Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 8

Stúdentablaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 8
8 StúdenNilaðið !—— 6.tbl.2002 LXXVIII árg. Útgefandi: Stúdentaráð Háskóla íslands Ritstjóri: Eggert Þór Aðalsteinsson Ritnefnd: Albertína Elíasdóttir, Guðmundur R. Svansson, Hilma Gunnarsdóttir, Kristján Hrafn Guðmundsson og Þórhallur Asbjörnsson. Framkvæmdastjóri: Brynjólfur Ægir Sævarsson Ljósmyndir: Kjartan Vídó Ólaf- sson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Kristján Hrafn Guðmundsson, Þórhallur Ásbjörnsson og Ljósmyndasafn SHI. Prófarkalestur: Arna Björk Jónsdóttir Umbrot: Pétur Hrafn Árnason Prentvinnsla: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: Morgunblaðið Auglýsingasími: 5 700 850 Netfang ritstjóra: etha@hi.is Vcffang: www.student.is Frá Félags- stofnun M stúdenta ™ Stúdentagarðar - stóra húsið Fyrstu 30 íbúðimar á Eggertsgötu 24, í Stóra húsinu svokallaða, vom teknar í notkun í lok september s.l. Að sögn Kristjáns Snorrasonar hjá KS-verktökum sem bera hitann og þungann af byggingu garðsins er gert ráð fyrir að lokið verði við að steypa húsið í lok nóvember. Framkvæmdir við byggingu hússins hafa gengið vonum framar og eru nú tæpu hálfu ári á undan upphaflegri áætlun. Stúdentagarðar - umsóknir Reglum varðandi umsóknir á Stúdentagarða var breytt s.l. vor. Tekið er við umsóknum á heimasíðunni www.studentagard- ar.is og þarf nú einungis að sækja einu sinni um en ekki árlega eins og áður. Allir skráðir nemendur við HÍ geta sótt um en nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni. Kaffistofur stúdenta Bætt hefúr verið við afgreiðslu- tíma Kaffistofu stúdenta í Lögbergi. Auk þess að vera opin virka daga kl. 9-15:30 verður hún opin á laugardögum kl. 9-12 í október og nóvember. Kaffistofan er á jarðhæð Lögbergs. Leikskólar FS Félagsstofnun stúdenta rekur þijá leikskóla. Leikskólinn Mána- garður er ætlaður börnum á aldrinum tveggja til sex ára og er sótt um vistun hjá Leikskólum Reykjavíkur. Leikskólarnir Sólgarður og Efrihlíð eru fyrir böm á aldrinum sex mánaða til tveggja ára. Sótt er um vistun í Sólgarði í síma 590-4900 og í Efrihlíð í síma 551-8560. Lánasjóðurinn í viðtali við Stúdentablaðið viðrar Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra skoðanir sínar um lánasjóðskerfið og leggur á það áherslu að það megi ekki letja nemendur til vinnu. Þetta er í samræmi við orð formanns SHÍ sem hefur sagt að það vera réttlætismál að skerða ekki námslán þeirra sem verða að vinna mikið á sumrin eða í aukatíma. Staðreyndin er sú að stór hluti íslenskra stúdenta vinnur með námi, enda eru íslendingar vinnuglöð þjóð og stúdentum hollt að taka einhvem þátt í atvinnulífinu á meðan á námi stendur. Það væri mikill sigur ef dregið yrði úr tekjutengingu vegna námslána - eða hún af- numin með öllu, enda er það mikill misskilningur að tekjuhærri stúdentar hljóti að vera betur settir fjárhagslega heldur en tekjulægri stúdentar. Þeir stúdentar, sem þurfa að sjá sér farborða með því að leggja hart að sér í vinnu, em oftast frá efnaminni fjöl- skyldum og þurfa einfaldlega að treysta á sjálfa sig. Það er óheppilegt ef slíkum aðilum er refsað með ótæpilegri skerð- ingu á námslánum því það leiðir auðvitað af sér að þeir þurfa enn að auka við sig vinnu og geta síður einbeitt sér að háskólanáminu, sem þó ætti að vera þeirra aðalvinna. Ungt fólk í framboði Nokkur umræða hefur verið um hvað fáir fulltrúar yngri kynslóða sitja á Alþingi. Þrátt fyrir að íslendingar séu meðal yngstu þjóða Evrópu veljast sárafáir til setu á þinginu sem eru undir fertugsaldri. Það heyrir raunar til algjörra undan- tekninga að íslendingur undir þrí- tugu nái kjöri á þing og það virðist vera lenska hér á landi að ungt fólk hafi ekkert á þing að sækja. Þetta er rangur hugsunarháttur því hverjir endurspegla betur viðhorf ungs fólks en einmitt unga fólkið? Ungt fólk hefur auga fyrir þeim ^ ^ vandamálum sem það mætir dags daglega. Um þessar mundir halda stjóm- málaflokkamir prófkjör í ákveðnum kjördæmum og meðal frambjóðenda em fáeinir háskólanemar, m.a. Ágúst Ólafur Ágústsson for- maður Ungra jafnaðarmanna. Ágúst og fleiri em frábærir full- trúar okkar stúdenta til þingsetu og eiga þangað fullt erindi. Stúdentar við HÍ hafa með tilkomu netsins verið dijúgir að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í gegnum stjóm- málavefritin og eigin heimasíður (bloggin) eins og tekið hefur verið eftir. Meðal stúdenta er svo rekin ein öflugasta hagsmunabarátta í landinu undir merkjum SHÍ þar sem tvær stjómmálafylkingar berjast um völdin og standa vörð um hagsmuni mörg þúsund háskólanema. Það kann að vera broslegur sjálf- birgingsháttur að halda því fram að stúdentar eigi að senda sína fúlltrúa í baráttu um þingsæti en það er líka alveg ljóst að meðal stúdenta liggur mikil þekking á málefnum náms- manna, sem em stór hluti þjóðar- innar, og menntamálum sem er eitt stærsta viðfangsefni íslensks sam- félags. Spilavíti Fréttir sem bámst af lokun spilavítis í miðborg Reykjavík segir manni að margt er skrýtið í kýrhausnum. Svona málefni þurfa auðvitað að koma upp á yfirborðið til þess að hægt sé að ræða um einstaklings- frelsi og hagsmuni heildarinnar og hvemig hægt sé að þrengja að neðanjarðarhagkerfinu. Rekstur spilavítis er að mörgu leyti sauðmeinlaus þótt orðið sjálft bendi til annars. Forsendan er sú að starf- semin sé rekin fyrir opnum tjöldum og er því ekkert öðmvísi en rekstur spilasala sem góðgerðarfélög og mannúðarsamtök standa fyrir. Raunar væri hægt að færa rök fyrir því að efnameira fólk sæki spilavítin en almenningur spilasalina og því gæti lögleiðing spilavíta eflt Ip’" ferðamannaiðnaðinn. Svo er með þetta sem annað að allt er best í hófi. Það em vitlaus skilaboð, sem margir senda, að rekstur spilavíta myndi einungis auka spilafíkn landsmanna og eymd margra. Ef mönnum finnst að góðgerðarfélög eigi að standa fyrir rekstri spilasala á þá ekki að treysta sömu aðilum eða einstak- Iingum fyrir því að reka lögmæt spilavíti í stað þess að bófalýður haldi um þessi mál eins og berlega kom í Ijós við Suðurgötuna? Eggert Þór Aðalsteinsson AIESEC á íslandi AIESEC, alþjóðlegt félag háskólanema, var stofúað árið 1948 af átta Evrópulöndum. AIESEC em í dag stærstu ópólitísku stúdenta- samtök í heimi og starfa í um 800 háskólum í 85 löndum um allan heim. AIESEC á íslandi var stofnað árið 1961. Aðalstarfsemi félagsins snýr að starfaskiptum, þar sem íslenskir nemar fara í störf við sitt hæfi í ein- hveiju aðildarlandanna og tekið er á móti erlendum nemum í störf hér- lendis. Möguleikar fyrir fyrirtæki aö fá til sín erlendan starf- skraft íslenskum fyrirtækjum gefst kostur á að fá til sín erlendan nema frá ein- hverju hinna 85 landa. Þörfin fyrir þekkingu á alþjóðlegum mörkuðum hefur aldrei verið meiri og því getur einstaklingur frá öðm landi aukið þekkingu starfsmanna og bætt tungumálakunnáttu þeirra, auk þess sem nemamir veita starfsmönnum nýja sýn inn í aðra menningu og önnur viðhorf. Meirihluti nemanna hefur að minnsta kosti Bachelors gráðu þannig að um er að ræða vel menntaða starfskrafta sem vilja kynnast nýrri menningu og em tilbúnir að leggja sig alla fram við það verkefni sem þeim er úthlutað. Störf fyrir háskólanema erlendis Háskólanemum og nýlega út- skrifuðum nemum gefst sömuleiðis kostur á að sækja um að fara utan til starfa á vegum AIESEC. Starfstími getur verið allt frá 2 mánuðum upp í eitt og hálft ár. Þrjár gerðir starfa- skipta em í boði: fyrir viðskipta- og hagfræðimenntaða nema, fyrir tölvunar-, verkfræði- og tækninema og fyrir fólk í námi eins og mann- fræði og ensku sem mun vinna við ýmiskonar þróunarstörf. Störfin geta verið innan alls konar fyrirtækja og félaga og greiða þau nemunum laun sem duga fyrir húsnæði og uppi- haldi. AIESEC í móttökulandinu aðstoðar við allt sem snýr að því að koma sér fyrir í nýju landi eins og að útvega atvinnu- og dvalarleyfi, út- vega húsnæði og kynna nánasta umhverfi. Einnig sér AIESEC um að nemunum leiðist ekki meðan á dvöl þeirra stendur en félagið sér um að skipuleggja ferðalög, samkomur og skemmtanir með öðmm erlendum nemum og meðlimum AIESEC. Að starfa með AIESEC Fyrir háskólanema er þátttaka í starfi AIESEC ómetanleg reynsla. Þar kynnast þeir ýmsu sem ekki lærist af bókum en er mikilvægt þegar út í atvinnulífið er komið. Meðlimir hjálpa til við skiptastarfið og sækja ráðstefnur sem AIESEC stendur fyrir bæði innanlands og utan og em sniðnar eftir getu hvers og eins. AIESEC leggur mikla áherslu á að tengja nemendur við atvinnulífið og er ávallt í samstarfi við hin ýmsu fyrirtæki. Stærsti viðburðurinn sem AIESEC skipu- leggur em svo Framadagar, atvinnu- lífsdagar Háskóla íslands. Allar nánari upplýsingar um starf- semi AIESEC á íslandi má finna á www.aiesec.is Þóra Þorgeirsdóttir almannatengslastjóri AIESEC á íslandi wmmnomm 5}Fyrir háskólanema er þátttaka í starfi AIESEC ómetanleg reynsla. Þar kynnast þeir ýmsu sem ekki lærist af bókum en er mikilvægt þegar út í atvinnu- lífið er komið64

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.