Austri - 02.06.1931, Side 4
AUSTRI
4
öðrum stað sé eitthvað til, sem fullnægt geti.
J. Q. bregður Framsókn um svik og fjör-
ráð við Alþýðuflokkinn. Segir hann, að hún
hafi ætlað að „merja úr honum lífið með
því, að láta eng:n af málam hans ná fram-
gangi, nema þau, sem hún flytti sjálf“.
Það er auðséð, að manninum er nokk-
uð sárt um eignarréttinn á þeim málum,
sem Alþýðuflokkurinn telur sín mál, fyrst
hann telur það fjörráö við flokkinn, að
aðiir en flokksmenn hans flytji þau. Hann
virðist álíta, að málin eigi að vera til við-
urværis flokknum. Eri frá sjónarmiði al-
mennings — jafnvel þess, sem á Jafnaðar-
manna máli heitir alþýða og skipar Al-
þýðuflokkinn — ætti það að vera nokkuð
sama, hvað hann heitir, flokkurinn eia
flokksleysinginn, sem flytur og kemur fram
nytjamálum alþýðunnar.
Enda segir J. Q. á öðrum slaö: „Al-
þýðuflokkinn má einu gilda, hvað til grund-
vallar liggur hjá íhaldinu fyrir stefnubreyt-
ingu þess í kjördæmaskipunarmálinu. Náist
það mál fram, er eitt af meginmálum Al-
þýðuflokksins þar með framkvæmt." . , .
Hér er aðeins sá munur, að J. Q. virð-
ist, sem stendur, ljúfara aö hugsa til þess,
að „Sjálfstæðisflokkurinn" komi málum al-
þýðunnar fram en Framsóknarflokkurinn.
En torskilið mun það verða ýmsum, að
Alþýða eigi að vera á móti Framsókn af
þeirri ástæðu, að sá flokkur flytji mál
hennar og komi þeim fram.
Ég geri fastlega ráð fyrir því, að kjós-
endur almennt geri sér það ljóst, að þeir
kjósendur hinna smærri kjördæma, sem viö
næstu kosningar varpa atkvæðum sínum á
frambjóðendur Alþýðu- og „Sjálfstæðis"-
flokkanna, afsala þar með hinum forna
rétti kjördœma sinna til þess að elga sér-
staka fulltrúa á Alþingi, og þar með
áhrifavaldi á löggjöf landsins og stjórn.
Þessu áhrifavaldi afsala þeir í hendur stærri
kjördæma og flokksstjórna.
Ég geri fastlega ráð fyrir því, að kjós-
endur geri sér Ijóst, að með slíkum hætti
gera þeir sitt til að veikja aðstöðu kjördœm-
is síns innan ríkisheildarinnar.
Ég geri fastlega ráð fyrir því, að þeir geri
sér ljóst, að með þessu glata þeir sjálf-
stæði því, sem kjördœmin hafa haft frá
öndverðu.
þess vegna vænti ég þess fastlega, að
fjöldi manria, sem annars hafa fyllt Alþýðu-
flokkinn og „Sjálfstæðisflokkinn", varpi at-
kvæðum sínum á Framsóknarmennina,
hversu hátt sem foringjarnir kunna að hrópa
um ,Jlokkssviku og hversu harkalega sem
þeir reiða svipur flokksagans.
Aö endingu vil ég svo benda Alþýðu-
flokksmönnum á þessi orð J. G.:
„Margir munu ætla, að fyrir íhaldinu vaki
það eitt, að reyna að ná í meiri hluta á
Alþingi, og takist það, þá að stinga öllum
kjördæmabreytingum undir stól, og sltja
áfram út kjörtímabilið. Þó hins versta megi
vitanlega vænta af íhaldsflokki, er varla
hægt að gera ráð fyrir því, ef svo færi, að
hann fengi meiri hluta, að flokkurinn færi
að svíkja svo þjóðina, sem hann nú svo
ákveðið hefir heitið að skuli fá þessa rétt-
ingu mála sinna. — En óviturlegt vceri þó
að leiða fhaldið í þá freistniu*
Hverjir vilja leiða íhaldið í þessa freistni?
Og hversu fer um málstað alþýðunnar, ef
það verður gert og íhaldið stenzt ekki
freistinguna ? K.. F.
* Leturbreyting mín. K. F.
Hinnisvarðar.
Barnakennari og ritstjóri Jónas Guð-
mundsson, hér í bæ, notar nokkurn hluta af
hinu dýrmæta rúmi í blaði sínu, svona rétt
fyrir kosningarnar, til þess að bera blak af
bæjarstjórn Neskaupstaðar, vegna tómlætis
hennar í ræktunarmálum, sem ég hefi bor-
ið henni á brýn. Skeyti þau, sem hann
sendir bæði mér og öðrum, í þessu sam-
bandi, eru æði máttlítil og vansköpuð,
andleg afkvæmi ritstjórans.
J. Q. vill sanna að það sé Framsóknar-
flokknum yfirleitt, en sérílagi ríkisstjórn,
fyrsta þingmanni kjördæmisins og bandum
í næstu sveit, að kenna, hvað ræktunar-
mál hér í bæ hafa verið látin afskiftalaus
fram að þessu.
Hver trúir þessu? Ekki nokkur maður.
Ekki einusinni Jónas sjálfur.
Mér ber ekki að svara fyrir aðra, en þess
má þó geta, ef Jónasi er það ekki full Ijóst
enn, að ríkisstjórn sú, sem setið hefir nú
hátt á 4. ár við völd í landinu og flokkur
hennar í þinginu, hefir varið miklu fé til
ræktunarmála, og ég veit ekki betur en að
samkvæmt landslögum þá hafi landsmenn
allir jafnon rétt til þess fjár, ef þeir á ann-
að borð vinna eitthvað að ræktunarfram-
kvæmdum.
Grundvöllurinn fyrir þessari pólitík Jónas-
ar í ræktunarmálum er sá, að mér virðist,
aö bærinn hér hafi ekki eignarrétt yfir bæj-
arlandinu, eða þeim hluta, sem ríki og kirkja
á af því, enda þótt bærinn hafi lagalegsn
rétt til að eignast þetta land. Hverjum sú
töf er að kenna, getur Jónas aldrei dæmt
um hlutdrægnislaust, en hinsvegar kemur
það út af fyrir sig ekkert mínu máli við.
Bæjarstjórnin hér, hefir viljað ná í þenna
landshluta bænum til handa, til þess fyrst
og fremst að bæjarsjóður yrði aðnjótandi
þeirra tekna og annara fríðinda sem sá
landshluti veitir eigendunum, og er það
síst láandi, en ekki til þess að fá þar um-
ráð yfir ræktanlegu landi, verkamönnum og
sjómönnum til afnota, enda ætti Jónas að
vita eins og allir aðrir í þessum bæ að það
er mjög lítið land ónotað en ræktanlegt
innan takmarka bæjarins.
Ég verð þessvegna að láta ritstjórann
vita, að hann hefir ekki, í þetta sinn, sagt
eitt eða annað, sem mér og öðrum var
ekki vel kunnugt áður í þessu máli, og
ennfremur hef ég aldrei réðldgt að byrja ð
neglunni þegar gera skyldi sk p. En ef Jón-
as vill auglýsa orðsnild sína, þá er honum
það ekki of gott fyrir mér — en satt á
hann að segja, og vonast ég eftir að hann
hafi það hugfast framvegis.
Ég skal viðurkenna, að eins og nú er
komið málum, þá er það nokkuð mikil
bjartsýni að búast við miklum framkvæmd-
um af forráðamönnum bæjarins hér í rækt-
unarmálum, og valda þar um hinar miklu
framkvæmdir bæjarins, sem Jónas er svo
fljótur að vitna í.
Jónas Guðmundsson hefir með atbeina
jafnaðarmanna í bæjarstjórn reist sjálfum
sér nokkra minnisvarða, víðsvegar um bæ-
inn. Hvað hátt þeir lofa ágæti meistarans,
sumir hverjir, er annað mál, og hve fljótt
þeir hrynja að fótum hans, verður ekki
hægt að dæma að svo stöddu. Framtíðin
ein er þar dómbær.
Þessir minnisvarðar ásamt verkamönnuin
hér í bæ og víðar, eiga að skapa Jónasi
sæti í sölum Alþingis, eða þá að bola öðr-
um úr sæti, en hvort sem verður, þá má
búast við að maðurinn verði eins afkasta-
mikih þar og heima fyrir, en úr því þætti
mér líklegt að færi að slettast upp á þann
vinskap, sem nú er milli Jónasar og íhalds-
ins hér í bæ, en það útaf fyrir sig teldi
ég vel farið.
Þetta verður að nægja að sinni.
Björgúlfur Gunnlaugsson.
Grein þessi hefir orðið að bíða nokkuð,
vegna þrengsla í blaðinu.
Símfregnir.
(Frá fréttaritara Austra í Reykjavík
Fundahöld standa yfir um land allt.
Tryggvi Þórhallsson heldur fundi í Skaga-
firði, Jónas Jónsson í Húnavatnssýslum og
Gísli Guðmundsson, ritstjóri, í Vestur-Skafta-
fellssýslu.
Hvaðanæfa af landinu ágætar fréttir.
Ósvífni Morgunbl.
Það eru tilhæfulaus ósannindi hjá Morg-
unblaðinu, þegar það segir að séra Brynj-
ólfur hafi afturkallað framboð sitt í Gull-
bringu- og Kjósasýslu.
Úr Reykiavík.
Fundur hér í gær. Magnús prófessor lýsti
yfir því á fundinum, *.ð þeir gengju til
kosninga sem einn flokkur, Jafnaðarmenn
og íhaldsmenn. Fór vel á með mönnum
þessara flokka á fundinum.