Austri - 13.05.1931, Qupperneq 1

Austri - 13.05.1931, Qupperneq 1
I. ár. Seyöisfirði, 13. maf 1931. 15. blað. Tvennir tímar. # þegar fslendingar hristu af sér ok útlendra kaupsýslumanna, myndaðist brátt innlend verzlunarstétt, sem með þrautseigju, fyrir- hyggju og dugnaði náði yfirtökunum í verzl- un landsins. Það má, yfirleitt, segja um þessa braut- ryðjendur íslenzkrar kaupsýslu, aðþeirhafi, með allri framkomu sinni út ð við og vara- semi og heiðarleik í viðskiftum áunnið ís- lenzku þjóðinni trausts í augum útlendra fjármálamanna. Var þetta traust á íslend- ingum svo tryggt orðið og rótgrólð hjá þeirri þjóð, sem viö skiftum mest við í þann tíma, — Danmörk —, að það var orðið að spakmæli meðal danskra kaup- sýslumanna: „Islænderne, dem kan man stole paa“. — Á íslendinga er óhætt að reiða sig. — Meðal þeirra manna, sem eftirlétu núlif- andi kynslóð slíkt traust, má nefna menn eins og Tryggva Gunnarsson, Geir, gamla, Zöega, Ásgeir Ásgeirsson á ísafirði og Otto, hinn eldri, Wathne, svo nokkur nöfn séu tekin af þeim, sem minnisstæðust eru. — Þessir menn höfðu allir fengið víðsýna um- bótagáfu og sterka ðbyrgðartilfinningu að vöggugjöf. Þó þeir væru ekki allir af ís- lenzku bergi brotnir, var hin forna íslenzka skllvísi þeirra höfuðdyggö. í þann tíma, eins og nú, þurftu íslenzkir kaupsýslumenn oft á trausti sinna erlendu viðskiftsmanna að halda, því það var ekki annað að flýja um lán en út fyrir landssteinana. En Tryggvl Gunnarsson og hans samtíöarmenn þekktu ekki annaö, en að skila hverjum eyri aftur, sem fenginn hafði veriö að láni. Stefna Tryggva Gunnarssonar, í verzlun- armálum, var sú, aö veita fjármagninu til sem flestra og örva með því sjálfsbjargar- viðleitni manna. Hann var mótfallinn því, að hætta fénu of mikið í hendur einstakra manna, en reyndi af elnlægni og dugnaðl aö fá menn til aö lyfta viðfangsefnunum í samatarfi í víðtækum félagsskap. Tryggvi Gunnarsson var maöurinn, sem með starfi sínu í þágu norðlenzkra bænda vakti trú þeirra á mitt samtakanna. Núlifandi kynslóð tók við ávöxtunum af starfi Tryggva og samtíðarmanna hans. Þessir ávextir voru, varanleg verðmæti og mik- il reynsla. En það dýrmætasta, sem eftir þá lá, — arfurinn, sem núlifandi kaupsýslu- menn áttu að varðveita, — var traust er- lendra þjóöa á áreiðanleik íslenzku verzl- unarsléttarinnar, þjóðinni yfirleitt og mögu- leikum hennar. Hvernig hafa núlifandi kaupsýslumenn og þeir, sem gæta áttu veltufjárins, fariö með þenna dýrmæta arf eftir hina gömlu skila- menn? Þeir, sem stjórnað hafa veltufé þjóðar- ínnar og þeir, sem hafa fengið aðstöðu til að nota það undanfarin 15—20 ár, tóku við tiltölulega góöri og ennþá betri aöstöðu en fyrirrennarar þeirra, — brautryðjendurn- ir, — höíðu átt við að búa. Fyrri kynslóð- in hafði Iagt þeirri núlifandi upp í hend- uria innlendar lánsstofnanir og skuldlaus fyrirtæki. Ennfremur, ains og áöur er sagt, lærdómsríka reynslu og gott fordæmi í fyr- irhyggju og áreiðanleik. f staö þess, að halda í horfinu, höfðu hinir vaxandi möguleikar og fjárráö þau áhrlf á leiðandi menn fjármagnsins, að þeir mistu sjónar á því fordæmi, sem þeim haföi verið gefið, og þar með voru tengslin slit- in, sem binda hefðu átt hinn nýja tíma, — tíma möguleikanna og vaxandi fjármagns, — við hinn gamla tíma. þann tíma, þar sem menn, fyrst og fremst, treystu á eigið framtak. f stað þess, að taka menn eins og Tryggva Gunnarsson og stefnu liansíverzl- unarmálum sér til fyrirmyndar, hafa flestir hinna ráðamestu fjáraflamannn undanfar- andi ára og þeir, sem gæta áttu veltufjár- ins, tekið upp samkeppnisstefnu útlendra auðmanna, og eytt með því tugum miljóna af veltufé þessarar fátæku þjóðar, í látlaust innbyrðis stríö, sem alltaf er samfara þeírri stefnu. Mennirnir, sem hafa notaö sér þröngsýni og hina heimsku óheillastefnu forráðamanna veltufjárins, hafa tekið upp háttu erlendra stórgróðamanna, án þess að athuga, hversu óendanlega mikill munur þeirra er að öðru leyti. — Er hér meint óhóf í lifnaðarhátt- um, allskonar brask og stórspekulationir.— Útlendir stórgróðamenn geta leyft sér slík umsvif án þess að skaöa tiltölulega hin stóru og auðugu þjóðfélög, sem þeir tilheyra. En hinir „stóru" brask- arar okkar litlu þjóöar, hafa ekki ööru úr að spila en fé því, sem þeir hafa fenglö að láni af veltufé hinnar fátæku íslenzku þjóð- ar. Þaö má því segja um þessa menn, að þeir séu varla fjár síns ráðandi, til slíkra hluta. Á tímabilinu 1915 til 1927 varþjóðinsvo óheppin, aö ráðin yfir bönkum landsins lentu í höndum þeirra manna, sem stóðu á nokkurnvegin sama slðferðisstigi og sjálf- ir braskararnir. Þessir menn höfðu ekki augu fyrir því aö veita fé því, sem bank- arnir höfðu yfir að ráða, til alhliða fram- kvæmda þjóðarheildinni til heilla. í staðinn var hverri miljóninni á fætur annari kastaö í fyrirtæki, sem fyrir löngu hefði átt að vera búið að gjöra upp sem gjaldþrota, vegna skuldasöfnunar við bankana og vit- lausra spekulationa, sem hjá sumum voru hreinustu fjárglæfrar. Á meðan þessu fðr fram, var eins og glaumurinn úr skrauthýsum þeirra manna, sem ráöstöfuðu fé þjóðarinnar á svo eftir- minnilegan hátt, aö aldrei mun gleymast, hafi stungið þjóðinsi svefnþorn. En ármenn Islands, Framsóknarflokkurinn, meö Tryggva Þórhallsson og Jónas Jóns- son í broddi fvlkingar, vöktu þjóðina af svefninum og bentu á í hvert öngþveiti fjármálum bankanna var komið. Síðan þeir fengu aöstöðu til, hln 4 árin síðustu, hefir verið reynt að græða þau sár, sem fjár- sukkið hafði búið þjóðinni. En því verki er hvergi nærri lokið enn. Þrælatök samkeppnismanna á þjóðinni uröu henhi dýr. — í beinum töpum hefir tímabilið 1915—1927 kostaö þjóðina 35—

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/593

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.