Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Qupperneq 42

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1980, Qupperneq 42
mikilli könnun í samvinnu við aðra stofnun á sama sviði, The National Center for State Courts, á starfi og verksviði ólöglærðra dómara í Bandaríkjunum. Þeir eru mjög fjölmennir og gegna miklu hlutverki í réttarkerfinu eins og í Englandi. Þá hefur stofnunin unnið afar mikið starf að umbótum og samræm- ingu í meðferð mála varðandi börn og ungmenni. Árið 1956 var hafið námskeiðahald fyrir dómara áfrýjunardómstiganna. Hefur slíkt námskeið verið haldið árlega síðan og í samvinnu við lagadeild New York-háskóla. Er boðið tilteknum hópi dómara í hvert sinn, bæði úr ríkja- og alríkiskerfinu, sem sitja námskeið eða málþing í tvær vikur. Er unnið lengi og strangt á hverjum degi. Það sem einkum er tekið til með- ferðar er: Stjórnun og rekstur dómstólanna, samskipti dómstóla hinna ein- stöku ríkja og alríkisdómstólanna, samning dóma, nýir straumar í skaðabóta- rétti í sambandi við líkamstjón, frjáls blaðamennska og réttaröryggi og tölvu- notkun við dómstólana. Þessi námskeið eru afar vel undirbúin og skipulögð. Hafa rúmlega 800 dómarar áfrýjunardómstólanna tekið þátt í þeim undanfarin 23 ár. Hafa þeir komið frá öllum ríkjunum 50 og öllum 11 áfrýjunarumdæmunum í alríkiskerfinu. Má í þeim hópi til nefna þrjá dómara, sem síðar voru skipaðir í Hæstarétt Bandaríkjanna, og er núverandi dómforseti einn þeirra. Skipulagi stofnunarinnar er þann veg farið, að u. þ. b. 1000 einstaklingar, aðallega lögmenn, dómarar og fræðimenn í lögfræði, mynda eins konar ábyrgðarmannahóp. Enginn fær inngöngu nema boðið sé. Þessi samtök kjósa síðan 29 manna stjórn, sem síðan ræður forstöðumann. Núverandi forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna er heiðurstjórnarformaður. Ég hef að framan minnst á nokkur helstu viðfangsefni stofnunarinnar. Því til viðbótar ætla ég að lokum að nefna nokkur önnur, til þess að gefa örlítið skýrari mynd af því starfi sem þarna hefur verið unnið. Á fyrstu árunum voru þróaðar aðferðir og vinnubrögð við að rannsaka og taka út, ef svo má að orði komast, starf og starfshætti einstakra dómstóla og dómstólakerfa. Eru ríkjandi aðferðir á þessu sviði í Bandaríkjunum upp- fundnar og þróaðar af þessari stofnun. I framhaldi af þessu hafði stofnunin forgöngu um myndun sérstakra starfshópa, sem í voru dómarar, þingmenn og meðlimir nefnda og ráða og aðrir þeir aðilar, sem höfðu með málefni dómstóla og réttarfars að gera einkum með tilliti til breytinga á skipulagi og starfsháttum. Er þessum starfshópum látin í té þjálfun í vísindalegum vinnubrögðum. Á árunum 1963—1973 var af hálfu stofnunarinnar framkvæmd mjög ítarleg, vísindaleg könnun á meðferð refsimála um gjörvöll Bandaríkin. Leitaði stofnunin eftir og fékk liðsinni margra fremstu lögfræðinga landsins, einkum úr dómarastétt. Þá lagði American Bar Association, fiölmennustu lög- fræðingasamtök Bandaríkjanna, mikið starf af mörkum við betta risavaxna verkefni. Má geta þess hér, að Burger forseti Hæstaréttar tók þátt í þessu starfi frá upphafi til 1969, er hann var skipaður dómforseti. Undanfarin ár hefur staðið yfir rannsókn á rekstri dómsmála — bæði einkamála og refsimála — út frá ýmsum hliðum og sjónarmiðum. M. a. beinist þessi rannsókn að tækni og aðferðum við gagnasöfnun í viðamiklum einkamálum. Þá er vert að lokum að geta merks þáttar í starfseminni, en það eru sam- anburðarkannanir á starfsemi og rekstri dómstóla í Bandaríkjunum og Eng- 104
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.