Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Síða 7

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1986, Síða 7
Þorgeir Örlygsson borgardómari: LÖGFESTING ALMENNRAR ÓGILDINGARREGLU í III. KAFLA LAGA NR. 7/1936 EFNISYFIRLIT 1.0. Inngangur. Meginefni laga nr. 11/1986.......................... 85 2.0. Orðalag nýju reglunnar og meginmarkmið......................... 87 3.0. Helstu efnisbreytingar, sem regla 36. gr. samningalaganna hefur í för með sér.......................................... 89 4.0. Eðli nýju reglunnar í 36. gr................................... 91 5.0. Réttarþróun erlendis........................................... 92 6.0. Réttarþróun hérlendis. Ogildingarheimildir í sérlögum.......... 94 7.0. Flokkun ógildingarreglna....................................... 96 8.0. Bar laganauðsyn til setningar hinnar nýju reglu?............... 97 9.0. Regla 36. gr. í ljósi reglnanna um samningsfrelsið og skuldbindingargildi samninga...................................105 10.0. Orðalagsnotkunin „ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju"......................................... 107 11.0. Leiðir lögfesting hinnar nýju reglu af sér aukinn fjölda dómsmála?...............................................108 12-0. Lokaorð.......................................................110 1.0. INNGANGUR. MEGINEFNI LAGA NR. ll/1986.i) Þann 1. maí 1986 gengu í gildi lög nr. 11 frá 30. apríl 1986 um breyt- ingu á lögum nr. 7 frá 1. febrúar 1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Lagabreyting þessi hafði í för með sér viðamiklar breytingar á III. kafla samningalaganna.1 2) Þýðingarmesta breytingin, sem hér um ræðir, er sú, að í 36. gr. samningalaganna var lögfest al- menn3) ógildingarregla, sem veitir íslenskum dómstólum víðtækari3) heimildir til ógildingar ósanngjarnra samninga en áður hafa þekkst í íslenskum rétti. 1) Höfundur samdi ásamt Viðari Má Matthíassyni, héraðsdómslögmanni, að tilhlutan Viðskiptaráðuneytisins frumvarp það, er varð að lögum nr. 11/1986, og athugasemdir þær, er með frumvarpinu fylgdu. Af því leiðir, að óhjákvæmilegt er að endurtaka hér ýmislegt af því, sem fram kemur í athugasemdum með lagafrumvarpinu. 2) Lög nr. 7 frá 1. febrúar 1936 verða hér eftir í greininni kölluð samningalögin. 3) Um skýringar á hugtökunum „almennur" og „víðtækur" í þeim skilningi, sem um ræð- ir f grein þessari, vfsast til kafla 3.0. hér á eftir. 85

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.