Stúdentablaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 4
4
Málefni Stúdentaráðs
@: CjV ?
Viljum vera virkur
minnihluti
Röskva, samtök félags-
hyggjufólks, skipar minni-
hluta SHÍ eftir að hafa
farið með völdin 1991-
2002. EGGERT ÞÓR
AÐALSTEINSSON ræddi
við Röskvuliðana Ingva
Snæ Einarsson og
Kolbrúnu Benediktsdóttur.
Eftir samfellda tíu ára sigur-
göngu laut Röskva í lœgra
haldi fyrir Vöku í síðustu
stúdentaráðskosningum. Hvaða
áhrif hefur það á fólkið í kringum
Röskvu að lenda i minnihluta?
Kolbrún: Auðvitað eru gífurleg
vonbrigði að tapa kosningum og það
með þetta litlum mun. En
eftir áfallið fann
maður fyrir
miklum
krafti
o g
samstöðu hjá okkar stuðningsmönn-
um. Við dembdum okkur í vinnu og
undirbúning næstu skrefa, einbeitt-
um okkur í sumar að innra starfi
Röskvu og að fá fleira fólk inn. Þetta
gefúr okkur einnig tíma til að fara
yfir grundvallarhugmyndafræði
Röskvu og skerpa á henni. Það að
vera í minnihluta gefur okkur tæki-
færi til að einblína á innra starf
Röskvu. Þegar maður er í meiri-
hluta ber meira á því að reka
stúdentaráð þannig að
félagið sjálft situr á
hakanum.
Voruð þið undirbúin
undir það að tapa
kosningum?
Hvaða skýringar
eru fyrir því að
Vaka hefur sótt
á Röskvu á
undanförnum
árum?
Kolbrún: Maður fann
það mikið í skólanum að
margir voru hissa á úrslit-
unum. Fólk var farið að líta á
það sem sjálfsagðan hlut að
Röskva væri við völd en auðvit-
að geta kosningar endað á alla
vegu. Bilið á milli
fylkinganna hefur
verið að minnka
síðustu árin sem oft gerist þegar einn
flokkur hefur verið lengi við völd.
Ingvi: Tvennt skýrir fylgisaukningu
Vöku öðru ffemur. Það er annars
vegar að Vaka hefur markvisst byggt
upp sitt félag síðustu árin eins og við
höfum nú tækifæri til. Það skiptir
máli að starfsemin innan félagsins sé
öflug, að þú hafir öflugt fólk og skil-
greinir málefnin. Þetta hjálpaði
Vöku. Hitt skipti einnig máli að
okkar fólk varð værukært og áleit
sigur okkar vísan. Enda varð mörg-
um brugðið.
Hver er meginþungi i stefnumálum
Röskvu?
Kolbrún: Við viljum draga það ffam
sem Röskva stendur fyrir og fara
aftur til rótanna; jafnrétti til náms er
grundvöllurinn í okkar stefnuskrá.
Stóru málin hjá okkur eru t.d.
lánasjóðsmálin en við þurfum að
hækka lánin og jafnt hjá öllum. Við
lítum á samkeppnisstöðu Háskólans
sem okkar baráttumál. Samkeppni
milli háskóla er mjög jákvæð en við
þurfum samt að standa vörð um
skólann okkar - hann hefúr mikla
sérstöðu og við verðum að gæta þess
að skólinn geti keppt á jafnréttis-
grundvelli. Eins eru vandamál litlu
deildanna. Nú eru hafnar viðræður
við ríkið um endurskoðun á
kennslusamningi, sem hefúr komið
illa við þær. Þær eru margar hverjar
illa staddar fjárhagslega. Eins og
staðan er í dag fær Háskólinn greitt
fyrir þreyttar einingar sem þýðir að
deildin/skorin fær greitt fyrir þær
einingar sem eru þreyttar. Þótt kerfið
sé gott að mörgu leyti þá miðast það
við að 30 nemendur sæki námskeiðið
til þess að það standi undir sér. Há-
skólinn hefur reynt að leiðrétta þetta
kerfi að vissu leyti með því að deila
peningum á milli deilda en það leysir
engan vanda. Margar þessara greina
skírskota til samfélagsins, t.d. sagn-
fræði og íslenska, og við viljum ekki
sjá þessar greinar detta út.
Er eitthvað sem þið hefðuð gert
öðruvísi það sem af er vetri ef þið
hélduð um stjórnartaumana?
Ingvi: Við hefðum viljað ganga ffá
þjónustusamningum við Háskólann
strax í vor þegar samningamir sem
voru í gildi síðasta vetur mnnu út.
Það hefúr s.l. ár verið ágreiningur
milli fylkinganna um þjónustu-
samninga um réttindaskrifstofu. Nú
er staðan þannig að ekki hefúr verið
gengið frá neinum samningi við
Háskólann. Á SHÍ-fundi í ágúst
tjáðu formaður og framkvæmdastjóri
okkur frá því að þeir væra að fara í
viðræður við skólann og myndu láta
okkur leyfa að fylgjast með. Enn
höfum við ekkert ffétt. Mér finnst
það mjög skrýtið að starfsárið skuli
vera hálfnað og ekki enn búið að
ganga ffá þessum málum.
Kolbrún: Mig langar að leiðrétta
tvær rangfærslur sem formaður SHÍ
fór með í síðasta tbl. Stúd-
entablaðsins. í fyrsta lagi sagði hann
að það hafi verið halli á rekstri
ráðsins. Það er ekki rétt, halli var á
rekstri Stúdentablaðsins og þann
halla má rekja til ástands á
auglýsingamarkaði sem var mjög
erfitt en ráðið sjálft var rekið í
kringum núllið. Hitt atriðið er svo
það að samningur um réttindaskrif-
stofu hefur tryggt að við höfum
getað rekið öfluga skrifstofu til
handa stúdentum. Formaður SHÍ
talaði um að samningurinn sé þess
eðlis að trúnaðarsambandi milli
stúdenta og SHÍ sé á allan hátt fóm-
að og talar um að Háskólinn hafi rétt
til þess að fá persónuupplýsingar og
upplýsingar um málefni stúdenta
sem rekin eru af réttindaskrif-
stofunni. Þetta er rangt hjá for-
manninum. Ég vísa til 14 gr.
samningsins um réttinda-
skrifstofu máli mínu til
stuðnings. Þessi grein
merkir að Háskólinn hafi
rétt til að kanna hvort
þeim þremur milljónum,
sem hann veitir, séu örug-
glega ekki settar í þau
mál sem þær eiga að fara
í. En það er tekið sérstakle-
ga ffam að persónu-
upplýsingar og upplýsingar um
einstaka stúdenta, sem leita til
réttindaskrifstofunnar, era undan-
teknar.
Fyrst þið teljið að
Stúdentablað-
ið hafi
Ingvi Snær:
Kolbrún:
590kkar fólk varð værukært og
áleit sigurinn vísanU
U Jafnrétti til náms er grund-
völlurinn í okkar stefnuskrá64
verið rekið með tapi á siðasta starfs-
ári, sem var þá upp á 1.600.000 kr.,
hefðuð þið ekki átt að taka í taum-
ana á rekstri blaðsins þegar þetta
tap var orðið fyrirsjáanlegt? Þessi
halli hverfur ekkert.
Kolbrún: Það var gripið inn í með
því að minnka blaðið tvisvar sinnum
og taka meira pláss undir aug-
lýsingar. Einnig vann ffamkvæmda-
stjóri að auglýsingasöfnun án
sérstakrar umbunar líkt og núverandi
meirihluti hefúr tekið upp. Auðvitað
er það miður að blaðið skuli vera
rekið með tapi en öllu var kappkost-
að svo að það yrði ekki. Ástandið á
auglýsingamarkaðinum var slæmt,
enda vora fyrirtæki að draga saman
seglin í auglýsingum. Þá hóf Frétta-
blaðið göngu sína sem hafði áhrif á
reksturinn. Á móti kemur að við
vildum ekki draga úr þjónustu við
stúdenta því blaðið er einn af stærstu
þjónustuþáttum við stúdenta. Ég tel
að við höfum ttáð að minnka tapið
mikið - það hefbi getað orðið meira.
Hver hefur verið styrkur Röskvu á
undanfornum árum?
Ingvi: Við höfum verið að vinna á
hugmyndafræðinni og fólk fmnur að
það á samleið með okkur. j öllum
okkar málum höfum við haft það að
leiðarljósi að keppa að jafnrétti til
náms. Við verðum að standa vörð
um skólann okkar, enda er hann
fyrsta flokks og í ffemstu röð. Einnig
hefur Röskva verið óhrædd við það
að láta í sér heyra ef okkur finnst
vera brotið á stúdentum gagnvart
ríkisvaldinu, háskólayfirvöldum eða
hveijum sem er. Ég held að stúdentar
kunni að meta þetta.
Vaka bauð Röskvu að gegna for-
mennsku í tveiniur af fastanefndum
SHÍ og þar með hafa frumkvœði i
starfi tveggja nefnda. Afhverju hafn-
aði Röskva þessu?
Ingvi: Við höfum rökstutt okkar
sjónarmið þannig að fólk verði að
gera sér grein fyrir hverra er
ábyrgðin. Ef við í minnihlutanum
tökum að okkur formennsku í nefnd
fylgir því starfi að vinna að öllum
málum nefndarinnar og geta þá
komið upp vandamál ef formaður
þarf að vinna að malum jafnvel gegn
eigin sannfæringu. Við viljum einnig
starfa sem virkur minnihluti en
sjáum það frekar þannig að okkar
folk taki fullan þátt í öllu starfi
nefndarinnar til að veita meiri-
hlutanum aðhald. Ég vil benda á að
þetta var reynt á Alþingi á sínum
tíma, að bjóða minnihlutanum að
taka að sér formennsku í fasta-
nefndum, og var reynslan ekki góð.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði i
síðasta Stúdentablaði að Röskva
vœri mikilvœg fyrir vinstriöflin og
nefndi nokkra stjórnmálamenn sem
þar hafa starfað. Hvert teljið þið
þetta mikilvægi vera, sérstaklega í
Ijósi Alþingiskosningarí vor?
Kolbrún: Það skiptir máli að halda
þessu tvennu aðskildu - háskólapóli-
tíkinni og landsmálastjómmálunum.
Maður er í þessu til að starfa fyrir
stúdenta, að bættum háskóla og
lánasjóðskerfi. Sú reynsla sem fæst
með því að starfa í stúdenta-
pólitíkinni gerir það að verkum að
margir fara I landsmálin. Ég myndi
frekar líta á þetta þannig að Röskva,
Vaka og SHÍ spili stórt hlutverk á
kosningavetri sem þrýstihópur. SHÍ
er í forsvari tyrir 8.000 kjósendur.