Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Side 30

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Side 30
Ljóst er, að í ýmsum atriðum hefði mátt gefa meiri gaum að sér- stöðu hinna smærri hlutafélaga og raunar sérkennum íslenskra hluta- félaga og þj óðfélagshátta almennt. Þess vegna er hér lagt til, að athug- að verði, hvort ekki sé tímabært, að nú þegar verði sett lög um sér- stakt hlutafélagsform fyrir tiltölulega lítil fyrirtæki, eða, núgildandi hlutafélagalögum verði breytt á þann vég, að tekið vei'ði meira mið af sérstöðu lítilla hlutafélaga. Megintilgangui' slíkrar endurskoðunar lag- anna og eftir atvikum setningar nýs lagabálks verði sá að veita litlum hlutafélögum meira svirúm til að ráða eigin málum. Til að afmarka það, hvað teljist „lítið“ hlutafélag eða „stórt“ vei'ði að því hugað, hvort greiningin geti á því byggst, að um almenningshlutafélag sé að tefla eða ekki. Við endurskoðun löggjafarinnar mætti a.m.k. gefa gaum að þeim atriðum, sem nefnd voru í II. kafla hér að framan, og taka til munarins á „aktieselskab“ og „anpartsselskab“. Vel getui' og verið, að óhætt sé frá sjónarmiði viðskiptaöryggis og réttarvörslu að veita stofnendum og stjórnendum hinna minni hlutafélaga jafnvel enn frjálsari hendur heldur en gert er ráð fyrir í lögunum um „anparts- selskaber“. Varðandi aðgang að upplýsingum hlutafélagaskrárinnar sérstaklega, verður að gera þær kröfur, að farið verði varlega í sak- irnar, þegar ákvarðað verður, í hvaða mæli eigi að veita almennan aðgang að hlutafélagaskránni. Einkum á þetta við um hin minni fé- lög. Taka verður tillit til sérkenna íslenskra hlutafélaga og meta verð- ur þær aðstæður, sem skapast í fámennu þjóðfélagi, þar sem allir þekkja alla. Ef hlutafélögin yrðu ein tekin út úr að þessu leyti, yrði einnig um að ræða augljósa mismunun milli félagsforma. Friðhelgi um einkamálefni hlutafélaga eða annarra félaga má ekki rjúfa, slíkt væri að brjóta meginreglur íslensks réttar. Til viðbótar því, sem áður hefur verið nefnt, skulu hér á eftir enn talin í örstuttu máli nokkur rök fyrir nauðsyn endurskoðunar laga um hlutafélög. Þörfin á greiningu milli „lítilla“ og „stórra“ hlutafélaga er fyrir hendi hér á landi sem erlendis. Eins og áður hefur vei'ið að vikið voru dönsku lögin um „aktiesel- skaber“ helsta fyrirmyndin að íslensku hlutafélagalögunum, en dönsku laganna um „anpartsselskaber“ var að engu getið. Þó að í litlum mæli sé, er í íslensku lögunum að finna dæmi um mismunandi reglur m.a. vegna stærðar hlutafélaga. Þetta er því viss viðurkenning á því, að einhvers konar greinarmunar sé þörf. Hins vegar er hafnað allsherjai'- 92

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.