Stúdentablaðið - 01.10.2002, Qupperneq 24
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur kynnt í Japan
Margt er á döfinni hjá Stofnun
Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum
tungumálum. Meðal þess helsta er
kynning á stofhuninni í Japan nú í
nóvember. Frú Vigdís Finnboga-
dóttir og forstöðumaður stofnunar-
innar, Auður Hauksdóttir, halda til
Japan og er tilgangur ferðarinnar að
efna til samvinnu við japanska fræði-
menn og leita eftir aðilum sem leggja
vilja starfsemi stofnunarinnar lið.
Haft hefur verið samband við
Ingimund Sigfússon sendiherra
íslands í Japan og nýtur stofnunin
dyggrar aðstoðar hans ytra.
Þá fól Menntamálaráðuneytið
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur að
annast undirbúning og skipu-
lagningu málþings sem haldið var í
tilefni af Evrópskum tungumáladegi
þann 26. september sl. Málþingið bar
yfirskriftina Viðhorf, straumar og
stefnur i tungumálakennslu á íslandi.
í haust gengst stofnunin síðan
fyrir málþingi
um menningu
og tungu Græn-
fendinga og
ýmislegt fleira
er á döfmni.
Nánar má fræðast um dagskrá
stofnunarinnar á haustmisseri á
heimasíðu hennar: www.vigdis.hi.is.
Stuðla að
þekkingarsköpun
og nýbreytni
Meginmarkmið Stofnunar Vigdísar
Finnbogadóttur er að efla rannsóknir
og vera vettvangur fræðilegrar
umræðu um tungumál, bókmenntir
og menningarfræði, þýðingar, og
tungumálakennslu og stuðla þannig
að þekkingarsköpun og nýbreytni á
þessum sviðum. Eitt af forgangs-
verkefnum stofnunarinnar er að efla
tungumálakennslu við Háskóla
íslands með auknu námsframboði,
ekki síst á meistarastigi.
Sérfræðingar stofnunarinnar veita
ráðgjöf á fræðasviðum sínum. Sem
dæmi má nefna ráðgjöf við
tungumálarann-
sóknir, tungu-
málakennslu og
ýmsa sér-
fræðiþjónustu
55Eitt af forgangsverkefnum stofn-
unarinnar er að efla tungu-
málakennslu við Háskóla
íslandsU
sem snýr að hagnýtri notkun erlendra
tungumála, þýðingum og menn-
ingarffæðum - þáttum sem geta skipt
sköpum fyrir árangur einstaklinga,
stofnana og fyrirtækja á
alþjóðavettvangi.
Stofnunin vill auka rannsóknir
á notkun tungumála í atvinnulífi.
Meðal hugsanlegra verkefna þar er
að kanna þörf fyrir tungumála-
kunnáttu innan fyrirtækja og
símenntunarlausnir fyrir þau og
ýmsar rannsóknir á sviði
upplýsingamiðlunar á erlendum
málum. Einnig að byggja upp
þýðingastarfsemi í hæsta gæðaflokki
og huga að uppbyggingu gagna-
grunna á viðkomandi tungumálum.
Þekking á erlendum
tungumálum er fámennri
þjóð með eigin tungu og
menningu bráð nauðsyn.
Hún er lykill að auknum
skilningi og víðari sýn á
heiminn í veröldþar $em allt
og allir koma okkur við í
síauknum mæli...
Tungumálafærni er hverjum
einstaklingi styrkur. Mér
hefur lengi verið það
metnaðarmál að við íslend-
ingar aukum enn styrk okkar
íflóknum heimi með því að
hafa á takteinum svo sem
kostur er að minnsta kosti
tvö erlend tungumál og
fœrutn okkur þannig nœr því
besta í þeirri heimsmenningu
sem við höfum notið góðs af
um aldir.
Vigdís Finnbogadóttir
Ein allsherjar upplýsingamiðlun
Námsráðgjöf Háskóla íslands er
staðsett í hjarta Félagsstofnunar
Stúdenta á jarðhæð fyrir framan
Bóksölu stúdenta. Þar vinnur hópur
námsráðgjafa sem eru boðnir og
búnir að aðstoða og ráðleggja þeim
stúdentum sem leggja leið sína til
þeirra. Halldóra Tómasdóttir kynnti
sér starf Námsráðgjafar Háskóla
íslands.
Ráðgjöf er sjálf-
sagður þáttur
háskólalífsins
Segja má að Námsráðgjöfin sé ein
allsheijar upplýsingamiðlun. Sumir
hefja leit sína hjá okkur og þótt við
vitum kannski ekki svarið þá getum
við leiðbeint áffam á rétta braut.
Auðvitað fer stór hluti starfs okkar í
það að leiðbeina um námsval og
opna augu nemenda fyrir því hvaða
námsmöguieikar eru í boði. Á síð-
ustu árum hafa námsmöguleikar
aukist gífurlega þannig nemendur
standa frammi fyrir mörgum val-
kostum og þótt upplýsingar séu
aðgengilegar þarf oft aðstoð við að
vinna úr þeim. Nemendur geta tekið
áhugasviðspróf Strong hjá okkur auk
þess sem í boði eru námstækni- og
prófkvíðanámskeið sem haldin eru
bæði á haustin og vorin. Nemendur
þurfa oft að endurskoða og breyta
vinnubrögðum sínum þegar þeir eru
komnir í háskólanám. Háskólanám
krefst mikils sjálfsnáms og skipu-
lagningar á vinnutíma. Margir fyllast
kvíða við að hefja nám á öðru
skólastigi og í nýjum vinnu-
aðstæðum. Prófkvíði og námskvíði
sem kannski hefur örlað á áður
verður oft meiri við skólaskipti. Við
höfum reynt að mæta þeim nemend-
um sem eiga við kvíða að etja bæði
með einstaklingsráðgjöf og
sérstökum prófkvíðanámskeiðum.
Það að leita til Námsráðgjafar er í
raun aðeins einn þáttur háskóla-
lífsins. Úti í samfélaginu leitar fólk
stöðugt ráðgjafar og því ætti það að
vera eitthvað öðru vísi í háskólasam-
félaginu.
Margir nýnemar
standa á
krossgötum
Þjónusta Námsráðgjafar stendur
öllum stúdentum Háskóla íslands til
boða. Einnig geta verðandi
háskólastúdentar sem huga að
námsvali fengið upplýsingarráðgjöf
hjá okkur. Stúdentar þurfa ekki að
vera með einhverjar sérþarfir eða
vera komnir í klemmu í lífi sinu eða
námi til að eiga erindi við okkur.
Miklar breytingar eiga sér stað í lífi
námsmanns þegar hann hefur
háskólanám. Margir eru að flytja að
heiman í fyrsta sinn og byrja í skóla
þar sem þeir þekkja fáa eða jafnvel
engan. Félagslega öryggisnetið sem
þeir hafa búið við í menntaskóla
hverfur og nokkum tíma tekur að
byggja nýtt upp í nýjum skóla. Við
þessar aðstæður er gott að geta leitað
til einhvers þó ekki sé til annars en
að ræða málin og þar kemur
Námsráðgjöfin inn í. Sumir koma
aðeins einu sinni í heimsókn en aðrir
koma reglulega um einhvern tíma á
námsferlinum. Það er gefandi í ráð-
gjafarstarfinu þegar við sjáum að
ráðgjöfm nýtist nemandanum, hann
fer sjálfur að sjá árangur af vinnunni
og nær betri tökum á náminu.
Mikil þróun
og mikilvægt
aö fylgjast með
Námsráðgjafamámið við Háskóla
íslands er rétt rúmlega 10 ára og
hljóta allir nemedur í því námi starfs-
þjálfun hjá Námsráðgjöf Háskóla
íslands. Þetta leiðir til þess að náms-
ráðgjafar hjá Námsráðgjöf Háskóla
Islands verða að vera meðvitaðir um
allt það nýjasta sem er að gerast á
þessu sviði. Mikil þróun á sér stað í
ráðgöf og mikilvægt að námsráð-
gjafar fylgist vel með rannsóknum á
sínu fræðasviði. Námsráðgjöf
Háskóla íslands hefur tekið þátt í
nokkrum samstarfsverkefnum sem
lúta að þróun í ráðgjöf. Við erum
t.a.m. þátttakendur nú í sam-
starfsverkefni um brottfall nemenda
úr námi sem kallað er „Spiderweb"
ásamt Háskólanum í Reykjavík,
Félagsvísindastofnun og nokkrum
öðrum Evrópuþjóðum. Brottfall
nemenda úr framhaldsskólum og
háskólum er töluvert og fylgja því
oft bæði persónulegar, félagslegar og
fjárhagslegar afleiðingar. Náms-
ráðgjafar búa yfir þekkingu sem
getur nýst við að meta ástæður brott-
falls og aðferðum til að fyrirbyggja
brottfall. Okkur finnst það verðugt
verkefni að leggja okkar að mörkum
til þessa málaflokks.
Nokkur hluti námsráðgjafa og starfsfólks Námsráðgjafar HÍ.