Austfirðingur - 30.01.1932, Side 2

Austfirðingur - 30.01.1932, Side 2
2 AUSTFIRÐINGUR reikna málaflutningsmannskaup eins og gert er. Sú krafa nemur í bú St. Th. Jónssonar kr. 27,095,50. Þessi krafa mundi hafa þótt ósvíf- in, ef hún hefði verið sett fram af einhverjum öðrum en bankan- um. En stjórnendur bankans hafa hugsað líkt og Rómverjarforöum: Sigraðir menn verða að sætta sig viö alt. þaö er öllum vitanlegt, að bankinn hefir ekki lagt út yfir 27 þús. krónur í málskostnaö vegna St. Th. J. Alt fór þar fram með friösamlegum hætti. Hingað var að vísu sendur lögfræðingur og dvaldi hann hjer í nokkra daga. En það er alveg fráleitt, að hann hafi sett upp og fengið borgaða þessa^ upphæö fyrir ómakisitt. En hafi bankinn ekki greitt þessa upphæð, virðist hann ekki geta átt neinn rjett til þessarar kröfu. Bankinn gerir kröfu í búið fyrir áföllnum vöxtum frá kröfulýsing- ardegi til skiftaloka og er sú upp- hæð kr. 233.398,90. Vafalaust er bankanum heimilt að reíkna vexti af öllum rjettmætum kröfum sín- um meðan á skiftum stendur. En hitt virðist æði langt farið, að krefja búið um vexti af skuldum annara manna, skuldum, sem sennilega er haldið í fylsta lagi, samkvæmt lánssamningum, og hlutaöeigandi menn greiöa fulla vexti af. Og enn einkennilegra sýnist það vera, að kröfueigandi geti krafið um sömu skuldina í þrjú bú samtímis og reiknað öll- um fylstu vexti fyrir sama tíma- bil. þótt þetta sje lögum sam- kvæmt, þá gefur þessi aðferö vill- andi niðurstöðu um skuldir bú- anna. Anuars er þessi vaxtareikn- ingur vel til þess fallinn, að sýna hve skuldir eru fljótar að hlaða á sig. * * * Bankinn viröist hafa neytt að- stöðu sinnar fullkomlega við ráö- stöfun á eignum búsins. Hann hefir látiö leggja sjer út flest allar fasteignir, sem hann haföi veð í, og einnig skip og báta. Fasteignir, sem.'metnar voru að fasfeignamati um 216 þús. krónur fær bankinn útlagðar fyrir kr. 112.544.76. Mest af þessum eignum er óselt. En á því, sem selt er hefir bankinn hagnast stórlega. T. d. hefir ein eign, sem bankinn fjekk útlagða fyrir 5000 krónur verið seld á 15000 krónur. Það er þrefalt verð og mega 200% teljast ríflegur hag- ur á bankaviðskiftum. Um vöruleyfar, verslunaráhöld og annað lausafje tilheyrandi bú- inu er hiö sama að segja. Bókað verð þessara hluta hefir samkvæmt fengnum upplýsingum ekki verið undir 350 þús. krónum. Þetta fjekk bankinn fyrir 120 þús. krónur. Þegar tekið er lillit til þess, að mest af birgðunum voru nýjar og útgengilegar vörur, er ekki ótrú- legt að bankinn hafi hagnast um 100% á þessari wspekulation“. Útistandandi skuldir í búi St. Th. Jónssonar voru kr. 807.183.25. Bankinn krafðist þess, að skuldir þessar væru seldar í einu lag gegn staðgreiðslu. Með þessu skapaði bankinn sjer algert sjálf- dæmi um verö skuldanna, því hjer er enginn svo staddur fjárhagslega, að hann gæti snarað út svo stórri upphæð, sem hjer hlaut að verða um aö ræða. Á þennan hátt eign- aðist bankinn skuldirnar fyrir 100 þús. krónur, í sama mund keypti bankinn útistandandi skuldir ann- ars þrotabús hjer á staönum að upphæð um 27 þús. krónur fyrir 11.900 krónur. Ef útistandandi skuldir St. Th. J. hefði verið reikn- aðar á hlutfallslegu verði, hefði bankinn getað greitt hátt á 4. hundrað þús. krónur fyrir þær. Ekkert verður fullyrt um hver hagur bankans kann að verða af þessum skuldum, en trúlegt er að lann nemi æði mikilli upphæð. Þetta, sem hjer er talið, sýnir jaö, að vegna aðgerða Útvegs- bankans, sem aðalkröfuhafa hefir útkoman á búi St. Th. J. orðið mun verri en vera þurfti. Bankinn hefir náð til sín eignunum í hagn- aðarskyni, gerst braskari og speku- ant á kostnaö bús St. Th. Jóns- sonar. Voru þessar athugasemdir hafðar í huga, þegar talað var um rangar og viliandi tölur í síðasta blaði. Og enn er eitt ótalið. Blöð Framsóknar og Jafnaðarmanna rafa mjög áfelst það, að verslun St. Th. J. hafi verið Hóþarfur milliliöur" milli bankans og viö- skfftamannanna.jÞessi Móþarfi milli- iður“ er enn við líði. Bankinn refir sem sje haldið áfram starf- semi St. Th. J., þar sem lausa- fjársalan er. Sýnir það af hve miklum heilindum hefir verið mælt jegar fjargviðrast hefir verið yfir jessum „óþarfa millilið“. Afkoma ausafjársölunnar byggist — eins og afkoma fyrirrennarans — á „örlæti náttúrunnar“ og afkomu viöskiftamannanna og er vonandi að ekki komi bankanum að sök. ðrlítið sýnishorn af samgöngunum við Austuriand árið 1932. Sambandið á milli Seyðisfjarðar og Reykjavíkur. Menn hafa á undanförnum ár- um, sjerstakiega tveim þeim síð- ustu, kvartað undan því, hve Aust- firðingafjórðungur hefir verið hafð- ur útundan hjá skipaútgerðum landsins, Eimskipafjelagi íslands og Útgerö ríkisskipanna, þegar samin hefir veriö áætlun yfirferð- ir skipanna. En hversu ilt sem það hefir verið að undanförnu, þá hef- ir meðferðin í þessu tilliti, á þess- um landshluta, aldrei verið eins slæm og þetta ár (1932). Sjerstak- lega er það sambandið við Reykja- vík, sem er ábótavant. Vantar lít- ið á að Austurland sje komið úr sambandi við höfuðstaðinn. Til þess að menn geti í fljót- heitum glöggvað sig á tilhögun ferðanna árið 1932, tek jeg hjer upp úr ferðaátlunum komudaga skipanna tll Seyðisfjarðar frá og til Reykjavikur. Höfum fyrirliggjandi í Reykjavík allskonar vörur frá Libby s. s. Baunir niðursoðnar, Jarðarber, Tungur, Agurkur, Ananas, Avextir blandaðir, Ferskjur, Perur, Aprikosur, Aspargues, o. fl. GfSli Jónsson. Ríkisskipin: Að sunnan á Að norðan á leið norður: 1. Súðin 10/1. 2. Esja 13/3. 3. Esja 21/4. 4. Esja 13/5. 5. Súðin 25/5. 6. Esja 12/6. 7. Esja 7/7. 8. Esja 4/8. 9. Esja 30/8. 10. Esja 15/9. leið suður: 1. Esja 8/4. 2. Súðin 13/5. 3. Esja 3/6. 4. Súðin 23/6. 5. Esja 28/6. 6. Esja 24/7. 7. Esja 20/8. 8. Súðin 16/9. 9. Esja 1/10. 10. Esja 19/10. ferðum, er Ríkisskipin fara á ár- inu, en þær hefðu síst máltfækka frá því sem áður var. Úr janúarferðinni kom Súðin til Reykjavíkur 24/1. og fer aftur frá Reykjavík 30/4. Kemur úr júní- ferðinni til Reykjavíkur 27/6., en fer aftur í næstu ferö frá Reykja- vík 3/9. „Samgönguöryggiö" er þannig ekki notað til þesi að bæta úr samgönguleysinu í 164 daga á þeim tíma ársins, sem skipið hefði getað veriö í strandferðum. 11. Súöin 1/10. 11 . Súðin 6/11. Fyrsta fjórðung ársins líða rúm- 12. Esja 30/10. 12. Esja 24/11. ir 2 mánuðir á milli ferða frá 13. Esja 8/12. Reykjavík með Ríkisskipunum, og Eða alls 25 ferðir í stað 32 síð- eftir hinu nýja skipulagi með ferð- astliðið ár. Að vísu má segja að ir landpóstanna mun jafnlangur Austfiröir fái sinn skerf af þeim tími líða á milli ferða þeirra. Eimskipafjelagsskipin. Til Rvíkur Frá Rvík Frá Rvík sunnanl. sunnanl. norðanlands. 1. Lagarfoss 13/1. 2. Lagarfoss l/2.(viðkoma á 12 höfnum, 11 dagaferð) 3. Goöafoss 3/2. 4. Brúarfoss 27/2. — „15 — 15 — — 5. Selfoss 5/3. 6. Brúaríoss 3/4. 7. Selfoss 18/4. — „11 — 16 — — 8. Selfess 18/5. 9. Selfoss 16/7. 10. Brúarfoss 9/10. - „10 - 12 - - 11. Goðafoss 9/11. „12 - 9 - — Á öllum ferðunum frá Reykja- vík, bæði að norðan og sunnan, eru skipin á leið til útlanda. Ferðir frá Seyðisfirði til Reykja- víkur eru engar frá því að Lagar- foss fór 13/1. þar til Esjafer8/4., eða í rúma 3 mánuði. Til þess í millitíðinni að hafa samband við Reykjavík, verður það að ske um útlönd. Sem dæmi um það, hve sam- göngurnar um Austfirði eru greiö- færar, má geta þessa: Afgreiðslu- maöur Eimskipafjelagsins á Reyö- arfirði fór með Goðafoss 13/1 að heiman, í kynnisför til dóttur sinnar til Vopnafjarðar. Til þess nú að þetta ferðalag ekki tæki lengri tíma en 2 múnuðil, þarf hann að fara meö Lagarfoss í lok febrúarmánar til Akureyrar og kemst hann þá heim með „Nova“ í mars. Annars hefði hann ekki komist heim fyr en meö Esju 9/4. Tfmi, sem þannig fer í það að ferðast með íslenskum skipum á milli Reyðarrjarðar og Vopna- fjarðar, fram og til baka, tekur einn ársfjórðung. Seyðisfirði 25. jan. 1932. Qísli Jónsson. Samsæti var Sigurði Birkis, söngkennara haldið að tilhlutun söngfjel. „Braga“ í Barnaskólanum 10 þ. m. Sátu það á annað hundrað manns. Var fyrst drukkið kaffi og síðar um nóttina te með smurðu brauði. Voru ræður í tugatali og mikið Sungið, síðan skemtu menn sjer til morguns við dans, spil, gaman- vísur og söng. Eru allir sammála að samsætið hafi farið prýðilega fram —Braga og bænum til sóma. Ferð til Reykjavíkur. Afgreiðsla ríkisskipanna hjer hefir fengið tilkynningu um að ferð muni falla til Reykjavíkur innan fárra daga. Er mönnum, sem til Rvíkur þurfa, bent á að nota þessa ferð, því áskipað mun orðið í skipi því, sem kemur að sækja þingmenn. Áskriftalisti fyrir þá, sem panta vilja far, er hjá Sigurði Arngríms- syni. Fundur í Klettafrú kl. 2l\«. á morgun. Widimannmótorinn er bestur. — Umboð hetir: Páll 6. Þormar, Norðfirði. D©<sxaxssca>2s

x

Austfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.