Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.10.2002, Side 27

Stúdentablaðið - 01.10.2002, Side 27
27 n ætlað að undirbúa nemendur undir störf við opinbera stjómsýslu ríkis og sveitarfélaga eða skyld störf hjá samtökum eða einkaaðilum. Þeir nemendur sem ekki hafa umtalsverða stjómunarreynslu hjá hinu opinbera þurfa að inna af hendi eins misseris starfsnám hjá opinberri stofnun. Ætlast er til að nemendur gangi í almenn störf og vinni svo lokaverkefni í tengslum við starf- semi stofnun- nar. Þeir nemendur sem hafa mikla reynslu af slíkum störfum geta sótt um að fá sín störf metin sem hluta af námi. Guðmundur Freyr hefúr unnið hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga síðan í byrjun september. „MPA námið sem slíkt skilur ekki eftir sig neitt lögbundið starfsheiti og starfs- námið er því ekki staðlað á neinn hátt. Markmiðin með starfsnáminu eru því ekki sérlega skýr og sú reynsla sem það á að skila ekki held- ur. Atvinnurekandi sem ræður starfs- mann með MPA gráðu getur þannig ekki gengið úr skugga um hvað gráðan stendur raunverulega fyrir. Þetta er ákveðið vandamál sem þarf að taka á.“ segir Guðmundur. Fær nemandinn að velja sér sjálfur stofnun til að vinna á? „Já, nemandinn sækir um að fá að komast að hjá þeirri stofnun sem honum líst best á. Hann getur þ.a.l. valið stofnun sem er inn á hans áhugasviði, sem er kostur." Er einhver sérstök starfslýsing sem þú þarft að vinna eftir? „Nei, í raun og veru ekki. Það er ætlast til að nemendur fái sem besta innsýn í starfsemi stofnunarinnar. Nemandinn á að geta gengið í krefj- andi og lærdómsrík verkefni. Sú hætta er hins vegar fyrir hendi að nemendur dagi uppi við símasvörun inn á skrifstofum út í bæ eða Iendi í því að þurfa að sjá um kaffi- uppáhellingar heilu dagana. Það er afskaplega sorglegt að slíkt geti gerst. Námið er einfaldlega svo ungt að það eru fá fordæmi sem hægt er að fara eftir. Langflestir sem hafa komið inn í námið er fúllorðið fólk með starfsreynslu að baki sem þeir fá metna og þurfa þ.a.l ekki að inna af hendi starfsnám. Við erum t.a.m. aðeins tvö núna í starfsnámi." Upplifir þú þig sem vinnudýr? „Já stundum. Að ákveðnu leyti fmnst mér þetta vera misnotkun á nemanda af hálfu hins opinbera. Háskólinn er að senda út ffá sér nemendur til starfa hjá opinberum stofnunum þar sem ætlast er til þess að þeir vinni fulla vinnu og nemendur geta ekki gert neina kröfú um að fá krónu fyrir. Þetta er hinsvegar mjög sniðugt ffá sjónarhóli hins opinbera. “ Hefur það verið rætt að nemendur sem eru í sliku starfsnámi fái ein- hver laun? Guðmundur: 59Hagur hins opinbera er í ákveðnum tilfell- um tekinn fram yfir hagsmuni nemandans^í „Já, sú umræða hefur komið upp meðal nemanda. Viðkvæðið hjá umsjónarmönnum námsins er hins vegar það að við getum þakkað fyrir að skólinn þurfi ekki að borga stofn- uninni fyrir að taka við nemanda. En um leið og einhver laun kæmu til sögunnar myndi hugarfar allra breyt- ast. Nemandinn myndi finna fyrir auknum skyldum og gera auknar kröfur til sín. Stofnunin myndi líka fá annað viðhorf til nemandans og gera meiri kröfúr til hans. Ég teldi það vera af hinu góða.“ Guðmundur segir margt í framkvæmd starfsnámsins mót- sagnakennt, t.d. er nema ekki leyfi- legt að ráða sig í launaða vinnu og fá þá reynslu metna sem starfsám. Hinsvegar getur fólk sem unnið hefur í ákveðinn tíma hjá hinu opin- bera áður en það hóf nám sitt fengið sína reynslu metna. Guðmundur er ekki sáttur við slíkt fyrirkomulag og telur það mjög ósanngjamt: „Segjum svo að ég hefði ráðið mig í haust í stjómunarstöðu hjá hinu opinbera. Það væri fúllkomin reynsla sem hentaði náminu afar vel. Mér er þó ekki leyfilegt að fá það metið sem hluta af mínu starfsnámi. Til að geta fengið starfstímann metinn þurfa nemendur nefnilega að hafa a.m.k. 5 ára starfsreynslu. Það finnst mér afar ósanngjamt og í raun mjög einkenni- legt. Maður veltir því fyrir sér hvaða ástæður liggi þama að baki. Ef ég hefði verið ráðinn í þá vinnu sem ég er í núna, þá hefði hún ekki skilað mér neitt minni eða ómerkilegri reynslu fyrir mig, nema síður sé. Þama virðist því hagur hins opinbera tekinn fram yfir hagsmuni nemand- ans.“ Er hið opinbera með þessu að skaffa sér ódýrt vinnuafl? „Stundum dettur manni það í hug. Þetta er mjög sniðugt fyrir rikið að skaffa sér vinnukraft með þessum hætti. Oftast er maður að vinna vinnu sem starfsmenn stofnunarinnar hefðu þurft að sinna hvort sem er. Síðan fær Háskólinn greitt frá menntamála- ráðuneytinu fyrir þær einingar sem nemandinn þreytir. Þetta starfsnám er 15 einingar og kostnaður skólans við þær er nákvæmlega enginn. Nemandinn er hins vegar að borga með sinni vinnu. Hann lifir á náms- lánum þann tíma sem hann vinnur fúlla vinnu hjá viðkomandi stofnun. Nemandinn er þannig að hluta að standa undir rekstri stofnunarinnar með sínum námslánum. Mér finnst erfitt að sætta mig við þetta og allir hljóta að sjá að þetta er ekki sann- gjamt.“ Hvernig hefur þér líkað vistin hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga? „Ég sjálfúr tel mig vera mjög hepp- inn að hafa fengið að starfa hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ég hef fengið að kljást við mjög spenn- andi verkefni og þetta er ffábær starfsvettvangur. Hjá sambandinu vinnur margt mjög hæfileikaríkt, duglegt og metnaðarfullt starfsfólk sem ég tel mikil forréttindi að fá að kynnast og starfa með.“ Hefur þú einhverjar hugmyndir um það hvernig væri hœgt að bœta starfsnámið? „Vandamál starfsnámsins felast fyrst og ffemst í þeim óljósu afúrðum sem starfstímanum er ætlað að skila og þeirri ósanngimi sem í því fellst að nemandi vinni fulla vinnu án nokk- urra launa. Ég held að lausnir á þess- um vandamálum gætu verið fólgnar í samningi milli HI og nokkurra opin- berra stofnana eða ráðuneyta. Sá samningur gæti kveðið á um skýr markmið og sanngjöm og jöfh laun handa öllum nemendunum." Þetta hefur verið góður tími Erla Rún Siguijónsdóttir er hjúkr- unarfræðinemi á 4. ári. Hún er afar ánægð með sitt verknám og telur fyrirkomulagið gott. „Þetta ræðst allt af því hvar maður lendir. Ég hef fengið tækifæri til þess að vinna með afar hæfu fólki sem hefur verið tilbúið til þess að leggja sig ffam um að leiðbeina mér sem best. Það em ekki allir svo heppnir" Finnst þér þú hafa fengið nógu fjöl- breytta reynslu? „Já ég myndi telja það. Það er mark- mið hjúkrunarfræðideildar að nemendur fái að kynnast eins mörg- um hliðum starfsins og unnt er. Þess er gætt að maður sé ekki alltof lengi á sama staðnum. Við fáum að vera inn á deildum sjúkrahúsanna en einnig fara í skóla og heimahjúkrun. Með því að fara sem víðast getur maður fundið sitt áhugasvið og sérhæft sig svo í því. Mér fannst t.d. einna áhugaverðast að starfa á sængurkvennadeild og langar að Erla Rún: 55 Ef við eigum að fá laun þá er farið að gera kröfur til þess að við séum í vinnunni og þá erum við ekki þarna bara til þess að æraU fara í framhaldsnám í ljós- móðurfræðum" Finnst þér gerðar miklar kröfur til ykkar meðan á starfsnámi stendur? „Þetta er auðvitað hörku vinna sem ^ krefst mikils af manni. Það tel ég vera æskilegt og eðlilegt. Þó verður að gæta alls hófs í álagi á nemendur, við erum ekki inn á spitölunum til þess að vera vinnuafl heldur fyrst og fremst til þess að Iæra“ Telur þú vera grundvöll jyrir því að nemendur sem eru langt komnir í námi krejjist einhvera launa jyrir störf sin? „Nei, ég tel slíkt ekki æskilegt. Um leið og væri farið að greiða einhver laun þá myndi allt breytast. Ef við eigum að fá laun þá er farið að gera kröfur til þess að við séum í vinnunni og þá erum við ekki þama bara til þess að læra heldur þyrfitum að fara að sinna allskyns hlutum sem við erum ekki þama til þess að gera. Eins og mál standa núna þá nýtumst við ekki sem vinnukraftar. Við tökum alveg einn starfsmann sem kennara sem annars hefði getað verið að sinna sínum störfum inn á deildinni“ Er ykkur almennt vel sinnt inn á deildum spítalana? „Fólk er misheppið með deildir, oft hefur brunnið við að nemum hefur ** ekki verið sýnd nógu mikil athygli. En fólk þarf að vera virkilega óhepp- ið til þess að lenda alltaf á stöðum þar sem því er ekki sinnt nægilega vel. Hreyfmgin í starfsnáminu er ein- faldlega það mikil að nemar stansa sjaldnast mjög lengi á hveijum stað.“ Telur þú námið vera vel skipulagt? „Það er misjafnt, ég hef lent í því að ráfa bara um á deildum og vita ekkert til hvers er ætlast af mér. Það t- er þó sjaldgæft. Núna er ég t.d. að vinna á heilsugæslustöð og þar er allt skipulagt á hreinu. Þar er alltaf búið að setja upp verkefni og okkur er fylgt mjög vel eftir. Oft er galli hvað verkefnin sjálf taka langan tíma og stundum á maður afar takmarkaðan tíma eftir til þess að kynnast hinu raunveralega starfi á deildinni. Ég myndi vilja kynnast innra starfi spít- alana betur“ Taka hjúkrunarfrœðinemar vaktir inn á spítölunum? „Hluti af því að kynnast starfseminni er að taka vaktir en við erum aldrei á næturvöktum. Það er ætlast til að við tökum einhveijar kvöidvaktir til að fá betri heildarmynd af starf- seminni. Námslega séð græðir maður eiginlega mest á því að vera á morgunvöktum, þá er einfaldlega mest um að vera“

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.