Austfirðingur - 27.02.1932, Blaðsíða 1

Austfirðingur - 27.02.1932, Blaðsíða 1
TFIRfll 3. árgangur Seyðisfirði, 27. febrúar 1932 6. tölublað Nokkur orð um samgöngurnar. Sú tíð er nú löngu liöin, að landsmena teldu viðunandi póst- göngur, að t. d. áfangi austanpósts- ins væri alla leið frá Prestbakka á Síðu til Eskifjarðar og noröan póstsins frá Akureyri til Seyðis fjarðar (oft langt á eftir áætlunum), eða að til flutninga á fólki og varningi með ströndum fram, nægðu tækifæris skipaferðir á margra mánaða fresti. En það er líka all-langt síðan, að póstgöng- urnar voru bættar til stórra muna og komið í það horf, sem þær hafa verið í fram á síðasta ár, með styttum áföngum aðalpósta og mörgum aukapóstum, eftir föstum áætlunum, sem unt varað fylgja nokkurn veginn. Með því fyrirkomulagi mátti telja örugt, að öll hjeruð landsins fengi póst á mánuði hverjum, og allvíða tvisvar á mánuði. Farkostur meö ströndum fram breyttist og fyrir mjög Iöngu til hins betra, þótt það væri fyrir at- beina erlendra gufuskipafjelaga, svo sem Sameinaða og Thore- fjelagsiní, að undanteknum ferð- um Wathne's-skipanna fyrir alda- mót. En strandferðir þeirra fjelaga yoru. sjerstaklega hagkvæmar yfir sumarmánuðind á árunum 1911 —13, auk þess sem millilandaskip þessara fjelaga og Björgvinjarfje- lagsins komu á fjölmargar hafnir þessi ár, svo aö sjávarsamgöng- ur kringum landið hafa ekki betri verið alt til ársins 1930. * * * Jeg ætla mjer ekki í þessum fáu línum að fara að rekja sam- göngumálasögu landsins. En þess vil jeg þó geta, að í henni hefst nýtt tímabil 1914—15. Eftir því sem sjálfstæðishyggja þjóðarinnar efldist og metnaður hennar og skilningur á eigin mætti og hags- munum þróaðist, hafði mönnum með hverju ári orðið ljósara, að Jandið átti sjálft að njóta arðsins af eigin samgöngum og annast siglingarnar. þetta kom á fót Eim- skipafjelagi íslands, sem brátt varð tekið því ástfóstri við af þjóðinni, að það var kallað óskabarn henn- ar — og er enn. Strandferðirnar urðu þó enn um sinn mjög í molum, stundum með ýmiskonar leigufleytum, miðlungi vistlegum, þar til „Sterling" var keypt. En 1923 var „Esja" bygð og mátti segja, að þá fyrst breytti til hins betra. En þrátt fyrir þennan gró- anda í samgöngulífi Iandsins, Eim- skipafjelagið og strandferðaskipið .Esju", virtist með ári hverju, að kalla mátti, bóla æ meir á því, að ekki nyju allir landshlutar jafn- rjettis eða jafnra hlunninda. Sjer- staklega virtist Austurland verða hart úti í þessum efnum, ekki um ferðir „Esju" alt til 1930, en um ferðir Eimskipafjelagsskipanna. — þar virtist Austurland beinlínis haft útundan. Og var svo komið, að Austfirðingar, talsvert alment, víttu þetta fyrirkomulag, fyrst í blöðum hjer og síðan í beinum skrifum til stjórnar Eimskipafje- lagsins, og bentu á sjálfsagðar breytingar til bóta, þar sem mönn- um líka var ekki grunlaust um, að þrátt fyrir að því væri borið viö, að þetta fyrirkomulag skipaferð- anna orsakaðist af fjárhagslegri umhyggju fyrir fjelaginu, að þá rjeðu þarna að nokkru um dutl- ungar stjórnenda eða misskilning- ur. En svo skipaðist til, að einn maður í stjórn fjelagsins sjerstak- lega, tók þessar bendingar Aust- firðinga til greina, og kom með gagngerðar tillögur um breytingar til bóta, sem urðu til þess, að einu skipi, „Dettifossi", var bætt viö í skipastól fjelagsins. Fór því svo, að árið 1930 voru ferðir Eimskipafjelagsskipaina hjer við Austurland tíðari og betri en nokkru sinni fyr eðs síðar. En þótt undarlegt sje, er sagt, að sá maður, sem þessu kom til leiðar, að Austurland nyti jafns rjettar og aðrir landsfjórðungar um ferðir skipanna, sem var Jón Þorláksson, hafi hlotið ámæli fyrir hjá öðrum stjórnendum. Eitt er víst, að hann fór úr stjórn fjelagsins, og við- komum skipanna á Austfjörðum fækkaði svo, aö í hið fyrra horf sótti. Þetta sýnist alveg óverjandi, því þótt forráöamenn fjelagsins telji hagsmunum þess máske eitthvað betur borgið með því fyrirkomu- lagi sem er, þá verða þeir að skilja, að Austfirðingar, miðað við fólksfjölda, munu eiga eins mikla hlutdeild í fjelaginu eins og aðrir landsfjórðungar, og því fulla kröfu á því, að vera ekki'afskiftir um ferðir skipanna, eins og verið hef- ir, nema 1930. * Auk þess, að Eimskipafjelagið faer nýtt skip, „Dettifoss", 1930, er öðru skipi bætt við í samgöngu- fiota landsins það ár. þá kaupir ríkisstjórnin „Súðina" til strand- ferða. Verða þá strandferðaskipin tvö. En þaö sumar verður sá hængur á um strandferðirnar, að „Esjan* gengur um skeið aðallega miili Reykjavíkur og Akureyrar, vestan um land, en Austfirðir njóta ekki til fulls samgöngubót- anna af því að skipi er bætt vlð. Þetta breyttist aftur 1931, „Esjan" og „Súðin" í sífeldum hringferð- um kringum land, svo að síðast- liðið ár voru hjer betri strand- ferðir og hagfeldari en þær hafa nokkurntíma veriö. Strandferða- skipin höfðu 32 viðkomur á allar helstu hafnir Iandsins, sem svarar 2l/a viðkomu á mánuði eða 5 sinnum á 8 vikum (4 sinnum á mánuði mesta annatímann). Hnda munu flestir hafa verið ánægðir meö það fyrirkomulag. En nú á þessu ári sýnist aftur skift um til hins lakara. Viðkomur strand- ferðaskipann ekki nú nema 26, þar sem þær voru 32 sl. ár, eða sem svarar 2 á mánuði. # * # f sambandi við þetta skal aftur minst á póstmálin. Fyrir 3 árum skipaði ríkisstjórnin eina af nefnd- um sínum, sem nefndist póstmála- nefnd. Átti hún að gera tillögur um nýja og bætta skipun póst- málanna. En tillögur hennar reynd- ust alt annað en aðgengilegar og þóttu benda til verra horfs að ýmsu leyti en verið hefði á þeim málum. Fór þó svo, að þær urðu ofan á síðar með einhverjum breytingum. Og er það almanna- mál, að póstgöngur hafi ekki í lakara eða verra horfi verið um langt skeið hjer á landi en ein- mitt nú. Er gert ráð fyrir, að póstar gangi upp frá höfnunum eftir viðkomu strandferðaskipa, en póstgöngur slitnar sundur milli sveita og hjeraða á annan veg. Er það augljóst, að sveitir og hjeruð landsins eru útilokuð frá að fá póst vikum saman að sumarlagi, nema því aðeins, að skipakomur á nærliggjandi hafnir sjeu ekki ótíöari en síöistliðið ár og mánuðum saman að vetrarlagi. í stað þess að áöur máttu jafnvel hin afskektustu hjeruð eiga víst að fá póst mánaðarlega. Og svo þeg- ar ofan á fáar og strjálar ferðir skipa að vetrarlagi bætast dutl- ungar náttúrunnar við ótryggari hafnir, sjá allir, aö þetta fyrir- komulag er með öllu óviöunandi til lengdar. Eigi þessi skipun póstmálanna að halda áfram, verða að vera stöðugar og reglubundnar strand- ferðir árið um í kring, vetur jafnt og sumar, og við það er sjáan- lega miðað. En furðulítil forsjá virðist það um pðstgöngur, aö haga þeim eins og nú verður raun á, nema því aðeins, að ganga áður úr skugga um, hvernig áætl- un strandferðaskipa verður það og það árið. Verði ferðir þeirra | fáar að vetrarlagi, er sýnilegt, að póstar verða að ganga milli sýslna og hjeraða þann tíma svipað og áður var. Hvernig er þá umhorfs í sam- göngumálunum ? Póstgöngurnar eru með öllu óviðunandi, eins og nú er, þar sem sum hjeruð fá ekki póst, nema mun sjaldnar en áður. Er þar því um beina afturför að ræða. Strandferðirnar verða að hald- ast í eins góðu horfi og þær voru í síðasta ár. Fjárþröng ríkissjóðs mun teljast ástæðan til þess aö þær eru lakari nú. En að minsta kosti sá landsfjórðungurinn, sem er afskiftur um flest og fær minst fyrir tillög sín í fíkissjóðinn, á all- rjettháar.. kröfur á hendur honum um viðunandi strandferðir. Enda er mjer kunnugt um að fram- kvæmdarstjóri Skipaútgerðar ríkis- ins hefir fullan vilja á því, að rjettur hans sje ekki fyrir borð borinn; Eimskipafjelagið getur aldrei losað sig undan þeirri almennú óánægju, sem ríkir hjer eystra um, hve afskiftur fjórðungurinn sje um viðkomur skipanna, fyr en það bætir úr skák. Þó gæti það dreg- ið úr óánegjunni, ef til dæmis að samkomulag gæti orðið með því og Skipaútgerð ríkisins um, að annaðhvort strandferðaskipanna yrdi stöku sinnum látið skreppa hraðferöir frá Rvík til Austurlands- ins og til baka aftur, til jafnvægis við hraðferðir Eimskipafjelagsins milli Rvíkur og Akureyrar. Qæti þetta mikið bætt úr, þar sem sam- komulag er þeirra á milli um framhaldsflutning á útlendum vör- um, viðtakendum að kostnaðar- lausu. Að vísu bæta ferðir „Novu" mikið úr um flutning pósts og farþega, en ekki um framhalds- flutning frá Eimskip. Og vitanlega á eins fljótt og unt er, að útiloka erlend skip frá farþegafluíningi innanlands, alveg eins og gerist í öðrum löndum, og innlend skip eingöngu að hafa rjetttil farþegaflutninga með strönd- um fram. Aö því á að stefna og það sem fyrst. En það mun þykja djarft aö hreyfa því nú, eins og sakir standa, þegar enginn veit hve fast er und- ir fótum viö það takmark sjálf- stæðis og sjálfsforræðis, sem þjðð- in hefir kept að undanfarna ára- tugi, og menn hafa vogað að vona að hún stæði nú orðið f námunda vio. Sig. Arngrímsson.

x

Austfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austfirðingur
https://timarit.is/publication/594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.