Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 12

Stúdentablaðið - 01.10.2002, Blaðsíða 12
12 Ungt fólk í prófkjöri Háskólasamfélagið á V L að vera öflugur þrýstihópur Stúdentablaðið ræddi við laga- og hagfræðinemann Ágúst Ólaf Ágústsson, for- mann Ungra jafnaðar- manna, sem gefur kost á sér til 4. sætis í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík í nóvember n.k. A* gúst Ólafúr hefur lengi verið í framvarðarsveit ungliða innan Samfylkingarinnar og situr í stjóm fulltrúarráðs flokksins í Reykjavík. Hann hefur jafnframt komið víða við, sat í stjóm Röskvu, ritstýrði veffitinu politik.is, gegndi stöðu forseta Framtíðarinnar í MR og er núverandi varaformaður Varðbergs. Auk þess ritaði hann við annan mann skýrslu um sjávar- útvegsstefnu ESB í Evrópuúttekt Samfylkingarinnar. Ætlar að lækka meðalaldurinn Ungt fólk veist ekki á Alþingi, enda em aðeins um 6% þingmanna undir fertugsaldri þrátt fyrir að 60% þjóðarinnar sé undir þessum aldri. Enginn þingmaður er undir þrí- tugsaldri og raunar er yngsti full- trúinn að verða 37 ára. 1 Danmörku Alþingi og þar sárvantar að sjón- armið ungs fólks heyrist. Allir stjóm- málaflokkar ættu að yngja upp hjá sér og ganga í gegnum endumýjun. Aldursskiptingin er óeðlileg og óæskileg að mínu mati og hún kristallast í því að málefni sem einkum snerta ungt fólk, s.s. mennta- mál, húsnæðismál, hafa verið til hliðar.“ En hefur Ágúst Ólafur skýringar á reiðum höndum fyrir því að ungt fólk fer ekki á þing? „Það em margvíslegar skýringar á því. Ungt fólk er að hasla sér völl á öðmm sviðum eins og við sjáum í við- skipta- og menningarlífinu. Nú er vonandi komið að stjómmálunum. Það em of margir þingmenn þaul- setnir á sín þingsæti en ég tel að menn eigi ekki að sitja of lengi á þingi. Stjómmálaflokkarnir hafa ekki sinnt þessari endumýjunarþörf sem hefur verið til staðar þrátt fyrir að vera góðviljaðir gagnvart ungu fólki.“ 55Ungt fólk er ekki eins keypt fyrir þjóðrembulegum aeðsluáróðri eins og maður 3ur oft vitni að. Ég er trúi að ;jör fslendinga muni batna til na ef við göngum í ESB.46 og Noregi þekkist það að tvítug ung- menni sitji á þjóðþingunum. Hvað ætli Ágúst Ólafur sé því að spá með framboði? „Ég tel það vera nauðsynlegt að endurnýj un eigi sér stað á Hann er sannfærður um að ákveðin viðhorfsbreyting sé að verða í samfélaginu, líka hjá þing- mönnunum sjálfum, að það geti ekki verið sniðugt að Alþingi sé þ i n g mið- aldra karlmanna og kvenna. Hann bendir á að ýmsir málaflokkar hald- ist frekar í hendur eftir kynslóðum en stjórnmálaflokkum og tekur sem dæmi viðhorf yngri kjósenda til málefna samkynhneigðra, aðskilnaðs ríkis og kirkju, áfengis í matvörubúðir og landsins sem eins kjördæmis. Því er kominn fram kynslóðamunur sem sé ekki æski- legur. Menntamál eru alvörumál Ágúst Ólafur leggur einnig áherslu að það sé mikilvægt að háskólanemi komist á þing til að fá fulltrúa fyrir háskólasamfélagið sem rúmar 10.000 manns í það heila. Sjálfur ætlar hann að einbeita sér að mennta- málum. „Maður hefur tekið eftir því að menntamálin hafa oft verið hálfgert skrautmál stjómmálaflokk- anna og raunar aldrei verið raun- verulegt kosningamál. Háskóla- samfélagið þarf að vera mun öflugri þrýstihópur en það er núna. Við stöndum okkur ekki vel í mennta- málum, um 40% af þjóðinni hefur einungis grunnskólapróf, við útskrif- umst úr framhaldsskólum tveimur árum seinna en flest önnur OECD- ríki og háskólastigið býr við fjársvelti og húsnæðisskort," bætir Ágúst Ólafur við. Honum finnst brýnt að berjast gegn skólagjöldum við HÍ sem margir, ungir sjálfstæðis- menn hafa lýst sig fylgjandi með. Hann var spurður vegna sérþekkingar sinnar á sjávarútvegs- málum ESB, hvort umræðan um inngöngu íslands í ESB yrði mikil á komandi vetri. „Ég er sannfærður um að Evrópumálin verða kosningamál. Ég finn það sem formaður Ungra jafnaðarmanna að yngra fólkið er jákvæðara gagnvart ESB-aðild en það eldra. Ungt fólk hefur ferðast meira en þeir sem eldri eru og jafn- vel lært og unnið úti. Það er því ekki eins ginkeypt fyrir þjóðrembulegum hræðsluáróðri eins og maður verður oft vitni að. Ég er trúi því að lífskjör íslendinga munu batna til muna ef við göngum I Evrópusambandið með lægra matvælaverði, minni viðskipt- akostnaði og lægri vaxtabyrði heim- ila og fyrirtækja," segir hann. Ágúst Ólafur, sem er sonur Ágústs Einarssonar fyrrverandi þing- manns Samfylkingarinnar, er mjög bjartsýnn og stefnir á 4. sætið. „Til þess leita ég eftir stuðningi ungs fólks í Háskólanum og fram- haldsskólum,” segir Ágúst Ólafur. Prófkjör Samfylkingarinnar verður haldið 9. nóvember á 70 ára afmæli Gúttóslagsins. Þá verður spurn- ingunni kannski svarað um það hvort 25 árajafhaðarmanni takist að lækka meðalaldur þingmanna og verða rödd nýrrar kynslóðar á Alþingi.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.