn. Samkvæmt íslensku lögunum þurfa stofnendur og hlut- hafar að vera fimm hið fæsta, sbr. 3. gr. og 17. gr. Ákvörðun um stofnun „aktieselskab“ skal tekin á formlegum stofnfundi, sbr. sams konar ákvæði í 9. gr. íslensku hlutafélagalaganna. Þegar „anpartssel- skab“ er stofnað, er ekki nauðsynlegt að halda stofnfund. Ef nýstofnað „aktieselskab“ tekur við fyrirtæki í rekstri, skal leggja fram efnahags- og rekstrarreikning fyrirtækisins tvö síðustu reikn- ingsárin áður en stofnsamningur er undirritaður, sbr. samsvarandi ákvæði í 5. gr. 3. mgr. íslensku laganna. Þetta er óþarft í „anparts- selskab“. 1 „aktieselskab“ er nauðsynlegt að gefa út hlutabréf. Skulu þau vera þrjú hið fæsta og ýmist hljóða á nafn eða handhafa. Hlutabréfa- útgáfa er á hinn bóginn óþörf í „anpartsselskab“, en séu þau gefin út, skulu þau hljóða á nafn. Meginreglan er sú, að í stjórn félags, hvort félagsformanna sem notað er, sitji a.m.k. þrír menn. Að vissum skilyrðum uppfylltum geta samþykktir fyrir „anpartsselskab“ kveðið svo á, að stjórnendur skuli vera færri en þrír, og jafnvel að félagið hafi enga stjórn. Af þessu leiðir að „anpartsselskab“ verður að hafa framkvæmdastjóra, en í „aktieselskab" er þess aðeins þörf, ef hlutféð nem'ur 400.000 dkr. eða meira. Samkvæmt 47. gr. íslensku hlutafélagalaganna skulu í stjórn hlutafélags sitja fæst þrír menn, og í 49. gr. segir, að í félagi, þar sem hlutaféð er kr. 30.000.000.— eða meira, sé stjórn skylt að ráða einn eða fleiri framkvæmdastjóra. í öðrum félögum sé stjórn heim- ilt að ráða framkvæmdastjóra. Samkvæmt lögum um „aktieselskaber" er í allnokkrum tilvikum skylt að halda hluthafafundi (aðalfundi), og setja lögin reglur um, hvernig að þeim skuli staðið. 1 „anpartsselskab" eru slík fundahöld ekki nauðsynleg, enda samþykki hluthafar að útkljá mál án slíks fund- 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.