Austurland : málgagn sósíalista á Austurlandi - 23.02.1943, Blaðsíða 3

Austurland : málgagn sósíalista á Austurlandi - 23.02.1943, Blaðsíða 3
AUSTURLAND 3 Nokkur þingmál Fiskveiðasjóðurin n. Fiskveiðasjóðurinn hefir starfað sem sérstök deild við Útvegsbank- ann og átt að annast það hlutverk, að veita útgerðinni stofnlán — lán til nýbygginga fiskiflotans. Tekjur sjóðsins hafa verið alltof litlar til þess að hann gæti iullnægt stofn- lánaþörfinni og m. a. af þeim á- stæðum hefir fiskifloti ok^ar farið sí minnkandi og versnandi hin síð- ustu ár. í frumvarpi, sem legið hefir fyrir þinginu urn breytingar á lögum sjóðsins, er einkurn gert ráð fyrir þremur breytingum á núgildandi lögum. 1. Tekjur sjóðsins aukast veru- lega með því að til hans á að renna allt útflutningsgjaldið af sjávaraf- urðum, sem að undanförnu hefir gengið til ríkissjóðs. — Tekju-auki þessi mun nema um 2 millj. kr. á ári eins og verðlagi er nú háttað. 2. Gert er ráð fyrir að lækka út- lánsvexti sjóðsins úr 4i/£% í 3% en nokkrir sjálfstæðismenn og. framsóknarmenn í efri deild breyttu þessu þó upp í 4% aftur. 3. Stofna á sérstaka deild við sjóðinn og greiðir ríkissjóður henni af tekjum sínum í ár kr. 2 millj. og auk þess renna til þessarar deildar af árlegum tekjum sjóðsins. Deild þessi á að hafa það hlut- verk að styrkja (eða að veita vaxta- laus lán) nýbyggingar fiskibáta allt að 150 smálesta að stærð. Gert er ráð fyrir, að þeir sem hafa útgerð og sjómennsku sem aðalstarf, gangi fyrir um styrki þessa, enda sé það Samgöngurnar Því verður ekki á móti mælt, að aldrei hefir verið meira sleifarlag á samgöngunum við Austfirði en einmitt nú. Þá sjaldan skip koma ,að sunnan, taka þau aðeins hluta af þeim farmi, sem fyrir liggur í Reykjavík, oftast pr svo snúið við á Akureyri og þar tekið fullfermi af vörum og farþegum. 1 haust hef- ir þetta keyrt úr hófi fram. Fólk og fyrirtæki hafa komið flutningi á afgreiðslurnar í tæka tíð, en skip- in komið og farið án þess að taka nokkuð. Ennþá héfir að vísu verið rúm fyrir póst, en farþegar hafa orðið að láta sér nægja reykingasal- inn. Auk allra annara óþæginda, sem af þessu leiðir, bæði fyrir send- anda og viðtakanda, hafa ýmsar vör- ur skemmst vegna þessara hluta. Skipaútgerð ríkisins, sem heldur uppi þessum samgöngum, hefir ekkert tillit tekið til hins breytta viðhorfs, annaðhvort af getu- eða viljaleysi. Fyrir stríð voru „Lagar- foss“ og „Nova“ til flutninga, að vísu norður fyrir, en þó til mikilla bóta. Allir eru óánægðir með þetta á- stand, og margir liafa kvartað, en árangurinn er verri en enginn. Því er vert að athuga, hvort við Aust- firðingar gætum ekki sjdlfir bætt að einhverju leyti úr þessu. Eins og sakir standa er nærri ókleyft að byggja skip til þessara hluta, en Hvert heimili á landinu þarf að lesa og eignast ÍSLENZKA MENNINGU tryggt, að ekki sé hægt að misnota styrkinn svo sem með því að selja þá. Enn hel'ir ekki verið ákveðið til fullnustu, hvort hlunnindi þessi skuli veita sem beina styrki, óaftur- kræfa, eða sem lán vaxtalaus í 10 ár og afborgunarlaus fyrstu 5 árin. Hvort Iieldur sem verður samþykkt, ættu hlunnindi þessi að geta orðið mikil hvatning til nýbygginga fiski- báta,- Sós.alistar hafa talið vaxta lausu lánin æskilegri, þar sem full- víst er að þau koma að öllum sömu nótum og styrkirnir, en útiloka að mestu leyti spillingu þá, sem styrkjapólitíkin venjulega hefir í för með sér. Utgerðin þarf ekki á styrkjum að halda, en fyrst og fremst hagfelldum stofn- og rekstr- arlánakjörum. Samkvæmt þeim breytingum, sem nú er verið að gera á fiskveiða- sjóðslögunum, ætti því að vera hægt að fá sem 1. veðréttar lán út á ný- byggingar 50—60% af byggingar- kostnaðinum. Síðan ættu að fást 25% af heildarkostnaðinum sem lán vaxtalaust í 10 ár og afborgun- aríaust í 5 ár eða jafnvel sem óaft- urkræfur styrkur. Þannig ætti að iást 75—85% af heildai'kostnaði bátsins og er það ólíkt þvi sem verið hefir að undanförnu. Með þessari breytingu má telja víst, að margir þeir, sem fram að þessu ekki hafa getað lagt út í báta- byggingar vegna ónógra stofnlána, muni nú telja kjeyft að komast yfir nýja og góða báta. Það er rnikils um vert, að fiski- floti okkar aukist og endurnýist, því hanri er öðru fremur undirstaða fjárhagsafkomu þjóðarinnar, sá slíkt skip þurfum við að eignazt. Á meðan þarf að leigja skip, og á Austfjörðum eru þó nokkur, sem hæf eru til vöruflutninga milli Reykjavíkur og Austfjarða. Strax og ég fór að velta því fyrir mér, hverjum bæri að hafa frum- kvæðið að slíkum flutningum sem þeim, er ég liefi bent á, datt mér í hug sá aðili, sem mest liefir að flytja þessa leið, en það eru sam- vinnu- og neytendafélögin. Nti er ekki vitað, að þessi félög hafi neitt samband sín á milli í fjórðungnum, en svo nauðsynlegt sem S. í. S. er fyrir öll samvinnufélög landsins í lieild, þá má fullyrða, að samband austfirzkra samvinnufélaga væri engu ónauðsynlegra. Um lilutverk slíks sambands mun ég ræða síðar, en þess vil ég geta, að væri slíkt samband nú orðið 10—20 ára gam- alt, væri ekkert líklegra en að það ætti m. a. sitt eigið skip til flutninga milli Reykjavíkur og Austfjarða. í stuttu máli: Nú er ekki tími kyrrstöðuhernaðarins, nú er kom- inn tími til að hefja sókn. Aliir þeir, sem hafa aðstöðu og vilja til, verða að láta til skarar skríða og hrinda þessu nauðsynjamáli í fram- kvæmd. Gerið það að tillögu ykkar, hver í sínu samvinnufélagi, að um- rætt sainband verði stofnað. Fyrsta hlutverk þess yrði að sjálfsögðu að ráða bót á flutningaörðugleikun- um. Jóhann Klausen. e f t i r Sigurð Nordal Mál og menning hyrningarsteinn, sem velferð þjóð- arinnar hvílir á. Beitumál útgerðarinnar. Samþykkt liefir verið á þinginu þingsályktunartillaga frá Lúðvíki Jósepssyni um það að fela ríkis- stjórninni að láta semja sem fyrst lög unt beitumál vélbátaútvegsins, sem tryggi að ávallt sé til í landinu næg og góða beita við eðlilegu verði. — Lög þessi eiga að semjast í samráði við Fiskifélag íslands. Nú er beitukostnaðurinn orðirin einn hæsti útgjaldaliður línubáta- flotans. Ekkert verðeltirlit hefir verið á beitusölu og í því verðlags- brjálæði, sem nú ríkir, liefir það eðlilega leitt til taumlauss okurs með beitu. Ekkert mat fer nú fram á beitu og á þann hátt er oft mikið af hinni rándýru beitu svo til ónýt vara, eða salan fölsuð með því að selja óheyrilega mikinn klaka með síldinni, sem seld er eftir vigt. Enginn aðili í öllu landinu ber ábyrgð á því að beita sé til og af þeim ástæðum kemur oft fyrir, að heilar verstöðvar verða beitulausar þegar verst gegnir, og þar stöðvast þá allur rekstur. Úr þessu og mörgu fleiru varð- andi beitu-málin, verður að bæta með löggjöf. Öll beitusíld, sem er til sölu, verður að metast svo gæðin séu tryggð. Hámarksverð verður að setjast og verðið að stórlækka frá því sent nú er. Frysta þarf á Norð- urlandi, helzt í sambandi við síld- arverksmiðjur ríkisins, nægilegan forða, svo tryggt sé, að veiðiflotinn þurfi aldrei að draga úr störfum vegna beituleysis. Ákveðinni nefnd eða félagi verður að fela eftirlit og framkvæmd þessara mála. Hún á- kveður síldarverðið, skipar mats- menn og sér um eðlilega dreifingu beitunnar. Verbúðaleigan. Lúðvík Jósepsson hefir flutt frumvarp um þá breytingu á húsa- leigulögunum, að ákvæði þeirra næðu einnig yfir leigu verbúða, þ. e. leigu eftir sjóhús, sjómanrtabústaði, bryggjur og palla. Undanfarandi hefir verbúðaleiga farið stórum hækkandi og í sumurn tilfellum er lnin orðin tilfinnanlegur útgjalda- liður, sent jafnt hvílir á lilutar- mönnum og útgerðinni. Verst hefir þetta þó orðið á Hornafirði þar sem leiga hefir verið greidd með afla- hlut en ekki föstu gjaldi. Urn leið og ýmsar stórfelldar ÞÉR fáið þetta rit, sem er fyrsta bindið af ARFI ÍSLENDINGA, ó- dýrast með því að gerast félags- menn í Máli og menningu. Sendið strax pantanir yðar. breytingar voru nú á þinginu gerð- ar á húsaleigulögunum, voru á- kvæði þessa frumv. Lúðvíks tekin upp í húsaleigulögin. Að vísu hefir efri deild Jringsins enn ekki lokið afgreiðslu málsins en væntanlega hrindir hún ekki þessu ákvæði út úr lögunum. Samkvæmt Jdví má ekki hækka leigu eftir verbúðir nema í sama hlutfalli og leigu al- menns húsnæðis. Og þar sem ver- búðaleiga er greidd með aflahlut getur leigutaki krafist mats á leig- unni og fengið að greiða fast gjald og skal Joá meta fastagjaldið þannig að leigan hækki ekki nema eins og almennt húsnæði liefði fengið að hækka fram að þeim tíma. Enn- fremur er með því, að verbúðaleig- an skuli heyra undir húsaleigulög- in, fyrirbyggt að hægt sé að setja slík skilyrði fyrir leigunni, eins og tíðkazt hefir á Hornafirði, að eig- andi verbúðanna áskilji sér rétt til að selja allan aflann og njóta ýrnsra hlunninda af því. Húsaleigulögin banna afdráttarlaust, að húseigandi áskilji sér nokkur fríðindi eða. taki aukagreiðslur. Framsóknarflokkurinn var eini flokkurinn í þinginu, sem barðist gegn þessari breytingu. Hann vildi, að vei'stöðvareigendur hefðu sem frjálsastar liendur og sýndi því út- gerðarmönnum sem sjómönnum fullan fjandskap. Enn er ekki séð, hvernig málinu reiðir af í efri deild. En þetta mál er góður prófsteinn á þingið ,og flokkana, hvað Jreir yfirleitt meina með skrafi sínu um nauðsyn þess að létta okrinu af smáútvegnum. — Ef þeir treysta sér ekki til að láta verstöðvareigendur búa^við svipuð leigukjör og aðra húseigendur, þá er ekki mikil von til þess, að þeir létti af útgerðinni okri slippfélag- anna, beituokrinu né yfirleitt okri af öðrum nauðsynjum útgerðarinn- ar. — Milliþinganefnd ( i sjávarútvegsmálum. Samþykkt hefir verið að kjósa 5 manna milliþinganefnd í sjávarút- vegsmálum. Nefndin skal m. a. taka til athugunar félagsmál útvegs- manna, verzlunarmál þeirra, bæði kaup á nauðsynjum til rekstrarins og sölu afurðanna, möguleika til aukinnar vinnslu á afurðum sjáv- arútvegsins, starfsemi fiskimála- nefndar og fiskimálasjóðs, hvernig bezt verði fullnægt lánaþörf útvegs- ins og tryggingarmál útgerðarinnar. Laugavegi 19 • Pósthólf 392 * Reykjavík

x

Austurland : málgagn sósíalista á Austurlandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland : málgagn sósíalista á Austurlandi
https://timarit.is/publication/592

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.