Austri - 13.05.1931, Qupperneq 3

Austri - 13.05.1931, Qupperneq 3
AUSTRI 3 Opið bréf til oddvita sýslunefndarinnar í Suður-Múlasýslu frá hreppsnefnd Eskifjaröarhrepps. Herra sýslunefndaroddviti. Meö afgreiðslu síðasta sýslufundar á rækt- unarmáli Eskifjarðarhrepps, hafið þér, ásamt öörum sýslunefndarmönnum, gefiö hrepps- nefndinni ástæðu til að ræða mál þetta op- inberlega. Málið er þess eðlis, að rétt er að almenningi gefist fTeri á, að þekkja til- drög þess og sögu, og auk þess fékk það svo einstaka meðferð og afgreiðslu á sýslu- fundinum, að talsverða sthygli og umtai mun vekja, bæði innan sýslu og utan. — Ennfremur gáfuð þér sýslunefndarmönnum svo rangar upplýsingar um afstöðu Esk- flrðinga til málsins og leyfðuð svo óhæfi- lega nefndarskipun í það, að þetta tvennt réði hinum fáheyrðu úrslitum þess á fund- inum, en afsakar jafnframt óvilhallan meiri- hluta sýslunefndarmanna, er ekki var mál- inu nægilega kunnur. Nú viljum vér rekja sögu þessa nauö- synjamáls hreppsins þannig, að lesendur þessa bréfs geti fylgst með og þekt málið nokkuð betur en áður, frá öllum hliðum. Fyrir nokkrum árum opnuðust augu Eskfirðinga, sem annara íbúa kauptúna og kaupstaða, fyrir aðkallandi þörf á aukinni mjólkurframleiðslu, og mjóikurneyzlu. Kýr voru hér évenju fáar, hlutfallslega við fólks- fjölda, en berklaveikin gerðist æ skæðari með hverju ári. Hreppsbúar lituðust um eftir landi til ræktunar, en fundu aðeins steina innan takmarka kauptúnsins. Hrepps- nefnd varð Ijóst, að hreppsfélagið yrði að útvega lend og standa fyrir ræktun. Leitað var kaups á næsta ræktunarlandi við kaup- túnið; þaö er einstaklings eign og varekki gert falt með þeim kjörum, er hreppsnefnd treysti sér að ganga að. — Veturinn 1929 buðust hreppsnefndinni loks Hólmar í Reyð- arfirði til ábúðar, með því skilyrði, að hreppurinn keypti húseignir fráfarandi prests. Voru skiftar skoðanlr, bæði innan hrepps- nefndar og utan, um það, hvort strax skyldi tekið tilboöi prcstsins og eignirnar keyptar í þvf trausti, að Alþingi veitti hreppnum síðar nægileg framtíðarréttindi yfir ræktunarlandi jarðarinnar. Málið var lagt fyrir almennan sveitarfund 10. febrúar 1929 ög var þar samþykt svohljóðandl til- laga, frá Arnfinni Jónssyni skólastjóra: „Fundurinn álítur ekki tímabært að ræða um húsakaup á Hólmum, en felur hrepps- nefnd aö hefjast handa til þess að reyna að tryggja Eskifjarðarhreppi kaup á jörðinni Hólmar”. Samkvæmt þessu sóktl hreppurinn um kaup á jörðinni til Alþingis 1929, en frum- varp um það var felt á þinginu, mest fyrir andróður Reyðfirðinga, er töldu gengið á sinn rétt með sölunni. Þessu næst fékk hreppsnefnd Pálma Einarsson ræktunar- ráöunaut til þess að gera tillögur um rækt- unarmál Eskfirðinga. Sumarið 1929 skoð- aði hann nærliggjandi jarðir, er til greina gátu komíð fyrir kauptúnið, og er álit hans birt í alþingistfðindununum fyrir 1930. Taldi hann nauðsynlegt fyrir Eskifjaröarhrepp að fá kauprétt á Hólmum. þettu sama sumar fékk presturinn á Hólmum tilboð frá manni, er vildi taka ábúö á jörðinni og kaupa meðfylgjandi eignir. Var þáúrvöndu að ráöa fyrir hreppsnefnd og aðeins um tvent að velja: annaöhvort að sleppa alveg Hólmum í sambandi við ræktunarmál hreppsins, eða að reyna þá þegar að ná samningum við prestinn um ábúð og eigna- kaup. Fól því hreppsnefnd oddvita sínum og öðrum hreppsnefndarmanni, að fara á yðar fund og leita álits yðar og samþykkis um hvað geta skyldi í þessu máli. Þér komust að þcirri niðurstööu, að rétt væri af hreppsnefnd að láta ekki þetta tækifæri úr greipum ganga, en reyna strax að kom- ast að samningum við prestinn um kaup á eignunum og byggingu á jörðinni, en hins- vegar tölduö þér ekki rétt, aö þér gæfuð formlegt samþykki fyrir hönd sýslunefndar í svo stóru máli. Þetta álit yðar var békað á fundi hreppsnefndar, s«m haldinn var næsta dag eftir samtalið við yður. í trausti þessarar yfirlýsingar yðar og þess, að Alþingi mundi að fengnu áliti og meðmælum Búnaðarfélags íslands, veita Eskifjarðarhreppi eignarrétt eöa önnur full- nægjandi réttindi yfir ræktunarlandi Hólma- jarðar, undirritaði hreppsnefnd 13. ágúst 1929 samning við prest um eignakaupin og ábúö á Hólmum. 27. október sama ár kemur svo málið aftur fyrir almennan sveitarfund. Þá hefjiö þér, ásamt nokkrum af yðar mönnum, vel undirbúna árás á hreppsnefnd og áteljið hana fyrir samninga- gerðina við prest. Hreppsoddviti minnti yð- ur þá á fyrra álit yðar og ioforð um fyigi við málið, en þér báruö fyrir, að hann hefði fullyrt að kaup mundu fást á jörðinni og á því hefðuð þér bygt afstöðu yðar þá. Hreppsoddviti sagðist fullyrða hið sama enn, en kvað þetta enga afsökun fyrir yður, því þér hefðuð átt að byggja á eigin dómgreind, er þér hétuð hreppsnefnd fylgi yöar við málið. Á þessum fundi fenguð þér samt yðar fyrsta og elna sigur í viðskiftum yöar við núverandi hreppsnefnd. Þér fenguð fundinn til þess að samþykkja þessa „drengilegu“ tillögu: „Fundurinn mótmælir kaupum á húsum á Hólmum og skorar á hreppsnefndina að laka á sig sjálfa alla ábyrgö á þeim kaup* um og gerðum samningi við séra Stefán*. En strax á eftlr var samþykt eftirfarandi til- laga: „Fundurinn skorar fastlega á hrepps- nefndina, aö halda áfram að ná kaupum á jörðinni Hólmum við Reyöarfjörð*. Hreppsnefnd lét hreppsbúa vitanlega ekki gjalda þessa merkilega fundar, til dæmis með því, að firra sig ábyrgð á þann hátt, að sleppa ábúð á jörðinni og selja eign- irnar, þó þér og liösmenn yðar stofnuðuð með framferði ykkar á fundinum, til þeirr- ar hættu fyrir hreppsféiagiö. Nefndin und- irbjé málið fyrir næsta þing, en þar féli það aftur með jöfnum atkvæðum við þriðju umræðu í efri deild, og þá einnig fyrir harðvítugan andróöur Reyðfirðinga. Á næsta sýslufundi sókti hreppsnefnd um samþykki sýslunefndar á eignakaupunum og einnig um meðmæli með sölu Hólma til Eskifjarðarhrepps. Á þeim fundi höguöuð þér yður í samræmi við framkomu yðar á sveitafuHdinum og fenguð sýslunefnd til að synja um heimild til eignakaupanna, en aftur mælti hún með jarðakaupunum. Haf- ið þér sjálfsagt ekki talið yður fært að Ieggjast á móti þeim, vegna síðari tlliög- unnar, sem samþykt var á sveitarfundinum. Þrátt fyrir þetta héit hreppsnefnd áfram að vinna að framgangi málsins. Síðastliðið sumar gerði Pálmi Einarsson ræktunarupp- drátt af Hólmum, og um haustið lét hreppsnefnd ræsa þar fram rúma 7 hekt- ara og varði til þess um 4 þúsund krón- um. Jafnframt því sendi hún málið enn til Alþingis. Þsð var þó aldrei borið fram á þinginu, enda var í þess stað sú ieið tek- in, að prestur, með samþykki stjórnarráðs, leigði hreppnum nægilegt ræktunarland á Hólmum, til 50 ára, með áskildum rétti til framhaldsleigu, fyiir mjög vægt eftirgjald. Varð þessi lausn jafnvel ennþá hagfeldari fyrir hreppsfélagið en þó það hefði fengið kaup á jörðinni. Hóf nú hreppsnefnd nauð- synlegan undirbúning til framhaldsræktunar á yfirstandandi vori; sókti um lán úr rækt- unar- og vélasjóði og pantaði jarðræktar- vélar og dburö. Þegar málinu var svo komiö, að réttindi voru fengin yfir ræktunarlandi og þeim hluta túns á Hólmum, er hús hreppsins standa- á, allt utan svonefnds bæjarlækjar, taldi hreppsnefrd víst, að ekki mundi leng- ur standa á san þykki sýsiunefndar til eigna- kaupanna og því sídur tii nauösynlegrar lántöku til raktunarinnar. Qat oddviti hreppsnefndar um það viö yöur, rétt fyrir sýslufund, að hann þyrfti að símsenda Búnaðarbankanum sem fyrst lántökusam- þykki sýslunefndar, og virtust þér telja þaö sjélfíagt mál. Með bréfi til sýslunefndar- innar sókti hreppinefnd um þessi samþykki: 1. Til eignakaupa á Hóimum, 2. Til Ián-' töku úr Ræktunarsjóöi á alt að 40 þúsund- um og úr Vélasjóði á 3 þúsund krónum. Þegar til sýslunefndar kom, gerði hönþá undarlegu ráðstöfun, að kjósa sérstaka

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/593

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.